Leita í fréttum mbl.is

Bjuggust menn við að Bjarni og Sigmundur mundu fagna þessu?!!!

Þeim félögum finnst náttúrulega ömurlegt að allir fyrirvararnir eru að mestu komnir inn sem viðauki. Ég held að það sé alveg sama hvað Steingrímur hefði samið um það hefði verið ómögulegt. Eins og þegar fyrirvararnir voru samþykktir þá voru þeir ekki ánægði þó þeir hafi átt þátt í að semja þá og 2 mánuðum eytt í að koma til móts við þá. Framsókn var samt á móti. Og Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá.  Þannig að ég er ekki að skilja af hverju þeir eru að vísa í þessa fyrirvara sem þeir hvort eð er gátu ekki sætt sig við?
mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ertu sáttur Magnús ?

Jón Snæbjörnsson, 18.10.2009 kl. 18:27

2 identicon

Hver er sáttur Jón? Er það hægt eftir sukkið hjá sjöllum og framsókn í 18 ár?

Stundum þarf hins vegar að gera meira en gott þykir. Einhver verður að þrifa upp skítinn eftir framsókn og sjálfstæðisflokkinn.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón mér finnst ömulegt að upplifa að við höfum látið viðgangast að bankar hér bólgnuðu út. Út fyrir alla sem eðlilegt er. Mér finnst ömurlegt að að eftirlit okkar skildi vera í mýflugumynd, framkvæmt af stofnunum sem alltaf verið sveltar og í raun ekki getað gert það sem þær áttu að gera. Enda taldi Sjálfstæðisflokkur að eftirlit væri óþarfi og talaði um "Eftirlitsiðnað" Ég er ósáttur við að við skildum leyfa Landsbanka að stofna útibú í útlöndum. Og að vð skildum ekkert fylgjast með þvi sem menn voru að gera. Ég er ósáttur við að við skildum ekki skylda þessa banka til að borga miklu meira í innistæðutryggingarsjóðinn. Og ég er ósáttur við að það skuli lenda á okkur. Ég er þó sáttur við að Bretar og Hollendingar láta okkur ekki borga alla Icesave innistæðuna heldur aðeins trygginguna upp á 20.800 evrur. Menn eru sennilega búnir að gleyma því að Bretar og Hollendingar eru borga um helminginn af innistæðum einstaklinga. Þ.e. þeir borga allt umfram trygginarnar. Sem gerir um 600 milljaðra sem lenda á þeim. En því eru allir búnir að gleyma.

Minn skilningur á EES tilskipuninni sem segir að innistæður upp á 20.880 eigi að vera tryggðar og það sé ríkisins að sjá um að til séu til staðar kerfi til að tryggja það, hafi gert okkur ábyrg. Því að kerfið okkar tryggði ekki innistæður skv. tilskipun og í raun langt frá því

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég sé ekki afhverju ég á að vera borga fyrir annarra manna "spilamennsku" hvort sem það eru 20.800 Evrur eða minna - við eigum að láta reyna á þetta fyrir dómstólum annað er ósanngjarnt ekki bara fyrir mig heldur ykkur líka og þá sem á eftir okkur koma

það liggur ekki lífið á að koma sér í enn verri stöðu - eða er fólk almennt sátt við að laun þeirra um hver mánaðarmót fari í að borga niður Vísa reikninginn nem nú stækkar sá reikningur svo um munar ef af verður, það eru takmörk hversu langt hægt er að færa "NÚLLIÐ" niður

Jón Snæbjörnsson, 18.10.2009 kl. 20:17

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vegna þess að með útgáfu leyfis fyrir bankana tók ríkið ábyrgð á að þeir færu að lögum og gættu að þvi að þeir væru borgunaraðilar á þeim innstæðum sem ríkið átti að fylgjast með. Þetta gerðu öll lönd í Evrópu og Ameríku. Þær lýstu allar yfir að þær ábyrgðust að kerfin mundu halda og að innistæður fólks væru tryggðar! Eins gerðum við!

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 20:35

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þá skulum við láta dómstóla meta þessa stöðu - svarið verður þá í aðrahvoraáttina sem allir verða að sætta sig við.

er það ekki best

Jón Snæbjörnsson, 18.10.2009 kl. 21:57

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón þú gerir þér grein fyrir að með yfirlýsingum t.d. Geirs og Árna Matt sl. vetur þá gætum við lent í því skv. jafnræðisreglum að þurfa að borga allar innistæður einstaklinga á Icesav. En það voru um 12 til 13 hundruð milljaðrar. Það var upprunalega krafa Hollendinga og Breta. Þeir rökstuddu það með því að við gætum ekki gert upp á milli innstæðueigenda eftir þjóðerni. Og við tryggðum allar innstæður Íslendinga. En í framhaldi af Brussel fundinum var síðan fallist á að við mundum aðeins greiða innistæðutryggingu. Þar með tóku Bretar og Hollendingar um helming innistæðna almennings á sig. Og eins gætum við með þessu vakið upp mál allara fyrirtækja, sveitarfélaga, borga og sjóða sem fá ekkert upp í sínar skuldir.

Eru menn tilbúnir að láta á þetta reyna af því að Stefán Már prófessor telur að þetta sé möguleiki og síðan hafa allir lapið þetta upp eftir honum. Án þess að fólk hafi hugmynd um túlkun á evrópulögum og reglum.

Ef þú horfðir ekki á Silfrið í dag horfðu þá á þennan hluta.

Silfur Egils
Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Maggi,peningar eru eitt en að láta Nýlenduþjóðirnar spila með sig eins þessi valdafíkna stjórn er að gera,oh my!

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:47

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga við erum búin að vera í stríði við þær meira og minna síðan í október 2008. Við erum búin á þeim tíma að helminga það sem þeir ætluðu okkur með réttu og röngu að borga. Við sitjum uppi með það að við lofuðum að greiða innistæðutryggingar sem við áttum að tryggja að bankarnir réðu við. Holland og Bretland borga sjálfir um 700 milljarða til innistæðueigenda Icesave og við svo annað eins. Við fáum þetta á hagstæðari kjörum en gengur og gerist. Enda var þetta ekki stríð bara við Breta og Hollendinga. Það voru allar aðrar þjóðir á þessu að við þyrftum að ganga frá þessu. Allar þjóðir ESB, Noregur, sennilega USA fyrst þeir gerðu ekkert í AGS þar sem þeir ráða miklu. Og sennilega Kína og fleiri þjóðir. Þvi annars hefði einhver þeirra boðið okkur aðstoð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 01:19

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gleymdi að á einhverjum tíma verðum við að meta hvort að stríðskostnaður okkar borgar sig. Og á þessu tímum held ég að samnigar um þetta hefðu ekki getað beðið lengur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 01:21

11 Smámynd: Elías Stefáns.

Magnús Helgi, þú átt þakkir og heiður skilinn fyrir þolinmæði og elju við að útskýra þessa hluti fyrir fólki sem hvorki vill sjá né skilja.
Hvet þig áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Elías Stefáns., 19.10.2009 kl. 04:22

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Magnús, þetta viðtal við prófessor Guðmund Heiðar er fyrirfram pantað af núverandi ríkisstjórn og niðurstaðan eftir því - ég þykist vita að þú ert ekki blindur sem betur fer 

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband