Leita í fréttum mbl.is

Ef við fengjum lán frá Norðmönnum!

Ég er svona að velta fyrir mér eftirfarandi varðandi það ef við fengjum lán frá Noregi og mundum slíta samstarfi við AGS:

  • Við þyrftum væntanlega að borga það til baka aftur líka!
  • Þeir voru ekki tilbúnir að lán okkur áður nema á 6,7% vöxtum! Og það eru kjörin á þvi láni sem við höfum fengið frá þeim
  • Lán frá Noregi mundi væntanlega ekki losa okkur undan því að við þyrftum að koma hér efnahagslífinu á réttan kjöl. Þ.e. við þyrftum að skera niður samt sem áður og auka skatta. Því Norðmenn mundu væntanlega ekki sætta sig við að misvitri lögfræðingar hér finndu leiðir til að komast hjá því að greiða lánið til baka
  • Þannig að við þyrftum sjálfsagt að leggja fyrir Noreg áætlun um hvernig við ætluðum að koma hér á skömmum tíma fram umbótum sem miðuðu að því að koma hér landinu á rétt ról. Og sennilega mundum við endurnýta þá áætlun okkar sem við lögðum fyrir AGS þegar við sóttum um fyrirgreiðslu hjá þeim. Þetta mundi væntanlega þýða að við þyrftum að hafa hér vexti háa til að koma í veg fyrir að Norska lánið mundi streyma út úr landinu með erlendum eignum hér í Jökla og ríkisbréfum.
  • Við þyrftum væntanlega að hafa hér höft á gjaldeyrir til að tæma ekki gjaldeyririnn úr landi.
  • Við hefðum hinsvegar ekki stuðning frá AGS varðandi erlenda fjárfesta sem horfa náttúrulega í mat AGS á því hvernig okkur gengur sem og þann stuðning að aðrar þjóðir og fjárfestar horfa í að AGS hefur samþykkt áætlun okkar og telja að hún gangi upp.
  • Sennilega yrði horft til þess að við séum ekki tilbúin til að taka á okkar málum og viljum aðeins fara auðvelda leið sem byggist á aukinni skuldsetningu þjóðarbúsins.
  • Lán frá Norðmönnum yrði sjálfsagt skuldbundið líka um að við leystum IceSave deiluna því annars væru líkur á að Norskt lán mundi streyma úr landi upp í skuldir síðar.

Svo ég leyfi mér að velta fyrir mér hversu betur við værum sett með norskt lán í staðinn. Þ.e. ef það væri raunhæfur möguleiki á að fá slíkt lán, sem er víst ekki nema í huga ákveðinna manna.


mbl.is Lán óháð AGS óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband