Leita í fréttum mbl.is

Menn eru kannski að gleyma einu atriði þegar þeir deila á vandræðaganginn í þessu máli.

Það sem menn þyrftu að átta sig á er eftirfarandi:

  • Við höfum ekki að gang að fjármagni á kjörum sem gera virkjunarframkvæmdir arðbærar
  • Því virðist það stefna í það að þær virkjanir sem verða hér á landi á næstunni verði í formi þess að um þær verða stofnuð félög. En það er gert til að erlendir fjárfestar og fyrirtæki geti að hluta til eða öllu leyti fjármagnað þessar framkvæmdir. Sbr. þessa frétt af www.visir.is

Viljayfirlýsingin, sem brátt er úr sögunni, er milli ríkisstjórnarinnar, sveitarfélagsins Norðurþings og Alcoa. Í staðinn boðar iðnaðarráðherra nýja viljayfirlýsingu um orkunýtingu milli ríkisstjórnarinnar og viðkomandi sveitarfélaga. Sveitarfélagið Norðurþing áformar síðan í beinu framhaldi, samkvæmt heimildum fréttastofu, að gera nýja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka. Þannig verður í raun aðeins formbreyting án þess að undirbúningur nýs álvers þurfi að stöðvast.

Stjórnarsamþykkt Landsvirkjunar í síðasta mánuði styrkir enn frekar áformin en þar var forstjóra falið að undirbúa stofnun félags með Þeistareykjum og Alcoa um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Hugmyndin er að inn í félagið verði færður sá kostnaður sem aðilar þess hafa lagt og munu leggja í undirbúningsvinnu. Með því verður unnt að verðleggja framlag hvers og eins, sem auðveldar það að kaupa einhvern út síðar meir eða að hleypa öðrum að.

  • Eins var haft efti Friðrik Sófussyni svipað um daginn varaðndi virkjanaframkvæmdir á næstunni hjá Landsvirkjun. Þ.e. stofna um hverja virkjun sérstakt félag.
  • Og í framhaldi af þvi er rétt að minna fólk á lætin sem hafa verið í hring um HS ORKU.

Ekki það að ég hafi á móti því að útlendingar komi að virkjunum hér sem selja orku til stóriðju en áður en til þess kemur þurfum við að tryggja og takmarka hversu mikið þeir geta eignast og að fyrirtæki erlendra aðila eignist ekki nýtingarrétt auðlinda okkur um aldur og ævi.


mbl.is Samtök iðnaðarins gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband