Leita í fréttum mbl.is

Bíddu! Bíddu hver dó og gerði Ögmund að sérfræðingi í þessum málum?

Ég hef áður bent á eftirfarandi hér fyrr í dag! Þar sagði ég m.a. Þegar þeir menn sem nú vilja kasta öllum áætlunum okkar og AGS út, verða þeir að vera tilbúnir með sýn á hvernig:

  • Komið verði í veg fyrir nýtt gengishrun
  • hvernig við bregðumst við þegar vextir og afborganir af erlendum lánum koma til og ekki er til gjaldeyrir fyrir þeim
  • hvernig fjárfestar verða fullvissaðir um að til sé gjaldeyrir til að greiða arð af fjárfestingum þeirra hér.
  • bregðast á við þegar og ef lánshæfimat ríkisins og fyrirtækja hrapar og erlend lán verða miklu dýrari.
  • Hvernig á þá að byggja hér upp atvinnutækifæri? Ef að fyrirtæki geta ekki fengið fjármögnun nema innanlands. Þau þurfa væntanlega gjaldeyrir til að kaupa inn.
  • Hvað kemur til með að þurfa að skammta  og hversu víðtækt skömmtunarkerfi verður.

Sá á www.visir.is er Þorvaldur Gylfason einmitt spurður um þetta og hann segir.

Gætum lent í greiðslufalli ef AGS fer úr landinu


Þorvaldur Gylfason prófessor segir að þeir sem vilji sparka Alþjóðagjaldeyrirssjóðnum úr landinu séu að leika sér að eldinum. „Við gætum vel þurft á láni AGS að halda til að forða því að Ísland lendi í greiðslufalli," segir Þorvaldur. „Slíkt yrði mikil auðmýking fyrir landið og þjóðina."

 

Aðspurður um álit á þeim fréttum að meirihluti sé meðal þingmanna að hætta samstarfinu við AGS segir Þorvaldur að ógæfu Íslands verði allt að vopni þessa dagana. „Þarna virðist vera einhver hugmyndafræðileg andúð á sjóðnum á ferðinni sem á ekkert skylt við röksemdir," segir hann.

 

Þorvaldur bendir á tvö önnur atriði sem fylgja örugglega í kjölfarið á því að AGS yrði látinn taka poka sinn á Íslandi. Í fyrsta lagi myndu lánsmatsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors, öll lækka lánshæfiseinkunnir sínar fyrir ríkissjóð niður í ruslflokk. Þar með væri tekið fyrir frekari lántökur erlendis frá til Íslands.

 

„Það hefur skinið í gegnum málsflutning frá þessum matsfyrirtækjum undanfarið að vera AGS á Íslandi sé nær það eina sem heldur ríkissjóði enn í fjárfestingaflokki hvað lánshæfið varðar," segir Þorvaldur.

 

Þriðja atriðið sem Þorvaldur nefnir er að með brottför AGS yrði ekki vinnandi vegur að afnema gjaldeyrishöftin sem nú er í gildi. Þar að auki þyrftu þau höft að vera viðvarandi um langan tíma.                                                        Sjá grein

 

 


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband