Leita í fréttum mbl.is

Er ekki alveg að ná þessum nýju hugmyndum varaðandi leiðréttingu lána!

Vara að hlusta á hlusta á Spegilinn á ruv áðan og viðtal við Benedikt Sigurðarson, framskvæmdarstjóra Búseta þar sem hann skýrði nýjar tillögu frá Félag Fasteignasala, Hagsmunasamtök heimilanna, Húseigendafélagið, Húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Norðurlandi, talsmaður neytenda og Lögmenn Laugardal.

Þar talaði hann um að leiðrétta verðtryggingu allra húsnæðislána til þess sem hún var í byrjun árs 2008. Hann telur að það sé almennt svona um 26 til 30% leiðrétting og með einhverjum hámörkum gæti það kostað um 280 milljarða. En snilldin við þessa hugmynd telja þeir að sé að ríkið gefi út skuldabréf með afborgunum næstu allt að 40 árum eða eins lengi og lánin voru. Nokkrir punktar sem ég er ekki að ná:

  • Hann talaði að ríkið mundi síðan innheimta með sköttum fyrir þessum lánum. Hann gerir sér vonandi grein fyrir að miðað við stöðuna í dag þá mundi þetta þýða t.d. að tekjuskattur yrði að vera 2 til 3% hærri bara út af þessu næstu 40 árin. Er það efnilegt að skila því til næstu kynslóða.
  • Í greinargerð varðandi kall þeirra eftir leiðréttingum á lánum segja þessir aðilar enn að íbúðareigendum hafi verið mismunað á kostnað fjármagnseigenda. En það vita það allir að nær öll þjóðin átti fé með einum eða öðrum hætti í bönkum á reikningum eða peningamarkaðssjóðum. Bæði sem einstaklingar og í gegnum lífeyrissjóði. Og því finnst manni þessi rök út í hött. Meðal stærstu fjármagnseigenda voru eldra fólk sem er nú flest ekki velhaldið varðandi ellilífeyrir og tekjur. Skil ekki hvað er alltaf verið að stilla þeim upp eins og andstæðingum sem fái allt á kostanað íbúðareigenda og skuldara. Bendi líka á að margir íbúðarskuldarar áttu líka innistæður og líklega flestir.
  • Þá væri líka rétt að þetta fólk skoðaði að hér er verið að loka fjárlagagati upp á 200 milljarða á næstu árum. Halda þeir virkilega að þetta hjálpi til.
  • Eins væri kannski rétt hjá þeim að reikna út hvað það þýðir ef að skattar hér hækka um 3 til 5% tekjuskattur og neysluskattur líka. Sem og að þjónustugjöld gætu hækkað sem og að fækkað verður opinberum starfsmönnum, dregið úr þjónustu og fleira. Halda menn að það verði ekki meiri líkur á að ungt fólk með engar skuldbindingar ákveðið að framtíð þeirra sé betur borgið í löndum þar sem eru betri lífsskilyrði til framtíðar.

 Held að þessir menn þurfi líka að horfa til þess að hér er fullt af ungu fólk sem ekki hefur steypt sér í skuldir. En ef að skattar, menntun og niðurskurður hér verður til þess að lífskilyrði hér í framtíðinni verða verri en í löndunum í kring um okkur þá stofna þau ekki heimili hér.

Þetta gleymist oft í umræðunni. Og meintur fólksflótti sem allir eru að spá er er ekki gríðalegur, er ekki kannski mikil lausn því skuldir fólks fara ekki og skv. því sem ég heyrði þarf fólk að leita til landa eins og Bretlands til að gjaldþort ellti þau ekki.

En það er engin að tala um að fólki verði ekki hjálpað! Og það er ljóst að aðgerðir hingað til hafa ekki verið til mikils en fólk verður líka að vera raunsætt. t.d. mundi 20 eða 30% leiðrétting ekki hjálpa fólki með gegnistryggð lán mikið. Og eins að meðan að verðtrygging er við líði mundu leiðrétt lán halda áfram að hækka umfram eignir aftur þar sem að eignir hér voru orðnar í mörgum tilfellum allt of dýrar. Og verðbólga mundi því halda áfram að hækka lánin aftur. Og hvað þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband