Leita í fréttum mbl.is

Fylgi ríkisstjórnarflokkana eykst!

296476_258_preview.jpg

Þetta er nú það sem vekur meiri athygli í þessari könnun.

Eins vekur athygli að þeir eru helst á móti ríkisábyrgð sem segjast ekki hafa kynnt sér samningana. En um 40% segjast ekki hafa kynnt sér icesave samningana. Og þeir sem hafa kynnt sér málið vel voru frekar jákvæðari gagnvart ríkisábyrgð.

Og eins kemur fram í þessari könnun að meirihluti taldi að hagur okkar hefði verið verri ef við hefðum ekki samþykkt ábyrgð á icesave

En sem sagt framsókn er að dala í fylgi en furðulegt að 28,8% vilja aftur fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst.

 


mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Sæll Magnús nú kemur í ljós að 63% aðspurðra sögðust vera andvígir ríkisábyrgð vegna Icesave en 24% prósent hlynnt. Sem lýðærðissinni telur þú þá að Ólafur Ragnar eigi að neita að skirfa undir lög um ríkisábyrgð? Telur þú það rétt af ríkisstjórninni að fara gegn vilja þjóðarinnar í þessu stóra máli?

Sigurður Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég tel að hann skrifi undir. M.a. vegna þess að Vg, Samfylking og Vg eru á þeirri skoðun að hann eigi að gera það. Það eru yfir 70% af öllum þingmönnum. Enda er líka hægt að segja Sigurður að þó að meirihluti sé á móti þessum samningi þá held ég ekki eins stór hluti sem vill fara aðrar leiðir sbr. :

Meirihluti Íslendinga eða 62% telur að það
hefði slæm áhrif á þjóðarhag ef Alþingi
samþykkti ekki samninginn. Liðlega 26%
telja að það hefði hvorki góð né slæm áhrif
á þjóðarhag ef Alþingi samþykkti ekki
samninginn en einungis 12% að það hefði
góð áhrif á þjóðarhag. Konur telja fremur
en karlar að það myndi hafa slæm áhrif á
þjóðarhag hafnaði Alþingi samningnum.

Og varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá er vert að benda á að fáir hafa kynnt sér málið og því fara þau varla eftir öðru en því sem missvitrir "sérfræðingar" og "álitsgjafar" hafa blásið út í fjölmiðlum:

Þegar landsmenn voru spurðir að því hversu
vel eða illa þeir hefðu kynnt sér samninginn
sögðust 27% hafa kynnt sér hann vel.
Nokkru fleiri eða 42% sögðust hafa kynnt
sér hann illa og 31% sögðust hvorki hafa
kynnt sér hann vel né illa. Þeir sem höfðu
kynnt sér samninginn vel voru líklegri en
þeir sem höfðu kynnt sér hann illa til að
vera hlynntir ríkisábyrgð vegna Icesave.

(úr niðurstöður Þjóðarpúls Gallups)

Og ég held að Ólafur átti sig á að það væri alveg jafn miklar deilur hér eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.  Og eins vegna þess að enn er deilt um fyrra skiptið sem hann neitaði að skrifa undir. 

Svo bendi ég á að enn er ekki ljóst hvort að þessi samningur taki gildi þar sem að Bretar og Hollendingar hafa ekki enn tjáð sig um hann. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.9.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús var það ekki Samfylkingin sem lagði fram tillögu á Alþingi um framkvæmd á þjóðaratkvæðagreiðslu. Á það aðeins við um skoðun þjóðarinnar á kattahaldi?

Sigurður Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 23:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ekki er Clemens Bomscdorf,fréttaritari þýska blaðsins Die Zeit,einn af þeim misvitru?          Í færslu þinni segir þú:  Þar sem fáir hafa kynnt sér málið og fara þá varla eftir öðru en því sem misvitrir "sérfræðingar" og "álitsgjafar" hafa blásið út í fjölniðlum. Hvorir eru fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum? Þeir sem eru á móti og  hafa ekki sama aðgang að áhrifamesta fjölmiðlunum,eða þeir sem eru að þröngva þessum samningum upp á þjóðina?   Kveð að sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2009 kl. 01:46

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Leiðrétti;  M varð að N   fjölmiðlum,ekki fjölniðlum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2009 kl. 02:06

6 identicon

Magnús ég held það sé alveg þveröfuggt.  Þeir sem  eru með samningnum hafa fengið töluvert meiri umfjöllun í ölum fjölmiðlum og gæti ekki bara verið að þeim hafi tekist að heilaþvo þig eins og "hina vitleysingana" sem þú treystir greinilega ekki.

Óli Grís er ekki minn forseti og ef hann samþykkir þetta frumvarp sem eins og þú bendir réttilega á að flokksbræður hans vilja gera að þá hefur hann endanlega svikið þjóð sína.

Það kemur nefnilega alltaf ennþá betur og betur í ljós hverra hagsmuna þessi blessaði forseti gætir.  Jújú bestu vina sinna!   Það er bara verst að þeir bestu vinir skulu ekki vera þjóðin.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 09:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessar niðurstöður um fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 29. júlí til 26. ágúst, skv. smáa letrinu undir vefsíðu Capacent Gallup. Hún endar sem sagt tveimur dögum áður en stjórnarflokkarnir keyra Icesave-málið í gegn á Alþingi gegn mikillli andstöðu þjóðarinnar. Það eru til nýrri kannanir en þessi (þótt þessi hafi vissulega verið víðtækari, með 4.745 manna úrtaki, en svarhlutfall raunar aðeins 57,4%), kannanir sem sýna meira fylgistap vinstri stjórnarinnar. Hrósið ekki sigri, vinstri menn!

Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband