Leita í fréttum mbl.is

Miðað við hversu mikið er að gera hjá lögreglunni á Reykjanesi hljóta að búa þar fleiri en opinberartölur segja til um.

 Þetta hefur verið svona nokkuð lengi. Tíðir brunar, slys vegna ölvunar bæði á skemmtistöðum sem og á ökutækjum. Fólk þarna suðurfrá þarf kannski að fara að hugsa sinn gang.

Annir hjá lögreglunni í Reykjanesbæ

Það var rólegt hjá lögreglunni um allt land aðfaranótt annars dags jóla. Lögreglan í Reykjanesbæ hafði þó í nógu að snúast.

Fjórir karlmenn voru handteknir í Reykjanesbæ í nótt vegna fíkniefna sem fundust í bíl þeirra. Mennirnir höfðu undir höndum amfetamín og hass í litlu magni ætlað til einkaneyslu. Þeir vildu ekki kannast við efnið en það fannst milli sæta og í öskubakka bifreiðarinnar. Þrír voru ölvaðir og verða þeir allir yfirheyrðir í dag. Þeir eru á þrítugsaldri en sá yngsti nítján ára.

Fimmtán ára piltur var staðinn að akstri í Vogunum í nótt. Með honum var sautján ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn.

Bíll valt við Garðveg á Suðurnesjum um átta leytið í morgun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl en hann er grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé í Grindavík. Þau höfðu kveikt í bálkesti sem búið var að koma þar upp. Tuttugu og eins árs karlmaður var handtekinn fyrir að skvetta eldfimum vökva á bálköstinn. Samkoma við Sólarvé er orðin árleg hefð frá því árið 2000 að sögn lögreglu en þar er eldstæði til þess að kveikja varðeld.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband