Þriðjudagur, 26. desember 2006
Kemst einhvern tíma friður á í Palestínu.
Mér varð litið í gær á sjónvarpsstöðina Omega þar sem var viðræðuþáttur þar sem m.a. sátu Guðmundur guðfræðingur og starfsmaður Omega sem og Ólafur sem hefur verið aðaltalsmaður Ísraels þarna á Omega og skrifar inn á www.zion.is . Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um það sem eru að bera á borð fyrir okkur.
Þessir menn bera alltaf saman árásir skæruliðshópa innan Palestínu við aðgerðir Ísraels hers sem er eins sá fullkomnasti í heimi á meðan Palestínumenn eru með að mestu heima tilbúnin vopn. Þeim finnst þessar kúgunaraðgerðir sem Ísraelsmenn beita bara allt í lagi. Þeir leggja lítið út af því að það er eðli þjóða/fólks/einstaklinga sem troðið er á, að bregðast við meða öfgafullum hætti. Nægir að benda á andspyrnuhreyfingar í Evrópu í Seinni heimstyrjöld, eins að er hægt að horfa til Vietnam. Og þannig er hægt að horfa víðar. Ísraelsmenn eru búnir að hertaka tæp 50% af því landssvæði sem SÞ ætlaði Palestínumönnum þegar Ísraelsríki var stofnað. Þeir hafa um áraraðir borgað sérstaklega fólki fyrir að koma sér fyrir á herteknusvæðunum til að geta eignað sér þau og eins til að ögra Palestínumönnum. Nú eru þeir að búa til gettó í Palestínu með múrnum sem þeir eru að reisa þvers og kruss um alla Palestínu. Þeir kannski styðjast við múrana sem voru reistir í kringum Gyðingabyggðir í Varsjá og fleiri stöðum.
Það væri nú góð jólagjöf til heimsbyggðarinnar að það væri einhver alvara bakvið nýjar samningaumleitanir nú. Að lokum skammtur um svipað mál af www.jonas.is
26.12.2006
Ísrael og Betlehem
Jólin í Betlehem voru með daufasta móti að þessu sinni, enda voru ferðamenn fáir. Grimmd Ísraela hegnir kristnum Palestínumönnum eins og múslimum. Fyrri jól var straumur af rútum frá Jerúsalem til Betlehem, en nú er risinn Ísraelsmúrinn mikli, sem þræðir í krókum yfir vegi og akra Palestínumanna. Múrinn nær næstum umhverfis Betlehem og hefur gert kristnum pílagrímum nánast ókleift að komast til borgarinnar helgu. Við skulum muna eftir, að sjónvarpsstöðin Omega og ofstækissöfnuðir á Íslandi styðja grimmd Ísraela í von um atómstríð og heimsenda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 969609
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hvort sem að notuð eru nýtísku hergögn eða úrelt rússnesk handvopn að þá deyr saklaust fólk. Er það ekki það sem að Ólafur á Omega er að benda á? Ég hef fylgst aðeins með þessum þætti hjá honum og ég get ekki séð að hann sé að draga taum annars frekar en hins. Enda hefur hann margtekið það fram sjálfur.
Enda er það þannig samkvæmt því sem hann trúir að hver og einn verði dæmdur eftir ORÐUM sínum og verkum í hinu næsta lífi, iðrist hann ekki þess slæma sem hann hefur gert í þessu.
Kv. Guðmundur.
Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 23:30
Af www.zion.is
Fatah og Hamas í vanda.
Fyrir nokkru bárust þær fregnir að Al Fatah Hreyfinginn og Hryðjuverkasamtökin Hamas myndu sameinast í eina stjórn, með þá von að fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu ásamt aðstoð frá öðrum löndum, sbr. Ísrael gæti orðið að veruleika. (þeir vilja gjarnan þiggja peningana þeirra)... Vandamálið er að Hamas-samtökin vilja ekki viðurkenna tilverurétt Ísrael-ríkis. Oft hefur lent í hörðu milli þessara fylkinga, jafnvel drepið hvorn annan. Nýjustu fréttir herma að þúsundir stuðningsmanna Al-Fatah, þeirra meðal hundruð vopnaðra manna gengið mótmælagöngu í Gaza-borg nýlega. Ég held að fjöldi fólks sé farin að sjá grimmd og hefndir harðlínumanna múslíma (Íslamista). Það verður erfitt fyrir Ísrael að semja frið við þá sem hafa það á stefnuskrá sinni að drepa og útrýma þeim af landakortinu.
Árásir múslíma á kristnar kirkjur á framhaldi af ræðu Páfa, sína að efni ræðu hans eru réttar.
Í Islam gildir hatur og hefnd, árásir og morð.
Kristið trúboð og kirkjur eru sannarlega ekki velkomnar í mörgum múslímskum löndum. Oft er það dauðadómur fyrir múslíma að taka kristna trú. Hinir kristnu þurfa að vakna, áður en það verður of seint, sbr.Norðurlönd og víða í Evrópu.
Það eru 220.000 þúsund múslímar"
Hægt að finna fullt af svona málfluttningi hjá honum bæði í þáttunum og á zion.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 00:48
Óttaleg gífurmæli eru það hjá þér, Magnús, að segja í lok sjálfs pistils þíns þarna fyrir ofan: "sjónvarpsstöðin Omega og ofstækissöfnuðir á Íslandi styðja grimmd Ísraela í von um atómstríð og heimsenda." -- Hvaða Íslendingur heldurðu að óski eftir atómstríð?!! Þarna fullyrtirðu meira en þú getir staðfest með neinum gögnum. Og það styður örugglega enginn alvörukristinn maður grimmd af einu né neinu tagi. Mér finnst þú mættir hafa svolítinn hemil á yfirlýsingagleðinni og undirbyggja betur pistilskrif um þetta efni með rannsóknum.
Jón Valur Jensson, 27.12.2006 kl. 03:44
Jón Valur þetta var tilvitnun í Jónas Kristjánsson af síðunni www.jons.is . Ég stalst til að nota tilvitnun í hann. Þar sem að þó ég sé algjörlega trúlaus þá kýki ég stundum inn á omega. Og Eiríkur og Guðmundur boða það stöðugt að heimsendir sé í námd og þá muni Ísrael lifa af og allir þeir sem Guð hefur valið. Mér persónulega finnst Ísrael ekki haga sér Guði samkvæmt ef miðað er við sögusafnið sem er í Biblíunni. Því sér ekki afhverju þetta á að vera sú þjóð sem á að komsast af. Varðandi Heimsendi þá eru nú varla lýkur á því að hann geti orðið öðruvísi en með Kjarnorku ef að hann á eins og menn segja á Omega og víðar að vera í nánd.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 11:08
vá þú ert ennþá að lepja upp lygina í málflutningi þínum og hefur greinilega ekki kynnt þér neitt. Heimatilbúinn vopna ertu gaga í heddaranum AK47-RPG-C$-Dýnamít-M16-handsprengjur-Galil-etc er ekki heimasmíðað. Flestir skæruliðarnir eru þrautþjálfaðir og með nýtískuvopn. Eftir að ísrael gaf eftir Gaza hafa vopn flætt þar inn afhverju????????????? hvað þarf að berjast frá Gaza
það er búið að vera friður í 2 mánuði en allan tímann hefur Kazamm ringt frá Gaza þrátt fyirir loforð um annað
þú verður að fara að skoða hina hliðina á teningnum og sjá að palestínumenn eru ekki saklausir þeir eru meira að segja langt frá því að predika það sem þeir boða skoðaðu það og kíktu á bloggið hjá Snorra hvala.blog.is
ekki vitna í Jónas hann er ógeðsleg mannvera uppfull af hroka og mannfyrirlitningu og hefur í mörg ár sá fræjum haturs gegn Ísrael, USA og fullt af öðrum.......................
farðu nú að kynna þér þessi mál ekii vera eins og allir hinir uppfullir af skoðunum annara
ehud (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 12:29
Var að bíða eftir að sjá þig skrifa ehud. Þú verður að afsaka ég hef ekki heyrt um að skæruliðarnir hafi verið að nota nýtískuvopn. Nema kannski rifla. Enda hefur Ísrael séð til þess að lítið er af því hjá Palestínu. Veit að eldflaugar sem skotið er á Ísrael eru heimasmíðaðar. Get ekki séð hversvegna að fréttir sem við höfum frá þessum svæðum eru allt lygar. Fréttirnar sem við höfum eru frá fréttastofum frá Bandaríkjunum og Evrópu sem varla eru sérstakir andstæðingar Ísrael. Finnst það ekki fallegt að úthúða manni eins og Jónasi þó hann hafi aðra skoðun en þú og setji málið kannski harkalega fram. Hann er mjög víðlesinn og veit sínu viti. Hann tekur harkalega til orða en það breytist ekkert til batnaðar ef menn hvísla bara.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 12:42
Svo verð ég, Magnús, að benda þér á þá staðreynd, að andspyrnuhreyfingar í Evrópu í Seinni heimstyrjöld létu sig aldrei dreyma um að gera sprengjuárásir á óbreytta borgara í Þýzkalandi. Þeir vissu, við hve ógnargrimman andstæðing þar var við að etja, andstæðing sem hefði í hefndarskyni strádrepið óbreytta borgara í löndum andspyrnumannanna í hundraðfalt meiri mæli en þessum síðarnefndu hefði tekizt að drepa með slíkri baráttuaðferð. Dæmi: fjöldamorð nazista á saklausu fólki í tékkneska þorpinu til að "hefna" fyrir drápið á Heydrich. En nú beita öfgasamtök slíkum fjöldadrápum á óbreyttum borgurum, bæði í Alsír (á annað hundrað þúsund manns), Ísrael og Írak (og þar áður í N-Írlandi). Þetta er að færa "andspyrnuhreyfingu" á nýtt og áður nánast óþekkt stig, gersamlega andstætt öllum reglum um siðferði stríðs og vopnaðra átaka. Reyndu ekki að verja það né réttlæta.
Jón Valur Jensson, 27.12.2006 kl. 12:52
Það sem ég var kannski helst að benda á var að ef þú ætlar með vopnavaldi að kúga heilu þjóðirnar þá verða alltaf hópar sem snúast til varnar. Og nú á síðust árum hafa aðferðirnar þróast út í svona voðaverk. Það að kúga aðrar þjóðir eða þjóðarbrot leiðir til þess að hópar myndast sem grípa til andspyrnu.
Þeir nota það síðan sér til réttlætingar að t.d. Ísrael er ekki að hika of mikið við að sprengja hús og bíla þar sem þeir halda að Hamasliðar séu þó að þeir geri sér grein fyrir að að sprengjan drepi líka kannski 10 -20 almenna borgara. Bandaríkin höfðu ekki miklar áhyggjur af því í árásunum á Írak. Þannig að maður spyr sig stundum um hverjir séu hriðjuvekamenn. En allt um það þá er ég aðallega að velta fyrir mér hvernig megi koma á firði. Sagði ekki Jesú í garðinum forðum þegar að Júdas kyssti hann og einhverjir postulanir ætluðu að bregða sverðum að þeir sem beiti sverði verði vegnir með sverði eða eitthvað á þá leið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 13:03
þvert á móti eftir Oslóar samninginn fóru ísraelar og palestínumenn í samstarf ´´i því að sjá um öryggiseftirlit á Vbakkanum og Gaza. Það gekk mjög vel til að byrja með og var IDF mjög ánægðir með palestínumennina. Samkvæmt þeim samningi áttu PLO að afvopna skæruliða og knésetja þá, og viti menn Ísraelar sköffuðu þeim vopn til að nýtískuvæða sveitirnar þeirra.
Arafat fékk sendingu frá Írönum Karim A þar sem IDF réðist á skipið og hertók það fullt af nýtískuvopnum
ehud (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 14:01
Heldur þú að það hafi verð Íranar að beiðni Palestinu að senda vopn eða var það Íran að beini skæruliða? Hvað fengu PLO langan tíma til að afvopna skæruliðana. Og héldu Ísraelsmenn að það væri bara nokkra daga verk? Ekki gengur það vel í Írak þar sem um 140.000 bandaríkjamenn ásamt fleirum eru að reyna það þar?
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.