Leita í fréttum mbl.is

Þetta er mun betra en ég reiknaði með!

Finnst það merkilegt hvað við fáum mikið af fyrirvörum okkar inn í þetta og ákvæðið sem kennt er við Ragnar Hall hélt ég að við fengjum ekki inn. Það þýðir að við höfum forgang að eignum gamla Landsbankans þannig að fyrst fái innistæðutryggingarsjóður okkar greitt upp í sinn hluta áður áður en aðrir geti gert kröfur í þær. Þetta eykur líkur á því að það verðir ekkert eftir af þessu andskotans Icesave láni 2024.

Þetta eru það sanngjarnt ef rétt reynist að málið hlýtur að renna í gegnum Alþingi á nokkrum dögum. Og þar með getum við hugsað um eitthvað annað næstu árinn. Og vonað að skilanefnd hámarki eignir Landsbankans þannig að eftir 7 ár verði lítið eftir. Og ef krónan nær að leiðrétta sig um 30% verður ennþá minna eftir af þessari skuld. 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lastu þetta

"Ákvæðið sem kennt er við Ragnar Hall og kveður á um forgangsröð krafna er áfram inni líkt og fyrirvararnir gerðu ráð fyrir. Komist Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hins vegar að þeirri niðurstöðu að það stangist á við evrópskan rétt þá fellur það úr gildi og breytir þá engu þótt niðurstaða Hæstaréttar Íslands yrði á þá leið að ákvæðið héldi."

Semsagt ef það heldur þá er ekkert ða marka það ef það heldur ekki þá gildir það Þvílikir samningar ef samninga skildi kalla
út með þessa stjórn og það helst á morgun

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2009 kl. 00:35

2 identicon

Mun betra? Ertu drukkinn? Eða eitthvað þaðan af verra?

Sástu þetta?  

slensk stjórnvöld hafa fallist á að ekki verði hætt að greiða af Icesave-skuldabréfunum árið 2024 eins og fyrirvararnir gerðu ráð fyrir, heldur verði upphæðin greidd að fullu.

Á hinn bóginn hefur niðurstaða dómsins, þótt hann yrði Íslendingum í hag, ekki sjálfkrafa þau áhrif að greiðslur falli niður.

Magnús. Þú ert Íslendingur og ég segi þér: þetta er of dýkeyptur aðgöngumiði fyrir okkur í ESB. Það getur enginn þingmaður samþykkt þetta.

Þá fyrst förum við í skotgrafirnar.... hysjum upp um okkur brækurnar og "Yippee-kai-yai motherfucker".... eins og McLane myndi orða það.

Soffía (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:44

3 identicon

Glæsilegt, eins og Steingrímur sagði um Svavar Gestsonarsamninginn. Glæsilegt, takk, glæsilegt. Við fáum sko að borga, æðislega gaman. Komumst við ekki í ESA í fyrramálið ? Æðislegt, frábært fólk sem er við stjónvöldin hjá þessari vesölu þjóð.

Öddi (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:58

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Góða Soffía. Getur þú nefnt mér einhver lán sem ríki hafa fengið og ganga út á að ef þau eru ekki greidd innan ákveðina árafjölda þá bara falli þau niður. Held að það sé nú ekki oft? Þetta vissu allir meira að segja stóð í fyrirvörum okkar að ef að skuldin væri ekki greidd í lok samningsins þá skildi sest niður og samið um áframhaldið. Svo láttu ekki svona. Og það væri engin afgangur af láni sem á að borgast á 15 árum nema ef því að Bretar og Hollendingar ætla að gefa okkur tækifæri á að borga aldrei meira en 6% af aukningu hagvaxtar á ári. Því lánið upprunalega var bara til 15 ára.

Jón og hvaða stjórn vilt þú fá i staðinn? Held að það sé sama hvaða stjórn þú færð það þarf að borga þetta lán. Við erum marg búin að samþykkja að við ætlum að borga innistæður upp að 20,8 þúsund evrur sem gera um 660 milljaðra. Bretar og Hollendignar borguðu samtals um 1250 milljarða króna á gengi dagsins í dag og okkar hlutur samkvæmt samkomulaginu frá því í nóvember í fyrra er 660 milljarðar. Og sjálfstæðisflokkurinn var búinn að gefa vilyrði fyrir að borga þetta á 10 árum með 6,7% vöxtum. Vilt þú þá kannski í staðinn? 

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Komumst við ekki í ESA í fyrramálið ? Öddi ég veit ekki hvað þú ert að tala um ESA er eftirlitsstofnun EFTA!

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo væri gaman að vita hvort að fólk hafi virkilega haldið að við fengjum bara allt sem við óskuðum í samningum við Breta og Hollendinga? Það væri bara nóg að setja lög á Alþíngi og Bretar og Hollendingar mundu bara kynjga því. Það væri þá auðvelt fyrir okkur í framtíðinni. Bara að setja lög um að aðrar þjóðir eigi bara að hlýða okkur og amen.

Bendi fólk á að lesa þessa frétt t.d. varðandi dómsstólaleiðina. Þeir eru ekki að segja að við þurfum alltaf greiða ef okkur væri dæmt í vil. Heldur að það þurfi að semja þá upp á nýtt. T.d. ef í ljós kæmi að þeir skulduðu okkur þá vildu þeir væntanlega semja um endurgreiðslur á því.

Bretar og Hollendingar munu hafa fallist á að hægt verði að fara með málið fyrir dóm til að láta reyna á greiðsluskyldu Íslands, líkt og fyrirvararnir kveða á um. Á hinn bóginn hefur niðurstaða dómsins, þótt hann yrði Íslendingum í hag, ekki sjálfkrafa þau áhrif að greiðslur falli niður. Verði dómurinn Íslandi í vil hefur hann aðeins þau áhrif að  sest verði aftur að samningaborði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 01:12

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Helgi,

á s.l. 30 árum hafa 27 fullvalda ríki sett á einhliða greiðslustöðvun tímabundið og tekið þannig stjórn á sínum málum. Samið upp á nýtt og fengið fram afskriftir. Notað síðan tímann til að byggja sig upp.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.10.2009 kl. 01:52

8 identicon

Vó rólegur samfylkingar kútur! Frábær samningur! Þessi "lán" sem þú villt að við borgum til baka, er alls óvíst að við skuldum! Það er allt í lagi að borga til baka lán sem maður tekur, skrifar upp á víxil í bankanum og er með greiðsluáætlun um. En ríkið skuldar ekki þessa peninga, fólkið í landinu skuldar ekki þessa peninga. Ríkið tók aldrei þetta lán. Bretar ákváðu sjálfir að greiða út og rukka íslendinga. Sérfræðingar hvaðanaf í heiminum benda á þessa staðreind.

Niðurstaða: Alveg sjálfsagt að greiða þau lán sem eru tekin, eins og greiðsluáætlun segir til um. 

Ekki sjálfsagt að borga einhverjum sem sendir okkur reikning og segir borgið skuldir einkabankans... það er tryggingasjóður sem á að gera það. Hann er gjaldþrota. Hann er ekki tryggður af ríkinu! 

Daníel (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 08:06

9 identicon

þetta er hreint ekki slæmur samningur og í raun betri en við hefðum mátt búast við. Það besta er að nú er hægt að snúa sér að því að endurheimta það sem útrásarvíkingarnir hirtu af þjóðinni. Hreinsa til í spillingargeiranum og endurbyggja þjóðfélagið. Það verður engin fátækt hér, sem margir vilja vera láta, langt í frá. Brettum nú upp ermarnar og gerum hreint fyrir okkar dyrum og byggjum upp nýtt heilbrigt samfélag án gorgeirs, hroka og mikilmennskubrjálæðis. Samfélag sem er sniðið eftir nátturulegum vexti og stærð og gefur lífsrými fyrir alla og þarafleiðandi raunveruleg lífsgæði sem aldrei, aldrei aftur verða mæld í sýndarveruleika efnishyggju og óheilbrigðu framapoti á kostnað náungans.

Það er kannski of fljótt að óska þjóðinni til hamingju. En við stöndum nú á þröskuldi nýrrar framtíðar. Þetta er okkar "Ground zero" Við höfum nú einstakt tækifæri til að byggja upp nákvæmlega það samfélag sem við viljum. Með dýrkeypta reynslu í veganesti, vitum við einnig nákvæmlega hvaða leið við ekki eigum að fara.

Góða framtíð!

Gunnar, við höfum sjö ár.

Gunnar, við fáum 7 ár!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 08:49

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvernig er hægt að vera ánægður með að ríkisstjórn hunsi vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og þingið?

Hvenær ætlar fólk að skilja að þjóðin hafnar þessu?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 09:11

11 identicon

þú ert nú eitthvað það sorglegasta sem á ritvöllinn hefur mætt, ég vona að samfylkingin taki nú ekki uppá því að biðja fólk í alvörunni að gleypa skít, því þú yrðir án efa fyrstu til að gleypa hann og það án allra fyrirvara.

Hákon (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:18

12 identicon

Hákon ég er algörlega sammála þér,maðurinn er ekki í lagi.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 17:01

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hákon og Árni hér með er ég hættur að ræða við ykkur. Það er nákvæmlega ekkert að ræða við ykkur. Og ef þið ætlið að halda áfram að vera með svona orðbragð þá set ég bann á ykkur báða. Þið eruð sem sagt á þvi að ef ég hef ekki ykkar skoðun á málum þá sé ég heimskur. Ég kaupi það ekki

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 17:13

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Adda hvað áttu þú við með meirihluta þjóðarinnar? Það hefur ekkert verið kannað hvað fólk finnst að eigi að gera varðandi Icesave. Held að flestir verði fengir að þess máli sé að ljúka í bili.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 17:14

15 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæri Thor,

ég geri ráð fyrir að þú sért að svara mér þegar þú bendir á árin sjö. Það eina sem ég get bent þér á að lesa fjárlögin fyrir næsta ár og grúska í hagtölum á vef Seðlabankans. Þá munt þú sjá að við lendum í vanskilum sem þjóð. Skuldir okkar eru í erlendum gjaldmiðli, td dollurum og það ákvarðar hvort við getum greitt skuldir vorar. Við munum ekki eiga nægjanlega mikið af dollurum til að borga öll erlendu lánin okkar. Sjö ár skipta engu máli. Á næsta ári munum við sennilega missa Landsvirkjun í hendur lánadrottna af þessum sökum. Þar með er málið dautt. Meðan fólk skilur ekki þetta er ekki von á góðu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.10.2009 kl. 00:21

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæri Magnús,

þætti vænt um ef þú tækir málefnalega afstöðu til innleggs míns á blogg þitt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.10.2009 kl. 00:23

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar Skúli. Skv. þvi sem ég hef lesið eru flest þessara ríkja í Afríku, og Ameríku. Dæmið sem mest er talað um er Argentína. En þeir líða enn fyrir það að þeir eiga ekki en greiða leið inn á alþjóðamarkaði eftir 8 ár. Og þeir voru í þeirri aðstöðu að stór hluti þeirra þjóðar lifir að mestu sjálfsþurftar búskap. Þeir t.d þurfa ekki að flytja mikið inn. Og nokkrar þjóðir í S Ameríku hafa skaffað þeim gjaldeyri. Engin þjóð sem ég þekki og hefur farið út í greiðslu stöðvun á eins mikið undir innflutningi og útflutningi eins og við. Það mundir hér verða skortur í nokkur ár á eldsneyti, og flestum matvörum. Fyrirtæki gætu ekki selt vörur erlendis þar sem að svona einhliða greiðslufall mundi valda því eins og gerðist í október að þjóðir og fyrirtæki gætu farið fram á að allar greiðslur okkar fyrir vörur yrðu frystar eða gerðar upptækar. Og sömu leiðis með greiðslur til okkar vegna útflutnings. En ég neita að miða við lönd eins og Zimbabe og Afríkuríki sem eiga lítil viðskipti hvort eð er nema við næstu lönd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 00:53

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrst þú hefur kynnt þér þetta væri kannski gaman að þú nefndir okkur land sem hefur blómstrað eftir að hafa hætt að borga skuldir sínar

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband