Leita í fréttum mbl.is

Þarf að breyta kosningalögum, stjórnarskrá?

Var að lesa grein eftir Svavar Garðarsson í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber heitið: „Hugleiðing um ástundun pólitísks hórdóms" og er þörf hugleiðing um kosningar og það þegar að þingmenn yfirgefa flokkinn sem þeir eru kosnir inn á þing fyrir. Í greininni segir m.a.

Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið.

Síðar í greininni koma svo áhugaverðar spurningar sem vert er að velta fyrir sér:

Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til?

Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins.
Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir?

Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn?

Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans?
Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi?
Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji?
Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá?
Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga?
Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn.

Þetta eru þarfar spurningar. Flestum finnst það með öllu óþolandi þegar við kjósum einhvern flokk og síðan tekur þingmaður upp á að yfirgefa flokkinn á miðju kjörtímabili. Þar sem að þingmenn eru ekki kosnir beint hér á landi heldur sem sem hluti af lista þá er þetta með öllu ólíðandi og verður að breyta. Þessir þingmenn bera skyldu til að starfa fyrir þá sem kusu þá. Hvort sem þeir klúfa sig úr flokknum og starfa einir eða ganga í annann flokk þá hafa þeir í raun ekki lengur nokkuð atkvæði á bak við sig og eru ekki fulltrúar neinna kjósenda.

Greinin í heild er hér og mjög kjarnyrt

Örlítil seinni tíma viðbót til skýringar tekið úr svari mínu hér í athugasemd við þessa grein.

Ýkt dæmi væri t.d. að menn sem sæju að Framsókn kæmi ekki manni á þing byðu sig fram fyrir annan flokk t.d. Frjálslynda og svo þegar þeir kæmust á þing þá klyfu þeir sig úr flokknum og héldu áfram á þingi undir merkjum Framsóknar. Þá væri búið að svindla illilega á kjósendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En þetta er spurning um að ef þú kýst einhvern flokk þar sem þú getur svo ekki valið menn því það þarf svo miklar útstrikanir til að það virki. Þingmaðurinn eða menn ákveða síðan að yfirgefa flokkinn þá er spurningin í umboði hvers eru þeir? Og eins hann spyr hver á þá leysa þá af ef þeir þurfa leyfi eða hætta? Það er að atkvæðin sem greidd voru upprunalega þeim flokki sem þeir buðu sig fram fyrir eru þá dauð.  Ýkt dæmi væri t.d. að menn sem sæju að Framsókn kæmi ekki manni á þing byðu sig fram fyrir annan flokk t.d. frjálslynda og svo þegar þeir kæmust á þing þá klyfu þeir sig úr flokknum og héldu áfram á þingi undir merkjum Framsóknar. Þá væri búið að svindla illilega á kjósendum. Þetta er hlutur sem vert er að hafa í huga því við vitum að framsókn gerir allt til að komast að kjötkötlunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.12.2006 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband