Leita í fréttum mbl.is

Það er auðsjáanlega mikið mál að fá að stækka álverið í Straumsvík

Það er nú alveg á mörkunum þegar fyrirtæki fer að færa bæjarbúum í Hafnarfirði svona gjafir rétt áður en kosið verður um álverið. Hefði kannski verið réttara hjá þeim að beina þessum peningum til góðgerðarmála eða t.d. færa öllum Sambýlum fatlaðra heitan pott. Eða kaupa nokkra bíla fyrir þau.

Þetta minnir nokkuð á smsið frá Dominos á Jólunum

Frétt af mbl.is

  Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði
Innlent | mbl.is | 27.12.2006 | 17:06
Álver Alcan í Straumsvík Alcan á Íslandi hefur sent öllum hafnfirskum heimilum geisladisk með tónleikum Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í haust. Segir á heimasíðu Alcan, að í bréfi, sem fylgi disknum sé einnig greint frá þeirri ætlun fyrirtækisins, að kynna með margvíslegum hætti á næstu misserum starfsemi sína fyrir bæjarbúum og gefa fólki þannig tækifæri til að mynda sér skoðun á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík, sem væntanlega verði kosið um með einhverjum hætti á næstunni.


mbl.is Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Uss.... Mér finnst vera lykt af þessu, Magnús! Bölvuð skítalykt....

Sveinn Hjörtur , 27.12.2006 kl. 18:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já finnst þetta ekki velheppnað hjá þeim. Hefði þetta verið hefð hjá þeim þá væri þetta skárra. En að þetta er er aðeins í áttina að kaupa fólk til fylgis við sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 18:23

3 identicon

Mér finnst þetta bara allt í lagi og huggulegt hjá ALCAN. Hvaða heilvitamanni dettur það virkilega í hug að afstaðan um stækkun álversins mótist af einum geisladisk? Þið gerið alltof lítið ur greind almennings. Það verða allt aðrar forsendur sem móta viðhorf almennings um stækkunina en geisladiskagjöfin, sumir eru á móti af umhverfisástæðum, sumir eru með af atvinnuástæðum. Takk fyrir geisladdiskinn ALCAN, mér finnst þetta mjög hugguleg jóla- og áramóta og 40 ára afmæliskveðja.

Guðm.R. Ingvason (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 21:01

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er bara fínt að þú ert ánægður. Samt eru þetta að mínu mati skoðanamyndandi aðgerðir. Eiga að segja "sjáið þið hvað við erum góð við ykkur" Hægt að setja dæmið þannig upp hvað hefði fólki fundist ef að Alcan hefði sent öllum Hafnfirðingum 3000 kr. Eða að flokkarnir færu að senda kjósendum peninga fyrir kosningar. Finnst þetta ekki rétt. Hefði frekar verið sáttari við þetta eftir svona 2 ár eða  fyrir2 árum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2006 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband