Leita í fréttum mbl.is

Þetta er eina leiðin sem við höfum!

Fólki væri kannski holt að kíkja á fréttaaukann sem var á RUV áðan. Þar sem fjallað er um ástandið í Lettlandi. Þetta er sama staða og var í Finnlandi þegar kreppan skall á þeim upp úr 1990. Svo ætti fólk að bera þetta saman við ástandið hér. Held að þá komi nú stjórnvöld betur út en fólk hefur sagt.

Síðan væri gaman að þeir sem tala um allsherjar niðurfærslur mundu skýra hvernig að ríkið á að ná í hundruð milljarða aukalega í það.

Nú er verið á 3 árum að eyða halla á fjárlögum upp á um 200 milljarða. Ef að við bætum flötum niðurskurður  á íbúðalán við íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðum við hvernig halda menn að skattar yrðu hér þá. Já og niðurskurður og þjónustugjöld!

Og þegar menn tala um að ekki þurfi að hækka skatta því að með því að efla atvinnulífið þá muni auknar tekjur koma til ríkisins ættu kannski að hugsa til þess að fyrirtæki t.d. munu næstu ár nota tap síðasta árs til að sleppa við alla skatta. Og fólk mun nota auknar tekjur til að greiða niður önnur neyslulán eins og yfirdrætti, Visa skuldir og bílalán.

Og við erum ekki farinn að tala um sveitarfélögin enn.

Þetta verður erfitt það áttu allir að vita og það var alltaf ljóst að allir þurftu að taka þetta á sig.

Það á síðan að leggja áherslu að koma í veg fyrir að fólk þurfi að lenda í aðstæðum eins og í Lettlandi þar sem sjúkrahús loka, lækniskostnaður hækkar, skólar loka og fólk verður að leita í súpueldhús jafnvel þau hafi vinnu.

Þetta er dauðans alvara og við höfum ekki efni á því næstu árin að halda uppi sama lífsstandard og var hér fyrir hrun.


mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir að nauðsynlegt, þó erfitt, að horfa á þessa umfjöllun.  Það er náttúrulega "súrealískt" að horfa á svona umfjöllun út frá okkar landi - en þannig er bara staðan núna.  Við þurfum að fara að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru - ekki eins og við vildum að þeir væru.

ASE (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband