Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg framsókn

Jóhanna sendir bréf til Noregs og spyr hvort að við getum sótt um lán til þeirra óháð AGS eins og framsókn hefur verið að boða. Þeir komu jú hingað með þau boð að við þyrftum bara að biðja um lán þá mundum við fá 2000 milljarða lán hjá þeim. Og nú heitir það "skemmdarstarfsemi" hjá framsókn að Jóhanna skuli kanna málið.

Og þeir halda áfram að fullyrða þrátt fyrir svar Forsætisráðherra Noregs:

Höskuldur segir að Noregsferðin hafi verið afar góð og að hann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi rætt við fjölda þingmanna úr öllum flokkum. Allir hafi þeir verið jákvæðir nema þingmenn Verkamannaflokksins.

„Ég er þeirrar skoðunar eftir þessa ferð að ég tel miklar líkur á því Íslendingar fái lán frá Norðmönnum komi formleg beiðni frá Íslandi."

Alveg frá því í sumar í vinnu fjárlaganefndar hef ég verði á þeirri skoðun að Höskuldur og illa grundaðar skoðanir hans séu Íslandi verulega hættulegar. Hann hefur stöðugt verið einhverjar upphrópanir sem engar stoðir eru fyrir. Til dæmis gerir hann og félagar sér enga grein fyrir því hversu alvarlegt það væri fyrir Ísland að fara til Noregs með formlega beiðni um lán og vera neitað. Það hefði gríðarleg áhrif á álit annarra á okkur til frambúðar.

Eins þá biður Jóhanna Seðlabankann og efnahags og viðskiptaráðuneytið að meta hvað mundi gerast ef við göngum ekki frá Icesave og þá glymur í framsókn:

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisdóttir, leggja nú allt undir til að kúga þjóðina til að sætta sig við afarkosti Hollendinga og Breta. Öllum meðulum sé beitt þar á meðal endalausum dómsdagsspám

Held að þetta fólk sé bara ekki raunveruleika tengt.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Því miður hafa háværustu þingmenn framsóknar opinberað sig sem hreina lýðskrumara og sem slíkir eru þeir slæmir fulltrúar þjóðarinnar á þingi.

En ég treysti þjóðinni til að greina kjarnann frá hisminu og hafna þessu liði í næstu kosningum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 13:02

2 identicon

Það stóð að sjálfsögðu aldrei til að samfylkingin og Jóhanna myndu samþykkja að fá svo stóra lánalínu frá no. það hefði einfaldlega þýtt að pressunni hefði verið létt af icesave, hefði verið hægt að slaufa AGS og svo það sem máli skiptir ....Blautir evrópudraumar Samfylkingarfólks hefðu líklega verið úr sögunni ...og það er ju ekkert sem skiptir meira máli en það!

Gunnar Þór Gunnarson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband