Leita í fréttum mbl.is

Jæja! Ætlar Höskuldur nú að biðjast afsökunar?

Höskuldur lég hafa eftirfarandi eftir sér:

„Ég hef heyrt að Jóhanna hefði sent Stoltenberg tölvupóst þar sem hún hefði sagt að förin okkar væri henni mjög óþægileg og því beðið forsætisráðherrann um svona bréf,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um bréf forsætisráðherra Noregs til Jóhönnu Sigurðardóttur.

Og einnig

Höskuldur Þór segir að ef rétt reynist hafi Jóhanna valdið íslensku þjóðinni miklum skaða með því að leggja stein í götu lánsins, en í bréfi Stoltenbergs kemur fram að útilokað sé að Norðmenn veiti Íslandi hærra lán og jafnframt ítrekað að Ísland verði að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en hægt sé að afgreiða upphaflega lánið.

 

„Ef svo er þá það skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni. Við fengum engin önnur svör en að það þyrfti að koma formlegt boð. Það var alveg sama við hverja við töluðum. Fulltrúi Sósíalíska vinstriflokksins í fjárlaganefnd hefur sagt að það eigi að ræða þessi mál upp á nýtt í Noregi."

Eftir að hafa lesið póstinn hennar Jóhönnu þá held ég að Höskuldur ætti að biðjast afsökunar. Eins að hann ætti að temja sér að skoða og kanna málin betur áður en hann ríkur í fjölmiðla. Því því þó menn haldi að leiðin á toppinn liggi í gegnum fjölmiðla þá er ekki alveg sama hvað menn rjúka með þangað.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Stoltenberg segir ekkert af viti í þessum pósti. Og pósturinn hennar Jóhönnu er orðaður þannig að hún "afsakar" ferð Höskuldar og Sigmundar og umfjöllun um ferðina... og hún vill helst fá neikvætt svar við fyrirspurninni. Stoltenberg virðist einnig taka þátt í þessari Icesave-kúgun.

Reynir Jóhannesson, 11.10.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir Sigmundur og Höskuldur eiga að segja af sér þingmennsku.  Slík er framkoma þeirra og dólgsháttur. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2009 kl. 17:52

3 identicon

Jóhanna skrifar: "Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn."

Hún vissi hvert svarið yrði, Jóhanna virðist vita allt.

Var þetta raunveruleg spurning til Jens? Ég segi nei.

Benni II (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:57

4 identicon

Þó hún birti einn tölvupóst, þá er ekki sjálfgefið að öll samskipti hennar og Jens hafi verið birt. Þar fyrir utan er þetta andskoti lélegt af henni. Hún spyr ekki hvort norðmenn vilji lána okkur, heldur spyr hún hvort það sé raunhæft sem hún hefur heyrt frá framsóknarmönnum um 100 milljarða lán... þó hún viti að norðmenn ætli ekki að lána okkur 100 milljarða, þá viti það greinilega ekki allir og við þurfum því að fá það staðfest.

Jens svarar heldur engu. Hann leggur áherslu á skilmála samnorræna lánsins, þ.e. tengingu við Icesave og AGS. Það eitt og sér útilokar ekki að norðmenn geti veitt okkur frekari aðstoð, sé hennar óskað. Sú ósk kemur ekki frá Jóhönnu, það er ljóst!

Falskheitin ætla bara ekki að eiga sér takmörk!

Ófeigur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:58

5 identicon

ERGO....það er eitthvað rotið innan "Danaveldis"

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:02

6 identicon

Jóhanna er vanhæf, enginn leiðtogi og það sést vel undirgefnin og aulaháttur hennar í þessum póst.  Við eigum að láta á norsarana reyna, senda formlega beiðni.  Höskuldur þarf ekki að biðjast afsökunar, Jóhanna er sú sem á að biðja þjóðina afsökunar

Baldur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:04

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er Framsókn að fara á límingunum, þeir reyna að verja bullið í Höskuldi með nýju bullu. Sammála þér Magnús en býst ekki afsökun frá strákunum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband