Leita í fréttum mbl.is

- " Látið okkur bara í friði" -

Þetta er að verða tísku setnng í málefnum Álvera í Helguvík og á Bakka! Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað fólk á við með þessu? Þetta mundi kannski ekki vera svona fáránlegt ef að orka í þessi Álver lægi á lausu í þessum sveitarfélögum en því er ekki að skipta.

Fyrir Norðan hafa þeir jú Þeysareyki og ég fór að velta því fyrir mér hvort að þar væri kannski næg orka. En skv. lauslegum lestri á netinu þá er talið að þar sé aðeins um 200 Mw. En fullbúið 360 þúsund tonna álver notar um 630Mw.  Svo ég held að ef þau væru látin vera að koma sér upp álverinu þá yrði það ekki nema 90 þúsund tonn og það væri kannski bara ágætt. En skv. því sem menn hafa rætt þýðir svo stórt Álver að nær allir virkjunarkostir norðan heiða fara í þetta. Allt frá Skagafirði og austur um allt norðurland og þar með væri sú orkua næstum búin.

Eins er þetta með Helguvík. Það hefur verið færð rök fyrir því að Helguvík fullbúið komi til með að nýta um 70% af allri orkunni sem hægt er að vinna hér á SV landi og suðurlandi líka. Og því aðeins eftir orka hér sem samsvarar þörf til að byggja hálft álver hér á svæðinu í framtíðinni. Og við erum að tala um næstu 40 til 70 árin.

Nú á tímum þegar allir eru að horfa í skuldir sem við séum að leggja börnin okkar og barnabörn. En við erum tilbúin að fórna allri orku sem þau gætu þurft til að auka hér atvinnu næstu hálfa öldina.

Er þetta ekki vanhugsað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þingeyjingar voru að undirrita einhverja yfirlýsingu nú á dögum við íslanska fyrirtækið sem hefur milligöngu varðandi netþjónabú. Það er kostur sem vert er að skoða. Álveraumræðan er drifin áfram af stjórnarandstöðunni og talið gott áróðurstæki á þeim bæjum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.10.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband