Leita í fréttum mbl.is

Ég á bara ekki orð!

Ég var að hlusta á Guðfríði Lilju. Held að ég hafi ekki í fljótubragði heyrt málflutning fyrr sem var minna falin tilraun til að sprengja ríkisstjórn.

Og svona kjaftæði eins og það þurfi að afgreiða þetta Icesave með annarri umræðu í nokkra mánuði. T.d. lýkur fresti sem innistæðutryggingarsjóður hefur til að greiða út innistæðutryggingar 23. október. Og þá verður hann gjaldþrota og þar með eru engar innistæður tryggðar lengur. Halda menn að bankarnir þoli þetta? Halda menn að erlendir kröfuhafar sætti sig við þetta? Held menn að bankarnir lækki ekki í lánshæfismati? Gera menn sér grein fyrir því að þetta mundi þýða að við yrðum útlokuð frá framkvæmdarlánum næstu árin meðan að málaferlin stæður yfir? Vita menn að þar með erum við nauðbeygð til að selja erlendum aðilum sem eiga fjármagn nýtingar rétt fyrir nær ekkert til að koma framkvæmdum af stað? Þetta yrði falið í fyrirtækjum sem útlendingar ættu að mestu leyti.

Halda þessi menn að dráttur á frágangi icesave farin að kosta okkur tugi eða hundruð milljarða.

 

Gera menn sér grein fyrir því ef að farið verður í að auka atvinnu hér bara með virkjunum og stóriðju þá kemur það til með næstu árin að valda viðskiptahalla og það gríðarlegum? Og það kemur til með að valda straumi af gjaldeyri úr landi við kaup á tækjum og tólum við þessar framkvæmdir? Og svo talar Guðfríður og hinir í stjórnarandstöðu eins og við þurfum ekkert á þessum lánum að halda?


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 T.d. lýkur fresti sem innistæðutryggingarsjóður hefur til að greiða út innistæðutryggingar 23. október. Og þá verður hann gjaldþrota og þar með eru engar innistæður tryggðar lengur.

Er það ekki bara hið besta mál, eru þá ekki innistæður ríkistryggðar ef það er enginn sjóður bak við og þar sem ríkið á þessa banka?

Halda menn að bankarnir þoli þetta?

Bankarnir eru ekki að þola núverandi ástand þannig að lítið breytist í þeim málum.

Halda menn að erlendir kröfuhafar sætti sig við þetta?

Eflaust ekki og þá sækja þeir sinn rétt hjá Íslenskum dómstólum.

Held menn að bankarnir lækki ekki í lánshæfismati?

Hvað heldurðu að gerist ef ríkið tekur á sig 700 milljarðar lán í viðbót, síðan hvenær hefur aukin skuldabyrgði hækkað lánshæfismat?

Gera menn sér grein fyrir því að þetta mundi þýða að við yrðum útlokuð frá framkvæmdarlánum næstu árin meðan að málaferlin stæður yfir?

Hvaða árátta er þetta að halda að lausning á málum hér innanlands leysist með auknum erlendum lántökum, hvernig væri að haga málum hér innanlands til að gera það fýsilegt að taka lán hérlendis, er þetta ekki eitt af þeim vandamálum sem eru að knésetja landann, þ.e. mikið af erlendum lánum?

Vita menn að þar með erum við nauðbeygð til að selja erlendum aðilum sem eiga fjármagn nýtingar rétt fyrir nær ekkert til að koma framkvæmdum af stað?

Veit ekki alveg hvernig þú færð þetta út, landið á helling af erlendum gjaldmiðli til að losna við þessa blóðsugur, gott dæmi eru lífeyrissjóðir!

Halda þessi menn að dráttur á frágangi icesave farin að kosta okkur tugi eða hundruð milljarða.

Heldur þú að frágangur á þessum máli með því að auka skuldir ríkissins um 700+ milljarða leysi eitthvað til hérna á landinu, tala nú ekki um þessa 350ish milljarða í vexti.

Gera menn sér grein fyrir því ef að farið verður í að auka atvinnu hér bara með virkjunum og stóriðju þá kemur það til með næstu árin að valda viðskiptahalla og það gríðarlegum?

Fyrir mínar sakir þá er ég þér sammála hér, stóriðja og virkjanir eru ekki töfralausn til að uka atvinnu hér, frekar ætti að lækka skatta og lækka vexti til að reyna að koma til baka einhverju af þessu sem fólk hafði á milli handanna fyrir hrun, svo fólk geti farið að versla aftur því þá fara hjólin að snúast.

Og það kemur til með að valda straumi af gjaldeyri úr landi við kaup á tækjum og tólum við þessar framkvæmdir?

Það er nú þegar mikill straumur af gjaldeyri á leiðinni úr landi, vegna hárra vaxta fyrir erlenda fjármagnseigendur, lægri vextir myndu jafna það út, meiri innkaup gegn minni útláti í vöxtum, helst þarf að losna við þetta 2 falda gengi, setja krónuna á flot og láta hana falla niður, þetta eykur vissulega afborganir á mánuði fyrir erlenda lántökuhafa en ef vextir eru lækkaðir þá jafnast það betur út.

Og svo talar Guðfríður og hinir í stjórnarandstöðu eins og við þurfum ekkert á þessum lánum að halda?

Hvers vegna þurfum við á þessum lánum að halda? eina sem þau gera eru að liggja inni á einhverjum reikningi sem þykjustu gjaldeyrisforði, þetta á ekki að nota, og hvað kostar það í vexti á ári?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 13:47

2 identicon

Það er ótrúlegt að eftir alla þessa umfjöllun um Icesave, þá heyrir maður enn fullt af fólki hafa sterka skoðun á málinu án þess að virðast hafa kynnt sér það almennilega.  Er ekki að tala sérstaklega um Guðfríði Lilju í þessu sambandi, heldur almennt, þar sem bara síðast í gær varð enn og aftur orðlaus yfir ranghugmyndum aðila sem eiga að vita betur - starfa sinna og menntunar vegna. 

Icesave er ekki upphafið og endirinn af vandamálum okkar.  Eins og kom fram í máli Jóhönnu í gær þá hafa "skuldir ríkissjóðs vaxið úr 300 milljörðum við bankahrunið í 1.700 milljarða og þá væri Icesave reikningurinn ekki talinn með".  Inni í þessari tölu eru 300 milljarðar til að forða Seðlabanka Íslands frá gjaldþroti, sem umtalsvert hærri upphæð en menn áætla að Icesave reikningurinn með vöxtum verði endanlega (http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/helgi-hjolar-i-david)

ASE (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:55

3 identicon

Liljurnar, Ömmi og Atli verða að gefa út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau séu gengin til liðs við stjórnarandstöðuna. 

Það hvílir á þeirra herðum að leysa Icesave með ÞórSaari, Höskuldi og Bjarna

Það er ekki hægt að teygja þennan lopa öllu lengur

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Inni í þessari tölu eru 300 milljarðar til að forða Seðlabanka Íslands frá gjaldþroti, sem umtalsvert hærri upphæð en menn áætla að Icesave reikningurinn með vöxtum verði endanlega

Bara vextirnir af Icesave eru töluvert hærri en 300 milljarðar..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ert þú ekki einn af þeim sem vildir samþykkja Icesave blindandi maggi og því lýtur þú á þessi orð hennar sem beint skot á þig og stefnu sandfylkingarinnar.

við höfum ekki efni á frekari lánum. ert þú einn af þeim sem ráðleggur að visareikningin eigi bara að borga með því að taka yfirdráttalán?

sorry við höfum ekki efni á svona lántökuvitleysu og 2007-eyðslu eins og þú og aðrir í útrásarflokknum viljið halda áfram í. 

Fannar frá Rifi, 4.10.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halldór þú hefði kannski átt að hlusta betur á Þorvald Gylfason áðan. Hvað heldur þú að gerist þegar að við þurfum að greiða vexti af ríkisskuldabréfum og vexti af örðum skuldum til útlendinga og eigum ekki fyrir því. Þá lendir ríkissjóður í greiðsluþrot því hann á ekki gjaldeyri til að greiða af lánum. Það vill engin skipta í krónum og því yrði greiðslufall hjá ríkissjóð og þar með væri Ísland formlega komið út af kortinu í skiptum við alþjóða samfélagið. Og þar með vildi engin lána okkur. Því yrði eini möguleiki okkar til að kaupa hingað nauðþurftir að selja eignir okkar eins og orkuverin, vikjunarmöguleika og hluti eins og landsvirkjun. Því að einn stór vaxtadagur klárar allan þann gjaldeyrir sem við höfum. Og viðskiptajöfnuður er nú ekki svo jákvæður að hann skaffar ekki nema nokkra milljarða á mánuði. Það er þess vegna sem okkur er nauðsynlegt að geta sýnt fram á að við höfum varasjóði af gjaldeyri til að grípa til á meðan við erum svona skuldug erlendis.

Ekki kaupa hrátt það sem Sigmundur og co halda fram. Bendi þér á að hann hefur aldrei unnið við þetta. Hann hefur sýnt sig að hlaupa eftir öllum patent lausnum sem við skoðun reynast vera loft eða óframkvæmanlegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar ég taldi að við hefðum ekki efni á að draga þessa samninga. Ég virkilega gat tekið undir með Agli þegar hann sagði eitthvað á þá leið að betra hefði kannski veirð að skirfa undir þennan samning strax eða með raunhæfum fyrirvörum og ljúka þessu máli. Og negla svo á endurskoðunarákvæðið eftir nokkur ár þegar við erum komin úr mestu vandræðum. Þetta er eins og með fyrirtæki. Þegar svona vandamál koma upp varðandi skuldir þá reyna þau að fá samninga sem gefur þeim tíma til að komia sér út úr vandamálunum í núinu. Þeir ögra ekki örlögunum með því að neita að semja þar til það er of seint og leiðir þau í gjaldþrot strax. Jafnvel þó þau séu ekki sátt við lánakjörin. 

Og fólk getur ekki verið svo grunnhyggið að halda að Bretar eða Hollendingar séu tilbúnir að skrifa undir eitthvað sem  sé á þá leið að við borgum þetta eftir minni. Þó þetta sé minni upphæð fyrir þá en okkur. Þá samsvarar þetta samt um 2 til 3 Kárahnjúkavirkjunum og Reyðarálverum. Og þó nokkrir lögfræðingar hér telji að við eigum ekki að borga þetta þá er það bara þeirra skoðun. Ég skal ábyrgjast að meirihluti lögfræðinga í Evrópu telja að þetta sé vel sloppið hjá okkur að þurfa bara að borga innistæðutrygginarnar ekki allt heila klabbið upp á um 1400 milljaðra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ekki kaupa hrátt það sem Sigmundur og co halda fram. Bendi þér á að hann hefur aldrei unnið við þetta.

Ég er ekki að taka það sem ég segi frá Sigmundi og Co, þetta eru mínar skoðanir út frá minni reynslu og kunnáttu, og viðurkenni alveg að ég get haft rangt fyrir mér eins og hver annar, en set kröfu að það sé sýnt fram á það 8)

Halldór þú hefði kannski átt að hlusta betur á Þorvald Gylfason áðan.

Talandi um að kaupa ekki hrátt...

Hvað heldur þú að gerist þegar að við þurfum að greiða vexti af ríkisskuldabréfum og vexti af örðum skuldum til útlendinga og eigum ekki fyrir því.

Er ekki þá betra að það gerist núna frekar en eftir 6 mánuði eða 1 ár þegar skuldin er orðin ennþá meiri, því ef heldur áfram sem horfir þá koma allir þessir peningar að enda í vasanum hjá þessum aðilum með þeim lánum sem verið er að sækjast eftir einnig. Aukin lántaka ein og sér lagar ekki vandamálið, það þarf að taka á málum hér, aukin lántaka þýðir aukinn kostnaður í formi vaxta er það eitthvað betra, að borga vexti af láni og borga vexti af innistæðum (krónubréf í þessu tilviki).

 Og þar með vildi engin lána okkur. Því yrði eini möguleiki okkar til að kaupa hingað nauðþurftir að selja eignir okkar eins og orkuverin, vikjunarmöguleika og hluti eins og landsvirkjun. Því að einn stór vaxtadagur klárar allan þann gjaldeyrir sem við höfum.

Þetta er ekki alveg rétt, við flytjum meira út en við flytjum inn, þannig að strangt til tekið þurfum við ekki varaforða til þess að kaupa nauðsynjar.

Það er þess vegna sem okkur er nauðsynlegt að geta sýnt fram á að við höfum varasjóði af gjaldeyri til að grípa til á meðan við erum svona skuldug erlendis.

Það skilar engum tilgangi að vera með varasjóð sem ekki má nota, það platar ekki neinn af þessum aðilum erlendis, það eina sem það gerir er að takmarka ennþá meira líkurnar á að við getum borgað mánaðarlega skuldir, þar sem þessi lán eru í erlendum gjaldmiðli og það þarf að borga af þeim í erlendum gjaldeyri.

Við erum með jákvæðan viðskiptajöfnuð, það segir mikið um getu, þrátt fyrir að vera ekki endilega mikill þá er hann til staðar, það er meira en mörg önnur lönd geta sagt, en ef hann fer allur í að borga vexti af lánum sem ekki má nota því þau eru sýndar varaforði þá vekur það ekki mikið traust erlendis hjá lánveitendum.

Það er þess vegna sem okkur er nauðsynlegt að geta sýnt fram á að við höfum varasjóði af gjaldeyri til að grípa til á meðan við erum svona skuldug erlendis.

Það er gallinn við þennan varasjóð, hann á ekki að nota, hann er geymdur á erlendum reikningi sem sýndarvarasjóður.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 14:29

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er eins og með fyrirtæki. Þegar svona vandamál koma upp varðandi skuldir þá reyna þau að fá samninga sem gefur þeim tíma til að komia sér út úr vandamálunum í núinu. Þeir ögra ekki örlögunum með því að neita að semja þar til það er of seint og leiðir þau í gjaldþrot strax. Jafnvel þó þau séu ekki sátt við lánakjörin.

Þetta er nefnilega ekki þannig, ef það mætir einhver til þín með reikning og segir þig skulda eitthvað út af því að fyrirtækið hinumegin við götuna tók lán og fór á hausinn kæmir þú til með að borga það bara þegjandi og hljóðlaust.

Þetta er mikill miskilningur að líta á þetta Icesave dæmi sem ríkisskuld, því það er það ekki, ríkið tók ekki þetta lán, það var einkafyrirtæki. Það er bara verið að skella skuldinni á einhvern annann.

Hvers vegna eru þeir að heimta ríkisábyrgð á þessu "láni" ef það er svo skýrt að hún sé þar fyrir?

Íslenska ríkin ber ekki að borga og á ekki að borga þessa skuld einkabanka.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband