Leita í fréttum mbl.is

Ég hélt að Bush væri trúaður maður

Svo fagnar hann þessu.  

Af www.visir.is

Bush Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í nótt að aftaka Saddams væri mikilvægur áfangi á leið Íraks til lýðræðis en aftakan myndi ekki binda enda á ofbeldið í Írak. Margar erfiðar fórnir væru framundan.

Becket, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í yfirlýsingu fagna því að Saddam hefði verið dreginn til ábyrgðar fyrir hluta af mörgum og skelfilegum glæpum sínum.

Í tilkynningu Páfagarðs segir að líflátið sé hörmulegur atburður, eins og aftökur séu alltaf. Hætta á hefndum vofi yfir og kunni að verða kveikja að nýju ofbeldi í Írak.

Hvernig getur aftaka manns verið mikilvægur áfangi í átt að lýðræði?

Hverjur breytir það fyrir Íraka hvort að Saddam er dauður eða ekki? Maðurinn hefði þjónað betur ef hann hefði verið látinn rotna í fangelsi örðum til viðvörunar. Verst er hann var ekki látinn njóta þeirra mannréttinda sem hann var sakaður um að svipa aðra. Réttarhöldin voru skrípaleikur og verjendur fengu ekki tækifæri á að verja hann almennilega. Það að maðurinn var glæpamaður og lét fremja ógurleg verk afsakar ekki að fara ekki lögum. Og hvar endar þetta? Nú drap Saddam fáa eigin hendi heldur voru það hermenn og millistjórnendur. Einn maður getur ekki kúgað heila þjóð og fengið fólk til að framkvæma hluti. Það er ljóst að það var flokkur manna sem stjórnaði og hundruðþúsunda sem framkvæmdu skipanir þeirra. Á að  taka þau öll af lífi?

Eru þá Bush og Blair að býða eftir að verða dregnir til ábyrgðar fyrir óhæfu verk sem hermenn þeirra hafa verið staðnir að í Írak verða þeir kannski dæmdir til dauða? Þegar að reynt var að gera uppreisn í Írak fyrir hva 15 árum þá var búið að lofa andspyrnumönnum aðstoð frá Vesturlöndum en síðan ekkert staðið við það með hörmulegum afleiðingum fyrir andspyrnuhreyfingunna. Á að dæma okkur fyrir þau sem þar dóu?

Þetta er nefnilega ekki alveg þannig að eftir höfðinu dansi limirnir. Því ef við brennum okkur eða rekum okkur á þá hopum við frá alveg sama hvaða skipanir heilinn gaf okkur. Saddam var voðalegur maður en hann stjórnaði í umboði Súníta. Á þá að taka alla Súníta af lífi?

Þetta er þessvegna sem ég er á móti svona dauðadómum.


mbl.is Bush fagnar aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðum GWB  í gálgann!

asdf (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband