Leita í fréttum mbl.is

Held að Lilja sé ekki í tengslum við raunveruleikan stundum!

Held að hún og fleir horfi í einhverjar kenningar og sögusagnir sem ekki eru að fullu réttar. T.d. hefur AGS viðurkennt mistök sín í Asíu og hefur endurskoðað aðgerðir sínar. Eins þá hefur Íslenskur starfsmaður AGS í Afríku bent á að gagnrýni á sjóðin þar stafi af því að menn gleyma að taka tillit til að lönd þar sem sækjast eftir aðstoð AGS hafa litlar útflutningstekjur til að borga af þeim lánum sem þau þurfa. Og því þarf mikin niðurskurð til að geta tekið þessi lán og greiða þau til baka. Bendi síðan á eftirfarandi frétt á www.pressan.is

Sérfræðingur Fitch Ratings varar Íslendinga alvarlega við því að slíta samstarfi við AGS

Dominique Strauss-Kahn, forseti AGS, fundaði með fjármálaráðherra í Istanbúl í dag um áætlun Íslands og AGS.

Dominique Strauss-Kahn, forseti AGS, fundaði með fjármálaráðherra í Istanbúl í dag um áætlun Íslands og AGS. Getty images

Paul Rawkins, sérfræðingur hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings, varar íslensk stjórnvöld alvarlega við því að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs auk þess sem hætta er á enn frekari gengishruni.

Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að þingmeirihluti sé fyrir því að slíta samstarfinu við AGS. Hafa fulltrúar allra flokka, að Samfylkingunni undanskilinni, viðrað þá skoðun undanfarna daga. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að slíkar hugmyndir séu byggðar á óskhyggju.

Rawkins segir við Pressuna að slík aðgerð myndi hafa veruleg neikvæð áhrif fyrir Ísland. „Ef Ísland myndi ganga burt frá áætluninni á þessu stigi myndi það loka fyrir aðgang að fjárhagsaðstoð utan frá og flækja til muna efnahagsbatann og samskipti landsins við umheiminn. Ég fæ ómögulega séð hvernig Ísland kæmi til með að koma stöðugleika á gengi krónunnar og afnema gjaldeyrishöft án þess að njóta fjárhagsaðstoðar að utan.“

Rawkins bætir því við riftun áætlunarinnar myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins, sem nú þegar er í flokki BBB, sem þýðir að horfur Íslands séu neikvæðar. „Ef litið er til alþjóðamarkaða, þá myndi skuldatryggingaálag hækka samanborið við önnur lönd, íslenska krónan mun veikjast enn fremur og mun meiri munur yrði á gengi hennar á aflandsmarkaði og heimamarkaði.“

 


mbl.is AGS herðir tökin á Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sjaldan ef einhverntímann með einhver tengsl við raunveruleikann magnús. Þú lifir í einhverjum esb áróðursdraumi sem er martröð í raun.

Geir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað er það sem þú lifir í Geir. Þetta er bara mín skoðun. Ég er frekar á því að við vitum hvað við séum að gera frekar en að fara út í einhverjar aðgerðir sem menn eru að leggja til sem vita í raun ekkert um afleiðingarnar.

En manni finnst það nú aum rök að vera að setja inn athugsemdir um mig perónulega. Það hefur ekkert með málin að gera.

Langar til að benda á að enginn af þeim sem deila á ríkisstjórnina, hennar leiðir og halda því fram að við þurfum ekkert að borga né fá aðstoð, enginn þeirra hefur tekið þátt í að vinna að þeim leiðum sem þeir nefna. Engin þeirra hefur nokkra reynslu af samskiptum milli landa. Enginn þeirra hefur unnið að þeim málum sem þeir eru að fjalla um. Jú Lílja hefur kynnt sér kreppuna í Asíu. En staðan er bara ekki eins hjá okkur.

Bendi þér á þessa frétt af www.ruv.is núna klukkan 18:00

Varar við því að útiloka AGS

Varar við því að útiloka AGS
David Carey hagfræðingur hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reynst tregur til að greiða út lánið sem hann lofaði Íslendingum, og margir eru teknir að efast um áætlun hans hér á landi.

Eins og fram kom í hádegisfréttum virðist nú meirihluti fyrir því á Alþingi að Íslendingar endurreisi efnahagslíf sitt án aðstoðar sjóðsins. Hagfræðingurinn David Carey er sérfræðingur í málefnum Íslands hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann varar við því að Íslendingar reyni að komast upp úr kreppunni án aðstoðar AGS. Án hans aðstoðar gætu efnahagshorfur versnað mikið, kreppan orðið dýpri, krónan veikst, gjaldþrotum fjölgað og atvinnuleysi orðið meira en ella. Íslendingar geti lifað af, en það verði mjög sársaukafullt. Carey segir að slík ákvörðun myndi skaða trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og tiltrú á að henni takist að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Hún myndi líka hindra aðgang ríkisstjórnarinnar að alþjóðlegum sjóðum. Þeir séu mikilvægir því þjóðin þurfi mikið lánsfé vegna fjárlagahallans. Það sé líka nauðsynlegt til að byggja upp gjaldeyrisforðann, sem notaður sé til að tryggja eðlilegt fjárhagsstreymi milli Íslands og umheimsins. Þá muni gengi krónunnar lækka mikið.

Það eru allir erlendar stofnanir og sérfræðingar sem hvetja okkur til að halda í samstarf við AGS. Nema einhverjir öfga vinstri menn

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú gleymir nú Bretum og Hollendingum.  Ekki hafa 70 milljónir rangt fyrir sér!

Björn Heiðdal, 6.10.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband