Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason ekki hrifinn af nýjum Lögreglustjóra

Ekki beint að Eglill Helgason sé að hrósa nýjum lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðissins. Takið sérstaklega eftir þeim köflum sem ég hef breytt letri á.

Það er eins gott að vera ekki að mótmæla hér á næstunni, það gæti verið tekið hart á manni.

 Af Silfri Egils

Maður man aðallega eftir Stefáni sem aðalgaurnum í Falun Gong málinu hérna um árið. Þá fannst manni hann fara langt út fyrir verksvið sitt - eins og honum þætti sérstaklega mikið varið í að djöflast í þessum söfnuði, stofna fangabúðir og passa kínverska einræðisherra. Eða kannski var Stefán bara fall guy í málinu, sá sem þurfti að taka skellinn vegna þess að ráðherra hans var annars staðar. En vinsæll getur Stefán varla talist eftir þessa atburði.

En altént hefur Stefán komið sér svo vel í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum að hann fær þetta háa embætti þrátt fyrir ungan aldur og þrátt fyrir að hafa ekki starfað í lögreglunni. Samkvæmt Vef-Þjóðviljanum er þetta skoðun Stefáns á mótmælum - hún hefur greinilega ekki breyst mikið síðan á tíma Falun Gong látanna:

"Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt við skipulagningu löggæslu, eða mat á því hvort stöðva eigi ólögmæta háttsemi, að horfa til þess í hvaða tilgangi tiltekið lögbrot er framið og miða ákvörðun um að stöðva hið ólögmæta ástand við það. Lögreglan getur ekki og má ekki bregðast öðruvísi við rúðubroti, skemmdarverki, frelsissviptingu eða annarri ólögmætri háttsemi eftir því hvort tilgangurinn er að mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka, ákvörðunum Alþjóðabankans eða einhver önnur ótilgreind skemmdarfýsn. Ef opnað er fyrir slík sveigjanleg viðbrögð eftir því hver tilgangurinn að baki lögbroti er, þá fyrst erum við farin að nálgast atriði sem vega að rótum þess lýðræðisskipulags sem við viljum og eigum að varðveita."

Nú er ég ekkert sérlega vel að mér um löggæslu, en held að sé mikilvægt að yfirmenn í lögreglunni séu vitrir, þolinmóðir og umburðarlyndir - gott er líka ef þeir hafa reynslu af mannlegum samskiptum og breyskleika og njóta virðingar samborgaranna. Voru virkilega engir innan lögreglunnar sem hægt var að setja í þetta djobb?

Svo mörg voru þau orð hjá Agli.


mbl.is Tíu ökumenn teknir ölvaðir í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband