Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar eru og verða umhverfissóðar og vanhugsandi tækifærissinnar!

Svona í framhaldi af grein alþingismannsins Unnar B Konráðsdóttur varð mér hugsað til þess hversu kærulaus við erum. Og í raun ekki furðua að við séum komin í þessa stöðu.

Málið er að hún er í grein sinni í mogganum að skamma umhverfisráðherra fyrir að krefjast þess að orku og línulagnir varðandi Helguvík séu skoðaðar í samhengi. Verið er að tala um línulagnir sem eiga að bætast við þær línur sem fyrir eru um allt Reykjanes og nágreni. Hefur fólk t.d. ferðast hér í nágreni við Reykjavík. T.d. Heiðmörk þar sem að 2 svona línur liggja í gegn um einn fegursta stað Höfðaborgarsvæðis og Reykjanes. Það er náttúrulega algjörlega ótækt að leyfa byggingu álvers og svo þegar það er komið af stað eigi að fara að skoða lagningu lína til þess. Held að það gætu orðið ógurlegar skemmdir. Því fólk gerir sér ekki grein fyrir að svona línum fylgja vegir sem verða liggja samsíða þeim til að geta byggt möstrin sem og að halda þessu línum við. Svona mál verður að skoða algjörlega í botn. Og kreppa á ekki að vera afsökun fyrir því að fremja umhverfisspjöll sem kannski eru óafturkræf og á ómetanlegri náttúru.

Þetta er eins og þegar menn vilja gegn leiðbeiningum fræðimanna fara nú að veiða miklu meira en ráðlagt er. Ef það verður gert og fiskistofnar minnka, þá er þetta eins og að pissa í skóinn sinn. Það reddar okkur kannski í þetta ár en veldur svo því að við þurfum að lifa við minni veiði sem þessu nemur í 10 ár. En það er einmitt eins og að pissa í skóinn sinn. Manni verður heitt fyrst en svo verður það miklu kaldara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband