Leita í fréttum mbl.is

Það er eins gott fyrir þessa þingmenn að rökstyðja þá nýja leið, áður en þau hafna AGS

Hef bloggað um það áður að ef þingmenn vilja breyta út af þeirri leið sem hefur verið mótuð, þá er eins gott fyrir þá að koma áður með mótaða áætlun um hvernig við eigum að bregðast við án AGS. Þar verða að vera tilgreindar nákvæmlega hvernig:

  • Komið verði í veg fyrir nýtt gengishrun
  • hvernig við bregðumst við þegar vextir og afborganir af erlendum lánum koma til og ekki er til gjaldeyrir fyrir þeim
  • hvernig fjárfestar verða fullvissaðir um að til sé gjaldeyrir til að greiða arð af fjárfestingum þeirra hér.
  • bregðast á við þegar og ef lánshæfimat ríkisins og fyrirtækja hrapar og erlend lán verða miklu dýrari.
  • Hvernig á þá að byggja hér upp atvinnutækifæri? Ef að fyrirtæki geta ekki fengið fjármögnun nema innanlands. Þau þurfa væntanlega gjaldeyrir til að kaupa inn.
  • Hvað kemur til með að þurfa að skammta  og hversu víðtækt skömmtunarkerfi verður.

Finnst Alþingi einkennast af fólki nú með ábyrgðarlausar klisjur. Stór hópur fólk sem lifir í einhverju draumsýn um að við séum þjóð sem getum verið sjálfum okkur nóg. Og gleyma því að við þurfum að flytja hingað til lands mikin hluta af nauðsynjavöru. Og ef lánin okkar verða dýarir þá verður viðskiptajöfnuður verði neikvæður og þá hverfur hér út gjaldeyrir sem við fáum fyrir afurðir okkar erlendis. Og hvað gerum við þá. Hringjum í AGS og segjum: „Sorry við rákum ykkur í burt en sjáum eftir því viljið þið koma aftur"

Þingmenn hafa sagt að það gætu orðið erfið ár í kjölfar þess að hætta samstarfi við AGS en að þjóðin sé tilbúin í það! En sorry sýnist mönnum það virkilega í ljósi þessa árs sem nú er liðið að fólk sé tilbúið að taka á sig griðarlega erfiðleika. Nei ég held ekki.


mbl.is Rætt um að hafna lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að taka undir með þér að sýnist fólk almennt ekki vera tilbúið að taka á sig gríðarlega erfiðleika.  Margir virðast ekki einu sinni tilbúnir til að taka á sig NEINA erfiðleika. 

ASE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband