Mánudagur, 21. september 2009
Mikil ábyrgð þeirra sem eru að fara í kring um gjaldeysishöftin!
Eftir lestur þessa viðtals við Baldur Pétursson ætti öllum að vera ljóst að það koma fótum undir krónuna er það mikilvægasta sem við getum tekið okkur fyrir hendur. Og á sama tíma erum við sífellt að fá fréttir af m.a. útgerðamönnum sem að í stað þess að koma með gjaldeyrir hingað heim, eru að kaupa ódýrar krónur erlendis og flytja hingað heim. Og þetta viðheldur lágu gengi krónunnar. Nú og svo er að koma í ljós að braskið á þessum útgerðarmönnum eru búnir að koma fiskinum okkar í hættu á að komast í eign erlendra aðila. Sem er jú skrýtið miðað við hvað LÍÚ berst á móti ESB til að útlendingar komist ekki að gjafakvótanum þeirra.
Athyglisvert að skoða það t.d. að ef að krónan mundi styrkjast um 30% mundu heildarskuldir okkar vegna IceSave mundur lækka úr nú um tæplega 800 milljörðum niður í rúmlega 500 milljarðar. Gengisbundin íbúðarlán mundu lækka um 30% þ.e. 30 milljóna lán færi niður í 20 milljónir.
Og þá er nauðsynlegt fyrir fólk að huga að eftirfarandi úr þessu viðtali.
Eini möguleikinn við lausn þessa risavaxna gjaldmiðilsvanda er að auka trúverðugleika krónunnar og styrkja hana að jafnvægisgengi með samstarfi og samningum við Seðlabanka Evrópu og ESB um fjármála- og gjaldmiðilsstöðugleika, sem fyrst, á grunni EES-samningsins og umsóknar um aðild að ESB, eins og stefnt er að, vegna þeirra neyðarstöðu sem hér er. Eftir það mætti minnka eða afnema gjaldeyrishöftin. Í þessu sambandi skiptir afar miklu að Ísland hefur þegar sótt um aðild að ESB.
Og
Starfhæf króna
EINA varanlega lausn gjaldeyrisvandans er samstarf við ESB og Seðlabanka Evrópu, á grunni neyðarréttar innan EES-samningsins og umsóknar um aðild að ESB, til að gera krónuna að starfhæfum gjaldmiðli, sem allra fyrst þar til evra yrði tekin upp, og aflétta höftum á gjaldeyrismarkaði, þar sem kerfisáhætta krónunnar er of mikil, segir Baldur. Styrkja þarf gengi krónunnar um a.m.k. 30% til að ná langtíma jafnvægisgengi, sem einnig væri æskileg staða við skiptingu yfir í evru þegar hún yrði tekin upp innan 2ja til 3ja ára. Sé slíkt mögulegt myndi það lækka erlendar skuldir um 1.000 milljarða og innlendar skuldir einnig eitthvað, vegna lækkunar verðlags.
Hlutfallslega stærsta áfallið
BALDUR segir að þrátt fyrir að stjórnvöld á Íslandi hafi unnið mikið afrek í björgunaraðgerðum á ýmsum sviðum, s.s. að halda bönkum gangandi, umsókn um aðild að ESB og afgreiðslu Icesave við afar erfiðar aðstæður, séu gríðarlega mikilvægar aðgerðir í gjaldmiðlamálum framundan.
Þetta stafar af því að áfallið sem Ísland varð fyrir er hlutfallslega langstærsta gjaldeyris- og fjármálakreppa sem nokkurt land hefur nokkru sinni lent í á friðartímum. Af þessum ástæðum er verið að glíma við vanda af stærðargráðu og flækjustigi sem engin þjóð hefur glímt við áður.
Þetta væri fólki holt að hafa í huga þegar verið er að gagnrýna ríkisstjórnina
Erlendar skuldir 30% of háar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
gjaldeyrishöftin virka ekki til að styrkja gengið. gjaldeyrishöftin kosta okkur hundruð milljarða. gjaldeyrishöftin halda vöxtum háum vegna jöklabréfa eigenda. gjaldeyrishöftin eru veruleikafirra stjórnamálamanna sem eru heiglar.
Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 10:21
Hárrétt hjá Fannari. Blekkingin í sambandi við plat- sterkt gengi krónunnar er ein af heilagri tálþrenningu Jóhönnu: hinar eru að ESB- aðild og Icesave gangi upp. Loksins sjá flestir nema innvígðir S-menn þetta, sem sést í skoðanakönnunum.
Ívar Pálsson, 21.9.2009 kl. 10:37
Ef að gjaldeyrishöftin virkuðu þá myndu þau virka til stuðnings krónunni þar sem að þau kæmu í veg fyrir að gjaldeyri vegna viðskipta við útlönd mundi skila sér hingað heim.
Og þessi hugmyndi er ekki frá Jóhönnu komin heldur m.a. frá sérfræðingum m.a. AGS og var m.a. ákveðin af ráðherrum sjálfstæðisflokksins eftir ráðleggingar frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Baldur tekur undir þetta. Hann hefur nú ögn meiri þekkingu á þessu en við hér á blogginu. M.a. vegna stöðu sinnar sem aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) í London
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2009 kl. 10:50
Auðvitað voru gjaldeyrishöftin sett á til að gengið hryndi ekki niður úr gólfinu.
Ástæða þess að ekki er um styrkingu að ræða er að farið er í kringum þau og útflutningsfyrirtæki, td. líú sjéffar, skipta ekki nema nauðsynlegum parti í krónur og liggja með hitt á gjaldeyrisreikningum. Þ.e. eru í rauninni þegar búnir að skipta yfir í evru. Í rauninni.
Fleira kemur þó inní þetta og málið flókið og á margar hliðar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 10:54
þau virka ekki útaf því að þau eru þarna. útaf því að við þurfum á gríðarlegum höftum á að halda til styrkja gengið þá hefur engin trú á því að gengið sé rétt skráð og telja að það sé miklu minna. hvernig er gengi krónunar skráð á mörkuðum erlendis? það er raungengið. allt annað er lýgi.
AGS þjónar eigendum sínum. hverjir eiga AGS? hvernig hefur farið fyrir löndum sem lent hafa undir stjórn AGS? allt farið á verri veg en var áður en að AGS rétti fram "hjálpar hönd".
þú ert góður í smjörklíppunni Maggi. mér alveg sama þó að það voru sjálfstæðismenn sem tóku þátt í þessu. það gerir þessa vitleysu ekki að einhverju góðu. handstýring á gengi virkar ekki og hefur aldrei virkað. öll lönd sem reyna það tapa á því miklu meir á endan heldur en þau græða á því.
handstýrt gengi sem er skráð of hátt er til þjónusta fjármagns eigendur. vaxtastigið í dag er til þess að þóknast jöklabréfaeigendum. gjaldeyrisvaraforðin er til þess að jöklabréfa eigendur geti komist úr landi með verðmæti sín á eins háu gengi og mögulegt er. reikningurinn mun síðan verða sendur til almennings í þessu landi.
burt með AGS úr landi. þessu stofnun er nútíma nýlendu kúgun og henni fylgir ekkert nema hörmungar og hungursneyð.
Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 12:58
og gengið mun hrynja á endanum niður í sitt rétta gengi. eftir það mun það styrkjast aftur vegna útflutningstekkna. höftin halda okkur endalaust í niðursveiflu á genginu og það mun aldrei styrkjast fyrr en höftin hafa verið afnuminn. nema með handstýringu á kostnað skattborgara til handa fjármagnseigenda.
Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.