Leita í fréttum mbl.is

Egill lætur bankana heyra það!

Í gær í pisli á Silfri Egils lætur Egill Helgason bankana heyra það. Hann er að svara bloggi Guðmundar Magnússonar Sem fannst Egill tala full harkalega í pisli sínum á Gamlárskvöld. En um þann pistil hef ég fjallað áður. En að pislil hans í gær. Þar segir hann m.a.

Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust - þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi. Yfirdráttarvextir sem eru á þriðja tug prósenta, húsnæðislán sem margfaldast á tímanum sem tekur að greiða þau upp - þetta er ekkert annað en sjúkt. Viðhofið til kúnnanna er eins og þeir séu dýr sem skuli leidd til slátrunar.

Hví ætti maður þá að bera virðingu fyrir þessum stofnunum?

Svona starfsemi þrífst í skjóli fákeppni og einangrunar, enginn þarf að segja manni að bankarnir með allan sinn stjarnfræðilega hagnað geti ekki boðið upp á betri kjör. Bankarnir hafa sjálfsagt náð frábærum árangri í útrásinni, þeir borga sumum starfsmönnum sínum mjög há laun, en meðan staðan er svona getur maður ekki annað en haft horn í síðu þeirra. Og það hefur þjóðin líka.

Síðar í greininni segir hann:

Bankarnir eru duglegir við að styrkja alls konar starfsemi, íþróttafélög og menningu. Enn duglegri eru þeir við að auglýsa ímynd sína, hvað þeir eru frábærir. Sá síðasti sem var kallaður til var grínleikarinn John Cleese. Ég held að ég tali fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi:

Ekki meiri Cleese, plís!

Lækkið frekar vextina. Hættið að okra á okkur!

Greinina sjálfa í heild má lesa hér

Og ég segi bara: „Láttu þá heyra það Egill"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband