Leita í fréttum mbl.is

Ég hélt að ég ætti ekki eftir að styðja tillögur Tryggva Þórs og Sjálfstæðismanna

En er ekki þess virði að skoða tillögur þeirra um innsköttun lífeyrisgreiðslna a.m.k. tímabundið næstu 5 til 7 árin.

Ég geri mér grein fyrir að flestir ráðleggja okkur að ná niður fjárlagahallanum sem fyrst. Þ.E að taka stærsta skellinn strax því þá gengur þetta mun fyrr yfir. En það má ekki ganga út fyrir allt sem sem eðlilegt er. Því hallast ég á það að við ættum að horfa til þess að skoða að setja lög tímabundið um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði næstu kannski 7 árinn. Það gæti skapað ríkinu tekjur upp á 240 milljarða sem aftur drægi úr þörfinni fyrir þessar gríðarlegu skattahækkanir. Og eins þá hefðum við möguleika á að bæta sjóðunum upp þær tekjur sem þeir tapa í ávöxtun þegar það þarf. T.d. eftir 15 til 20 ár þegar þessar greiðslur koma til útborgunar.

Það er til lítils fyrir fólk að safna nú lífeyri ef það nær ekki að skrimta þar til að það getur farið að nýta lífeyririnn sinn


mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þessi tillaga á heldur ekki að breyta neinu varðandi útgreiðslu úr lífeyrissjóði þegar þar að kemur, tekjuskatturinn er alltaf sama hlutfallið hvort sem hann er tekinn núna eða seinna.

Ríkið verður af vöxtum í þessa áratugi með því að skattleggja strax og er það heldur betur réttlætanlegt í ljósi stöðunnar í dag, t.d. tímabundið eins og þú nefnir.

Og ég trúi því ekki að fólk sé á móti góðum tillögum bara út af því hvaðan þær koma.

Carl Jóhann Granz, 1.10.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Carl ég var að svona að velta fyrir mér ávöxtun þessara upphæða sem væru teknar í skattinum núna. En lífeyrissjóðirnir hefðu ávaxtað annars. EN það væri hægt að koma á móts við það með því að ríkið kæmi inn með hærri ellilífeyrir í 7 ár þegar þessi ávöxtun hefði átt að koma til útborgunar. Og það er alveg rétt hjá þér að það er sama hvaðan góðar tillögur koma.

Og eins þá finnst mér að ef lífeyrissjóðirnir eru á móti þessu verður bara að taka völdin af þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það á ekki að vera neitt vandamál að finna viðunandi útfærslu sem þjóðin getur orðið sátt með.


Og ef farið yrði í þetta strax þá ætti að vera hægt að tala um að henda í ruslið boðuðum skattahækkunum.

Carl Jóhann Granz, 1.10.2009 kl. 20:07

4 identicon

Þetta sýnir bara hvað þú ert óþroskaður Magnús.... að sjálfsögðu á að styðja allar góðar tillögur sama hvaðan þær koma.

Séra Jón (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:04

5 Smámynd: Jón Daníelsson

Rétt eins og þú, Magnús Helgi, er ég yfirleitt ekki yfir mig hrifinn af hugmyndasmiðju Sjálfstæðisflokksins. En þessi hugmynd þótti mér freistandi strax þegar hún kom fram í sumar. Skrifaði einmitt á heimasíðuna mína dálítinn pistil þann 14. júní um þessa hugmynd og fáeinar til viðbótar. Pistilinn má lesa hér:

Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvers vegna ríkisstjórnin greip þetta ekki á lofti, en óneitanlega læðist að manni sá grunur að stjórnir lífeyrissjóðanna hafi verið á móti.

Það hefur líka hvarflað að mér að niðurstaðan hafi orðið sú að lífeyrissjóðirnir hafi "keypt sig frá þessu" með því að taka að sér að fjármagna nokkrar mannaflsfrekar framkvæmdir á næstu árum - sem út af fyrir sig kemur sér auðvitað vel.

En þetta eru auðvitað bara vangaveltur.

Jón Daníelsson, 1.10.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Carl, hún breytir vissulega því við útgreiðslu að ríkið fær ekki tekjuskatt og sveitarfélögin útsvar af ávöxtuninni umfram verðbólgu.  Það sem nemur verðbólgunni er bara til að halda núvirði útborgunarinnar því sama og innborgunin, en það er síðan spurning um það sem er umfram.  Ég er samt ekki að mæla aðferðinni eða hugmyndafræðinni mót, en held samt að sú útfærsla sem ég hef sett fram sé betri, en hún felst í því að færa hluta af mótframlagi launagreiðenda yfir í tryggingagjaldið (sjá Leið til að forðast auknar álögur á fólk og fyrirtæki).

Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 21:28

7 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Marínó það er nákvæmlega það sem ég sagði í fyrri pósti mínum að ríkið verði af vöxtunum en það ætti að geta verið réttlætanlegt hið minnsta tímabundið miðað við ástandið í dag og boðaðar skattahækkanir.

Síðan eins og ég nefni þá ætti nú ekki að vera neitt vandamál að finna viðunandi útfærslu á þessu sem þjóðin getur orðið sátt með.

Carl Jóhann Granz, 1.10.2009 kl. 21:44

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Séra Jón"

Ég sagði einmitt í athugsemd hér að ofan:

"Og það er alveg rétt hjá þér að það er sama hvaðan góðar tillögur koma. "

Ég er samt sem áður sjaldnast hrifinn af þeim tillögum hingað til sem sjálfstæðismenn koma með en finnst þessi áhugaverð.

Aðrar tillögur frá þeim eins og: Ekki hækka skatta heldur að auka skattstofna með því að koma atvinnulífinu af stað. Svona tillögur eru tómt kjaftæði nema að menn segi hvernig að það á að gera nú þegar við fáum ekki lán nema á okurvöxtum og eina fjármagn í framkvæmdir kemur frá lífeyrissjóðum. Og fleiri svona tillögur. Eins það að Sjálfstæðismenn og framsókn skuli nú þegar að okkur vantar fjármagn strax vera tilbúnir að vera fyrirfram á móti því að við leysum icesave deiluna og fáum frið til að koma okkur á lappirnar næstu 7 árin.

Síðan bendi ég færsluna hans Marinós. Þar er önnur útfærsla á þessu með lífeyrisgreiðslurnar sem eru jafnvel enn betri. Leið til að forðast auknar álögur á fólk og fyrirtæki Þó við Marinó séum ekki sammála um allt þá verður að viðurkenna að hann er lausnamiðaður og fær oft góðar hugmyndir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Dan þetta er aðeins önnur leið en gæti leitt til sömu niðurstöðu. Þ.e. að nota tímabundið lífeyri til að greiða niður lán og því hefði fólk meira fé milli handana og eins 90% fjármagnstekjuskattur en þyrfti ekki að vera skattfrelsi á litlum upphæðum. Og eins að tryggja að þetta yrði ekki til þess að innistæður rýrnuðu of mikið þannig að fólk tæki alla peninga út?

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2009 kl. 21:54

10 Smámynd: Jón Daníelsson

Jú, 90% fjármagnstekjuskattur væri reyndar aðeins of grófur, eins og Davíð Oddsson benti á í leiðara Mbl. í dag eða gær. Sá skattur er nefnilega lagður á verðbætur líka.

En Steingrímur fann lausnina. Hann ætlar að búa til skattleysismörk þarna líka. Það reddar t.d. fermingarbörnum, sem hingað til hafa verið skattlögð.

En gaman að sjá að þú skulir hafa gert þér það ómak að skoða júní-pistilinn minn. Takk.

Jón Dan

Jón Daníelsson, 2.10.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband