Leita í fréttum mbl.is

Jæja herra Neikvæðir - Hvað segið þið þá?

Skv. Þeim sem tala um að

  • ESB sé ógeðslegt saman safn af vondum þjóðum sem ætli að stela öllu hér og neita að hjálpa okkur. Og leyfa sér að ganga eftir því að við greiðum skuldir okkar sem þær allar eru sammála um að við eigum að greiða.
  • Og svo Norðurlandaþjóðirnar sem neita að veita okkur lán fyrr en að AGS samþykkir það.
  • Og AGS sem er svo vondur að vilja að við gerum upp IceSave samninginn.
  • Og svo Bandaríkjamenn sem neituðu að lána okkur,
  • Kína sem neitaði að lána okkur.
  • Og nú Rússar sem neita að lána okkur.  Nú fara að verða fáar þjóðir sem við getum þá haft samskipti við skv. þessum sömu mönnum. Held að það sé næsta ljóst að við eigum enga vini lengur og ættum því að læsa bara að okkur. Borða hundasúrur og fjallagrös og eiga bara vöruskipti milli okkar með plat pengingum sem við höfum kalla krónu.

En ég veit að þessir menn halda áfram að hamra á því að Stefán og Ragnar Hall hafa svo miklu réttar fyrir sér en allar hinar þjóðirnar, og að AGS sé á mála hjá stórum fyrirtækjum sem vilja eignast orkuna og flytja hana úr landi. Og þannig halda þeir áfram að röfla næstu misserin. Sjá ekkert nema svartnætti þrátt fyrir að hér smátt og smátt fari að batna ástandið.

Þessir sömu menn eru mjög áfjáðir um öll okkar orka fari í 2 álver sem eru kannski framtíðarstörf fyrir 800 manns. Þeir hugsa ekkert út í að þessa framkvæmdir auka kannski skuldir þjóðarinnar um 4 til 500 milljarða og líkur á að allar tekjur af orkunni næstu 40 árin fari í að greiða fyrir byggingu þeirra. Eins að þessi álver eru með sér samninga sem tryggja þeim mjög lága skatta. Þannig að tekjur til framtíðar fyrir okkur eru mjög litlar af þeim flestum. Hagnaður falin þar með því að stofna til skulda við móðurfélög þeirra og því borga þau ekki einu sinni nema hluta af þeim sköttum sem þau ættu að borga.

Er virkilega farinn að hugsa til þess að komist þessi sjónamið til valda hér þá verðum við aftur komin í skítinn eftir nokkur ár nema að okkur takist að komast inn i ESB


mbl.is Rússar hafna láni til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og það versta er að neikvænin gengur svo vel í fólk sem er skelfilegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.10.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband