Leita í fréttum mbl.is

Furðulegir stjórnmálamenn!

Ef að það er rétt að nærri eina sem stendur út af varðandi Icesave málið sé hvað eigi að gera við eftirstöðvarnar árið 2024 þá finnst manni þessi læti nú alveg út í hött! Eins og fyrirvarinn um ríkisábyrgð var kynntur frá Alþingi var að ef það yrðu eftirstöðvar á þessu láni árið 2024 þyrfti að semja að nýju um þær eftirstöðvar. Sumir gengu með þá grillu að þá mundi greiðslur bara falla niður. Finnst það nú full mikil bjartsýni.

Minni fólk á að við eigum ekkert að borga af þessum lánum næstu 7 árin. Og því eru þessi lán ekki að íþyngja okkur nú næstu ár. Og því skil ég ekki hvað menn halda að vinnist með því að halda hér öllu í frosti næstu mánuði fyrir breytingu sem hljóðar í raun upp á að við semjum nú um eftirstöðvar í stað þess að bíða til 2024. Og eins að það veit enginn hvort það verða miklar eftirstöðvar þá. T.d. ef að gengi krónunnar leiðréttir sig um 30% sem sumir telja það sem krónan ætti skv. öllu að vera þá lækkar icesave skuldin um 250 milljarða. Og eins ef að kreppunni í Evrópu er að ljúka eins og margir spá, þá eru líkur á að það innheimtist mun meira af þessum eignum Landsbankans.

Skil ekki hvernig einhver ráðherra getur nú rétt þegar kynna á frumvarp til fjárlaga haldið að það hjálpi að segja sig úr stjórninni núna? Og það ráðherra sem er í heilbrigðismálum.


mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband