Leita í fréttum mbl.is

Alveg eru Íslendingar furðulegir!

Það er ótrúlegt að fólk hefur látið heilaþvo sig með því að tengja aðildarviðræður við ESB og Icesave saman. Sem er í besta falli furðulegt. Það voru að vísu 2 þjóðir sem eru innan ESB sem við erum að semja við en menn alveg búnir að gleyma því að það voru aðrar þjóðir innan ESB sem komu deilunni í farveg þannig að hægt væri að semja um t.d. að opna leiðir fyrir okkur varðandi gjaldeyrisflutning milli okkar og umheimsins sl. haust þegar hér vara allt að stöðvast.

Einnig væri nú gott að velta því fyrir sér ef menn hafa rétt fyrir sér með það að ESB hafi beitt sér fyrir hönd Hollands og Bretlands, hefðum við ekki viljað hafa stuðning frá svo voldugu ríkjasambandi til að standa með okkar málstað?

Síðan koma svona gáfulegar athugasemdir eins og frá Ögmundi nú í dag þar sem hann segir:

En á endanum held ég að þetta sé spurningin um það að Íslendingar vilja horfa mun víðar en til Evrópu einnar hvað varðar erlend samskipti á komandi árum. (www.dv.is )

Og hvaða markaðir eru það Ögmundur? Hvaða þjóðir aðrar heldur hann að séu tilbúnar að greiða sama verð t.d. fyrir fiskinn eins og Evrópuþjóðir? Er hann líka búinn að gleyma því að ESB er með viðskiptasamninga við nær öll markaðssvæði í heiminum? Heldur hann t.d. að ESB ríki séu ekki að selja og fjárfesta t.d. í USA?

En ef ég þekki Íslendinga rétt þá sveiflast fylgið aftur til baka þegar að að samningaviðræður byrja við ESB og t.d. þessi aðstoð sem Ole Rehn ræddi um í síðustu viku sem og þegar fólk sér að krónan byrjar að sveiflast aftur upp og niður. Og vöruverð að hækka enn meira. Sem og þegar að næstu stórframkvæmdir fara að skila næstu verðbólgubylgju hér.


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli við gætum ekki selt fiskinn okkar til nákvæmlega sömu landa og t.d. Norðmenn gera Magnús? Þeim hefur nú t.d. gengið ágætlega að selja sín 700 þús tonn af laxi um allan heim, ekki bara til ESB landanna. Íslendingar hafa aldrei átt í neinum vandræðum með að finna markaði fyrir sínar afurðir. Það er mikill misskilningur. Hafðu engar áhyggjur af því kúturinn.

Þú heldur að fylgið við ESB aðild aukist þegar aðildarviðræður hefjist, hvað hefur þú eiginlega fyrir þér í því? Núna er Össur búinn að lofa upp í skeggið á sér alls kyns styrkjum frá ESB, alls kyns snillingar frá sambandinu búnir að koma hingað með lobbýisma um að Íslendingar eigi að ganga í ESB. Samfylking hefur sent Vinstri Græna ofan í kjallara í allir þessari ESB umræðu og engin mótrök heyrst frá þeim, nema kallinum Jóni Bjarna. Hin hafa bara þagað.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru 50% fleiri á móti aðild en fylgjandi af þeim sem tóku afstöðu. Munurinn hefur yfirleitt alltaf verið töluverður gegn aðild, en þessi gríðarlegi munur toppar nú held ég flestar kannanir.

Svona í lokin, þá held ég að fólk tengi Icesave klúður ríkisstjórnarinnar, sem gerði okkur 400 milljörðum fátækari, og svo þessum ESB viðræðum á þann hátt, að fólki þykir það skrýtið að ríkisstjórnin ætli sér að svara 2500 erfiðum spurningum á nokkrum vikum. Á sama tíma hefur hún varla komið nokkru einasta stefnumáli í framkvæmd hér heimafyrir. Skútuna rekur hratt að feigðarósi. Skjaldborgin er hrunin, og eina sem samfylking hugsar um er að svara einhverjum spurningalista frá Brussel.

Eru menn eitthvað hiss á að fleiri hundruð manns á hverjum einasta degi snúist gegn ESB aðild meðan ríkisstjórnin hagar sér svona með allt á hælunum?

joi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt ábending varðandi orð Ögmundar.  Þau eru furðuleg og ekki í neinum takti við staðreyndir.  Íslendingar vilja horfa víðar etc. - bara froða hjá manninum.

Afhverju heldur fólk að Ísand hafi gert EFTA samninginn og seinna meir EES samninginn.  Afþví bara kannski ?  Bara uppá djókið ??

Eg segi fyrir mig, að þetta er orðið þreytandi þetta babbl út og suður hjá andstæðingum ESB.  Ekkert vit í þessu hjá þeim.  Hálfgerður barnaskapur og forpokunarháttur.

Eða hvaða plan er Ögmundur með þetta "víðar"  Kína kannski. 

Markaðalega séð verður Evrópa auðvitað langmikilvægast fyrir Ísland. Og þetta snýst ekki bara um fisk.

En þessi könnun - getur auðvitað verið fljótt að breytast og ekki alveg nógu mikil svörun.  Auk þess sem ýmislegt getur spilað þarna inní.  Önnur mál o.s.frv.

Eg hef ekki trú á að 60% íslendinga séu svo skammsýnir.  Held ekki.

Svo erumvið náttúrulega ekkert að fara að kjósa núna. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég tel að 60% Íslendinga séu ekki svo skammsýnir Ómar. Aðrar kannanir hafa einmitt sýnt stuðninginn vera um 60%. Því ættum við að taka þessa könnun með fyrirvara enda svaraði henni einungis um þriðjungur úrtaksins.

Í stuttu máli er ljósi punktur þessar könnunar þó sá að fólk með háskólagráðu styður flest aðild og andstaðan er meiri eftir því sem neðar dregur á menntunarskalanum.

Það er engin tenging á Icesave málinu og inngöngu okkar í ESB. Jafnvel fulltrúar Breta og Hollendinga segja svo ekki vera. Þessi tenging er fyrst og fremst hugarburður einangrunarsinna og á ekkert skylt við raunveruleikann.

Kjartan Jónsson, 16.9.2009 kl. 01:06

4 identicon

Kjartan, af hverju er það eitthver meiri ljós punktur en hið gagnstæða? Týpískt "wanna-be" menntaelítusnobb. Munurinn er ekki sláandi eins og þú lætur vera.

Góðar stundir

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:53

5 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Kjartan, ég vil bara benda þér á að þú ert í svolítilli mótsögn við sjálfan þig.

Þú segir; "Því ættum við að taka þessa könnun með fyrirvara enda svaraði henni einungis um þriðjungur úrtaksins."

Og í næstu setningu segir þú;"Í stuttu máli er ljósi punktur þessar könnunar þó sá að fólk með háskólagráðu styður flest aðild og andstaðan er meiri eftir því sem neðar dregur á menntunarskalanum."

Hvernig er hægt að taka heildarniðurstöðuna með fyrirvara en menntun svarenda er ljós puntktur.

Annað sem ég hef verið að hugsa um er tenging Icesave og ESB, hvernig vitið þið að það er engin tenging á milli? Ég er hvorki með eða á móti ESB vegna þess að eina rökin sem ég hef eru sögusagnir um það hvernig samning aðrar þjóðir hafa gert og þeir eru að mér skilst eins ólíkir og þjóðirnar eru margar.

Kær kveðja, Bjössi Ben

Björn Benedikt Guðnason, 16.9.2009 kl. 08:21

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús, þér finnst Íslendingar almennt vera furðulegir. Þú og fleiri flokksauðir Samfylkingarinnar lögðuð mikla áherslu á að við myndum samþykkja Icesavesamninginn óbreyttan. Það var aðeins fyrir tilverknað nokkra þingmanna og eins ráðherra VG sem hægt var að hafa vit fyrir ykkur. Með sama trúarofsa farið þið með ESB. Svo finnst þér Íslendingar vera furðulegir. Magnús farðu frammúr og líttu í spegil. Ef þér finnst þú vera stórfurðulegur, þarftu ekki gleraugu

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2009 kl. 08:41

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjössi er ekki það sem við viljum fyrir börnin okkar að þau megi lifa við aðstæður þar sem þau lenda ekki í vítahring verðtryggingar og gengisfellingar. Að þau hafi umhverfi þar sem þau geti gert áætlanir til framtiðar og ekki þurfa að upplifa þar það sem þú þekkir að allar áætlanir hrynji á nokkrum vikum vegna þess að að við þessi örþjóð fáum alltaf reglulega mikilmennsku brjálæði sem kemur alltaf reglulega í hausinn á okkur. Því að örhagkerfi mega ekki við neinni ágjöf.

Hef ekki fundið aðra lausn á þessu en að ganga til samstarfs við þessi samtök nærri allra þeirra þjóða sem við erum mest í samstarfi við og komast inn í samstarf þeirra um mynt. Þar með væri sá óvissuþáttur í allri áætlunargerð úr heiminum og misvitrir stjórnmálamenn geta ekki umbylt gegni gjaldmiðils, eða vöxtum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband