Leita í fréttum mbl.is

Það verður aldrei fundin lausn sem allir verða sáttir við!

Það er nokkuð ljóst að það er engin lausn til sem allir verða sáttir við. Þessi hugmynd Skúla Thoroddsen hefur það fram yfir aðrar að hún hefur verið framkvæmd hér áður. Bjarni Harðar og Lýðveldisflokkurinn töluðu jú fyrir henni fyrir kosningar og kölluðu Kreppusjóð. Þessi hugmynd var framkvæmd hér í einhverju mæli í kreppunni 1930. Hún byggðist á því að þegar fólk komst í þrot við greiðslu á íbúðarhúsnæði sínu var það yfirtekið af þessum sjóð. Sem síðan leigði fólki húsnæðið áfram með möguleikum á að það gæti keypt húsnæðið aftur þegar betur áraði. Og vissulega má skoða þetta betur.

Það hefur frá hruni öllum átt að vera það ljóst og allir hafa talað um það að sumum heimilum verður ekki bjargað! Það er ákveðin hópur sem var fyrir hrun búin að skuldsetja sig langt yfir 100% af verðmæti eigna sinna. Fólk sem notaði alla lánamöguleika sem buðust til í raun að halda uppi neyslu sem var ekki í neinu samræmi við tekjur sínar. Fólk sem hefði verið komið eða komast í vandræði nú þrátt fyrir að ekkert hrun hefði orðið. T.d. má nefna:

  • Þegar fólk var að endurnýja lán á sama íbúðarhúsnæði og hækkaði lánin stöðugt eftir því sem virði íbúðar hækkað.
  • Fólk sem var sífellt að hækka yfirdráttinn oft upp í milljónir
  • Fólk sem var að kaupa sér ofan á há íbúðarlán, rándýra bíla á 100% lánum. Sem það hafði í raun ekkert bolmagn til að standa undir.

Þetta er fólk sem gat haldið uppi háum lífstandard á meðan að það smátt og smátt fullnýtti alla lánamöguleika og hefði innan skamms tíma komist í vandræði án þess að nokkuð hefði breyst hér. Þetta hefur jú alltaf viðgengst hér á landi í nokkru mæli. Það er ekki eins og hér hafi ekki verið nauðungaruppboð áður.

Þetta er hópur sem verður ekki bjargað með góðu móti.

Svo eru aðrir sem létu gabbast af tímabundinni velgengni vina og nágrana af gengistryggðum lánum. Það voru allir að heyra sögur af einhverjum sem voru að greiða lágar greiðslur af lánum sem lækkuðu með styrkingu krónunnar og um leið sem verð íbúða hækkaði þannig að lánin voru strax að lækka sem hlutfall af verðgildi eignarinnar. Þannig að hópur af fólki fór að taka gengistryggð lán og greiða upp verðtryggðu lánin og hækka lánin til að gera eins og hinir.  Og til að kaupa flott hjólhýsi og annaði til að vera eins flott og Jón við hliðina á þeim. Þetta hefur jú verið ríkjandi hér á landi um áratugi lífsgæðakapphlaupið.

En stórhópur gerði líka ekkert vitlaust. Þau þurftu þak yfir höfuðið áttu fyrir hluta kaupverðs og tóku lán eftir ráðleggingum bankana. Og það fólk er það sem virkilega maður hefur samúð með. Og það fólk verður sennilega það sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma til með að snúa að sérstaklega.

Og til að fjármagna þetta væru hugmyndir eins og innsköttun á lífeyrisgreiðslum tímabundið dugað fyrir kostnaði sem þessu mundi fylgja.

Skuldir fyrirtækja eru við bankana og þar verða þessir aðilar að semja sín á milli. Ríkið á ekki að koma að því.

Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Það verður að forgangsraða. En svo má finna leiðir til að gera öðrum mögulegt að vinna sig út úr þessum vandræðum. Og þá geta hugmyndir eins og fasteignafélög sem eignast húsnæði fólk sem ekki ræður við það lengur og leigir þeim áfram með kauprétti síðar, lög  um að lánastofnanir geti ekki gengið nær fólki en að ganga að veði fyrir skuldinni og svoleiðis lausnir komið til.

Aðgerðir sem kæmu til með að kost mörg hundruð milljarða kæmu bara í bakið á okkur í því að hér þyrfti að draga enn meira saman og hækka skatta og þjónustugjöld enn meira og þá yrðu enn fleiri í vandræðum þar sem ráðstöfunartekjur allra mundu dragast saman og þjónustu hækka og því hefðum við ekki öll efni á að nýta t.d. heilbrigðisþjónustu.

En stór þáttur í endurskipulagningu mál hér á landi er náttúrulega  að koma hér upp nýjum gjaldmiðli. Og manni finnst að hér séu aðstæður með því líkum ósköpum að við eins og Svartfellingar og Króatía ættum að hafa sömu rök fyrir að taka upp Evru einhliða, eins og Króatía og Svartfellingar. Og mér skylst að undirbúningur og framkvæmd þess eigi ekki að taka nema 2 vikur. Og sjálf skiptin taka eina helgi. Við það mundu allar áætlanir okkar, heimila, fyrirtækja, vextir og þróuna að verða stærðir sem hægt væri að reiða sig á.


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það er nefnilega málið. Á að fella niður skuldir á þá sem tóku mestu lánin og keyptu mest og greiða þannig niður neyslu þeirra en gera síðan ekkert fyrir þá sem fóru varlega ?

Þá er verið að senda okkur þau skilaboð að ráðdeild borgi sig ekki.

Besta leiðin hlýtur að vera að leiðrétta vísitöluna og láta eitt yfir alla ganga.

Brattur, 6.9.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband