Leita í fréttum mbl.is

Stór varasöm leið og umræða

Sjálfstæðismenn hafa farið hamförum nú um að við eigum að:

  • Hætta samstarfi við AGS
  • Ekki taka svona há lán
  • Virkja og byggja stóriðju

Þeir tala um þetta eins og þetta sé ekkert lán. Ríkið eigi bara að gefa græn ljós á virkjanir og þá leysist allt annað að sjálfu sér. Erlendir aðilar komi hingað í hópum að fjárfesta. En einu gleyma þessir menn. Þ.e. að við fáum engin lán til að fjárfesta í virkjunum nema á okur vöxtum fyrr en heimurinn fær trú á að við séum að taka til hjá okkur og séum að virða skuldbindingar okkar. Ath. t.d.

Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um virkjanaframkvæmdir eru í uppnámi, fáist ekki þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem vilyrði er fyrir. Afgreiðslu lánsins var hafnað í júlí vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. ( www.visir.is)

Og fólk er svo auðtrúa að taka þetta trúanlegt hjá sjálfstæðismönnum. Í gær kom Bjarni Ben með eina patent lausn sem byggðist á því að jöklabréfum yrði breytt í langtíma ríkisskuldabréf. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að erlendir aðilar sem eiga hér Jöklabréf vilja ekki festa peninga hér í langtíma skuldabréfum við ríkisstjórn þar sem að stór hluti Alþingis er undirlagður af því hvernig við komumst hjá því að efna skuldbindingar okkar og losa okkur undan þeim áætlunum sem Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur setti fram og AGS samþykkti.

Svo má ekki gleyma að það hefur verið sýnt fram á að Helguvík í endanlegri stærð, stækkun í Straumsvík og svo Bakki  í fullri stærð mundu klára alla þá orku á Suðvestur, Suðurlandi og Norðaustur landi sem er til. Og eftir það verður ekki meiri orku þar að hafa nema að virkja Gullfoss og Dettifoss.

Því eru svona draumsýnir eins og Sjálfstæðismenn halda fram út í hött. Því að hvað á að gera í framtíðinni þegar okkur fjölgar og það þarf að skaffa fleiri störf. Úps. Við erum óvart búin að binda alla orku til Álver næstu 30 til 40 árin. Sem skapa kannski með afleyddum störfum um 3000 störf.

Og aftur að erlendum fjárfestum. Hver haldið þið að vilji koma hingað með gjaldeyri ef hann sér fram á að hann gæti átt á hættu að ekki verði til gjaldeyrir til að greiða honum til baka eða þegar hann vill héðan út. Og sér í lagi ef þeir hlusta á umræðuna hér á landi um að við eigum ekki að borga, setja skatt á erlenda aðila sem vilja flytja fé úr landi, og fleira og fleira.


mbl.is Ísland þarf ekki að greiða AGS-lán strax til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt skárri stefna en sú sem þið samfylkingarmenn viljið. Bara bjóða rassinn útí loftið og vona að þeir noti vaselín! Það er bara aulaskapur.

Jón (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æji mér leiðast svona rassa frasar. En bendi líka á að ég tala ekki fyrir samfylkinguna þó ég hafi kosið hana og hugmyndir mína og þeirra fari ágætlega saman. Einu tengsl mín við Samfylkinguna er að ég borga 2 eða 3 þúsund kr. í Samfylkinguna í Kópavogi sem er bæjarmálafélag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.10.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er lúmskt íhaldið eins og vant er. Tími patentlausnir í almenning með reglulegu millibili og slá um sig með stóryrðum. Stóriðjan er að komast í blindgötu hvað varðar lánsfé og mengunarkvóta, svo þetta gengur ekki í loftköstum hjá íhaldinu. Ef þetta ICESAVE mál klárast fljótlega sem það verur að gera, þá fer áætlun ríkisstjórnarinnar að þokast áfram enn frekar.

Þó einhver sé á sama máli og ríkisstjórnin, er ekki þar með sagt að sá/sú sé endilega talsmaður annarshvors flokksins. Þetta snýst miklu frekar um heilbirgða skynsemi, en hana virðist skorta hjá Íhaldinu og Framsókn nú um stundir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband