Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason ekki hress í gær

Í pistli sínum er hann neikvæður svo af ber. Honum finns blogg ekki merkilegt, þolir ekki fríblöð, finnst Íslensk náttúra ekki standast samanburð við Grísku eyjarnar og áfaram og áfram. EN eitt var merkilegt í pisli hans. Hann segir þegar hann er að ræða hvað við erum orðin upptekin af peningum og þeim sem eiga þá:

Við upplifðum þetta ekki fyrr en seint og síðarmeir á Íslandi, erum alltaf meira en áratug eftir umheiminum, en nú sífellt verið að fjalla um peningamenn í fjölmiðlunum - eiginlega aldrei nema í aðdáunartóni. DV hefur talið sig vera gagnrýninn fjölmiðil en smjaðrar fyrir billjónerum. Þegar ég var á Hótel Borg fyrr í dag var mér sagt að hótelið væri fullt af rússneskum milljarðamæringum sem hefðu hver um sig borgað fjörutíu milljónir fyrir áramótaveisluna. Miðað við það er fimmtán milljóna veisla Hannesar Smárasonar á Búðum óttalega smá. Við eigum barasta ekki að skríða fyrir þessu. Misskipting slítur samfélagið í sundur. Það endar með illindum. Bjöggarnir og þeir hjá KB banka eru of heimskir og gráðugir til að fatta það.

Þá þolir hann ekki Davíð og Hannes en finnst Geir skárri því hann sé linari í hugmyndafræðinni. Íslendinga of sjálfumglaðir og svo framvegis.
Ætli hann hafi verði slompaður í gær þegar hann skrifaði pistilinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband