Leita í fréttum mbl.is

Andskotist nú til að klára þetta.

Við erum að tala um eftirstöðvar lánsins árið 2024. Við höfum 15 ár til að finna á þessu lausn! Alþingi verður að setjast niður hið snarasta og taka upp fyrirvarana og bæta við 10 ára ábyrgð í viðbót. Það gegnur ekki að hér sé allt í frosti lengur og Icesave er hluti af því sem hindrar okkur. Og ef rétt er að kreppunni sé að ljúka í Evrópu og uppsveifla sé á næsta leiti þá fáum við mun meira upp í lánin frá eigum Landsbankans og þó svo væri ekki þá töpum við umtalsvert meira á að draga það að ganga frá þessu máli.
mbl.is Vilja tryggingu fyrir eftirstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú greinilega ekki í lagi með þig.í fyrsta lagi þá eru við ekki skyldug til þess að borga þessa þvælu.Og í öðru lagi ef viðsemjendur okkar gangast ekki við fyrirvörum Alþingis þá geta þeir etið það sem úti frís.Og ekki orð um það meir.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það rennur nú ekko úr þér skynseminnn Árni. Það vill svo til að við lýstum því yfir að við ætluðum að tryggja innistæður í Íslenskum bönkum. Og skv. jafnræðisreglu EES þá ber okkur að tryggja innistæður útlendinga í Íslenskum bönkum . Og við erum búin að lýsa því yfir að við samþykkjum að greiða lágmarkstryggingu. Þetta eru bæði núverandi ríkisstjórn og fyrrverandi búnar að lýsa yfir. Og ef þetta fer fyrir dómstóla (það er ef þeir finnast) þá tekur þetta mál mörg ár fyrir dómjum. Og við gætum enda með að borga allar innistæður á icesave sem voru 1200 milljarðar sem eru í dag um 1400 milljaðrar.

En á meðan að þetta er ófrágengir þá fáum við engin lán. Og endum þá með að þurfa að selja allar auðlyndir okkar til að tryggja okkur nauðþurftir. Þetta er m.a að fara af stað í virkjunum hjá Orkuveitunni, HS orku og Landsvirkjun hafa líka. Þ.e. að það eru stofnuð félög með aðild útlendinga við virkjanir og þeir hafa nýtingarrétt næstu áratugina af þessum auðlindum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þetta segja fleiri: Þetta er haft eftir Þorvaldi Gylfason úr Vikulokunum á RUV 1 í dag:

“Við stöndum raunverulega frammi fyrir því, að gengi krónunnar geti verið komið niður í 200 eða 220 krónur fyrir evruna fyrir jól ef ekki verður undinn bráður bugur að þessu Icesave máli,” sagði Þorvaldur í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

“Þarna eru menn að leika sér að eldi,” sagði Þorvaldur sem telur alþingismenn sem “þrefuðu um þetta í allt sumar hafi ekki haft réttar upplýsingar” því upplýsingagjöf til þeirra hafi verið “öll í molum.” Hann segir að skilyrðið um lausn Icesave fyrir efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi allan tímann legið fyrir. Það hafi raunar verið sett inn í samninginn við AGS fyrir tilstilli Norðurlandanna til að sýna hinum Evrópuþjóðunum samstöðu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2009 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

sælir. Ég held að þjóðin verði að hætta að hlusta á þessar svartsýnisraddir. Ef krónan fer í 200 til 220 þá so be it. Mér finnst algjör óþarfi að gera mál úr því, það er vissulega ekki gott, en ég vil það frekar en að láta þessar ömurlegu þjóðir, breta og hollendinga þvinga okkur.  Þú Magnús, talar um dómstóla, bretar harðneita að fara fyrir dómstóla með málið, af hverju ætli það sé ? Ég mundi segja þeim að stinga þessum samningum uppí ra******ð á sér hið snarasta. Við Íslendingar höfum nú komist í gegnum ýmislegt og getum það líka núna.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 27.9.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband