Leita í fréttum mbl.is

Til þeirra sem eru á móti þeirri leið sem stjórnvöld eru að fara í IceSave!

Svona nokkrir punktar fyrir ykkur að skoða:

  • Hvort haldið þið að séu í betri aðstöðu ef við viljum að nýju hefja átök við Holland og Bretland. Bæði Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að flýta sér. Þeir geta hugsanlega lifað með þessu máli ófrágegnu eins lengi og þarf.
  • Við aftur á móti fengum að kynnast því sl. haust hvað það þýðir ef þessar þjóðir beita sér á fullu. Þ.e. þær eiga möguleika á að frysta að mestu öll gjaldeyrisviðskipti við okkur. Sem og að erlend fyrirtæki vilja ekki eiga viðskipti við land sem á í deilum við lönd sem geta haft áhrif á hvort að greiðslur berist í báðar áttir.
  • Þessi viðbrögð umheimsins eru í raun einu líklegu viðbrögðin sem við fáum. Hugmyndir um að þetta yrði bara allt í lagi og engin mundi gera neitt eru bara getgátur. Hin viðbrögðin eru þekkt annað ekki.
  • Hvað ef að málið færi fyrir dóm á grundvelli jafnræðis fjármagnseigenda skv EES. Þ.e. að þar sem allar innistæður okkar voru tryggðar þá eigi Icesave innistæðueigendur jafnan rétt á tryggingu sem mundi þýða að í stað skulda upp á rúmar 700 milljarðar mundum við skulda um  1400 milljarða. En það var upphæðin sem Bretar og Hollendingar borguðu?
  • Ef að þessar deilur dragast á langinn hvað erum við að tapa miklu í ljósi þess að öll endurreisnin byggir á þessu . Það skiptir örugglega tugum milljörðum  ef þetta dregst kannski um ár eða meira.
  • Halda menn að Bretar og Hollendingar hafi ekki fullt af lögfræðingum tilbúnir með þeirra rök ef þetta mál færi fyrir dóm? Gæti sem best trúað þvi að það sé nú þegar tilbúin krafa þeirra til að setja fyrir dóm. Og það skipti þúsundum lögfræðingarnir sem þeir geta beitt fyrir sig. Og ef málið færi fyrir dóm mundu þeir setja fram ýtrustu kröfur þ..e. alla upphæð Icesave en ekki bara innistæðutryggingar.
  • Er það að semja um lengri greiðslu tíma eitthvað sem við eigum að láta brjóta á. Eða héldu menn bara að við gætum sett lög um fyrirvara og Bretar og Hollendingar ættu ekki annarra kosti en að samþykkja það að hafa allt í óvissu hvað gerðist ef að lánið væri ekki greitt 2024.

mbl.is Þokast áfram í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Íslendingar ofmeta sig eins og alltaf. Trúum því að staða okkar gagnvart heimsveldi sé sterk. Það væri þá frétt til næsta bæjar ef svo væri.

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband