Leita í fréttum mbl.is

Það er Evrópudómstólinn og EFTA dómsstóllin sem eiga náttúrulega að skera úr um þetta

Enginn vafi er á að Íslendingar bera ábyrgð á Icesave segir Johann Barnard, formaður hollensku samninganefndarinnar. Hann segir Evrópudómstólinn og EFTA dómstólinn eina geta skorið úr um gildi Evrópureglna um innstæður. ( www.ruv.is )

Þetta er kannski vert að gera sér grein fyrir. Johann Barnard benti á í 22:00 fréttum ruv að eðlilega væri það Evrópudómstólinn og EFTA dómstólinn sem gætu skorið úr um greiðsluskildu okkar þar sem að við værum að vitna í Evrópureglur (EES). Og engir aðrir dómsstólar geta skorið úr um þá. Eins þá benti hann á að öll ESB löndin og EFTA löndin utan okkar væru samfærð um ábyrgð okkar. Svo allt gaspur okkar sem í raun byggir á hugmyndum nokkurra lögfræðinga um galla í reglum fyrir okkur ekki ábyrgð á þessu andskotans Icesave.

Síðasta haust þá var kallaður saman gerðardómur sem m.a voru í fulltrúar frá EFTA og ESB þeir voru fljótlega vissir um ábyrgð okkar og til að fá ekki dóm þá sögðum við okkur frá honum.!

Í framhaldi af þessu er hér ábending til FME og Seðlabanka. Nú þegar að bankar eru að komast úr eigu okkar aftur: Gjörið þið svo vel að fylgjst með þessum bönkum almennilega. Setið þeim strangar skorður og beitið öllum ráðum til að þeir haldi sig við eðlilega bankastarfsemi og geri ekkert sem getur komið okkur í vandræði síðar. Og við þurfum ekki seinna en strax að fá stífari reglur, lög og eftirlit skv. þeim

 


mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég hef ekki rekist á harðari sambandssinna lengi, þú ert bara tilbúinn að greiða kröfu Hollendinga og Breta og taka upp allan þeirra málstað til þess eins geri ég ráð fyrir að komast í ESB.

Lög ESB um innistæðutryggingar eru nokkuð skýr þau segja: EB 94/19 25. liður "Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við þessa tilskipun."

Sú staðreynd að allar ESB þjóðirnar eru okkur ósammála gerir málstað þeirra ekki réttari. Gleymdu því ekki að allar þessar þjóðir voru okkur ósammála í landhelgisdeilunum, allar líka Norðmenn. Kröfur Hollendingar og Breta eru reistar á mjög veikum lagalegum stoðum og byggja miklu frekar á valdbeitingu en lögum. Þá vekur það líka furðu að ESB er að breyta EB 94/19 til að gera ráð fyrir að ríkistjórnir geti verið ábyrgar ef innistæðutryggingasjóðir duga ekki við aðstæður sem þessar. Sú breyting er óþörf ef túlkun Hollendinga og Breta er rétt en því er ESB ósammála.

Okkur ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda að greiða Icesave

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:13

2 identicon

Vilhjálmur Andri, þér hefur gjörsamlega mistekist að koma með rök fyrir máli þínu. Í staðinn skal það vera strámaður og annarskonar rökvillur.

Það er margoft búið að koma með rök fyrir afhverju Íslendingar eiga að borga þetta. Þeir sem eru á móti Icesave hafa hinsvegar komið með upphrópanir og önnur leiðindi, en engin rök.

Það er ekki hægt að taka mark á upphrópunum, enda er innihald slíks afskaplega lítið og gagnslaust.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:26

3 identicon

Ha, ha, ha!

Bankarnir störfuðu eftir reglum Evrópu.  Éigum við ekki bara að hafa samfylkinguna áfram yfir batteríinu.  Ráherra og fjármálaeftirlitið.

 Það gæti vel verið að næst þyrftum við að borga skuldir sem Japanir og þýskir eigindur koma okkur í. 

Það er ekki hægt að útiloka það með reglum.  Ekki hægt.   Kanki ólíklegra með góðu regluverki, en aldrei öruggt.

Þess vegna er skýrt tekið fram að það sé EKKI ríkisábyrgð í Evrópsku reglunum.  En þú og þínir kunnið víst ekki neitt voða vel að lesa eða hvað...Upphrópun.

Jón á skerinu (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það að það eigi að skýra tilskipun  94 segir akkúrat ekki neitt um skyldur okkar. Málið er að við settum hér neyðarlög og gáfum út yfirlýsingar um að allar innistæður í Íslenskum bönkum væru tryggðar. Og Landsbankinn í Hollandi og Bretlandi var Íslenskur banki. Og þetta voru bara útibú frá honum. Þar með var það mismunun eftir þjóðerni að halda að við þyrftum ekki að bera hluta af Icesave.

Annað er líka að í tilskipun EES um innistæðutryggingar stendur m.a að ríkjum sé skylda að koma upp einu eða fleiri kerfum sem tryggja innistæður upp að núverandi upphæð 20.880 evrum. Það þýðir að við áttum að vera með kerfi sem tryggði þessar innistæður. En það gerðu þau augljóslega ekki! M.a. þess vegna voru 2 fulltrúar ríkisins í stjórn innistæðutryggingar sjóðs og honum stjórnað af starfmanni úr seðlabanka í hlutastarfi. Síðan hefur túlkunin verið að við kerfishrun sé ekki hægt að ætlast til að þessar tryggingar væru nægar og skv. öllum túlkunum hefur þá verið litið  á að ríkisstjórnir og seðlabankar kæmu að því að tryggja að innistæðutrygginar mundu virka. Sbr. yfirlýsingar allra ríkisstjórna um allan hinn vestræna heim. Og í framhaldi af því allir þeir þúsundir milljarða sem ríkisstjórnir hafa varið í að halda bönkum gangandi eða yfirtökur á bönkum.

Ef að við bárum ekki ábyrgð á icesave innistæðum þá gátum við ekki borið ábyrgð á öðrum innistæðum í landsbankanum og þá ber NBI að skila öllum innistæðum allra innistæðueigenda til baka í þann gamla. Því þær nutu verndar umfram aðrar. Það eru væntanlega 2 til 400 milljarðar sem Íslenskir viðskiptavinir bankana tapa þá.

Minni þig líka á það sem hefur verið fjallað um í fréttum varðandi EVRÓPUREGLUR en dómstólar í ESB og EFTA ólíkt hér horfa í anda lagana og hvert markmið þeirra er. Ekki eins og hér þar sem horft er beint í lagabókstafinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 23:40

5 identicon

Ég er að vitna í sjálf lögin um innistæðutryggingar, þú hlýtur að vera að grínast þegar þú segir að ég komi ekki með rök eða mistakist að koma með rök.

Viltu frá frekari dæmi um það hvers vegna við eigum ekki að greiða þetta, hér er eitt til viðbótar: Sjálf breytingin á lögum um innistæðutryggingar: Gömlu lögin sem ná yfir Icesave: Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits being unavailable.

og nýju sem samþykkt voru 2009:

Member States shall ensure that the coverage for the aggregate deposits of each depositor shall be at least EUR 50 000 in the event of deposits being unavailable

Hvar eru rökin Jón Fríman fyrir því að við eigum að greiða þetta? Hvar eru þín rök?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:52

6 identicon

Magnús og jón frímann sjá ekkert annað en það sem kemur frá samfylkingu. Það er allt heilagur sannleikur sem kemur þaðan og það á ekkert að skoða önnur rök eða að mynda sér eigin skoðanir á málunum.

Geir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lögin um innistæðutryggingar eru frá 1999 hélt ég. Og voru sett hér. ESB er yfirleitt með tilskipanir og eins EES og það er síðan ríkjana að setja það í lög hjá sér. Þessvegna var jú samþykkt hér 1999 lög um innistæðutrygginar banka og fjáfesta.

Innlánatryggingatilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 sem kemur á fót Trygginasjóði innistæðueigenda. Lögin kveða á um að heildareign sjóðsins skuli að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innistæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Til þess að ná tilskildu lágmarki eru svo í lögunum ákvæði um hvernig lánastofnanir eigi að fjármagna umrætt lágmark eða eftir atvikum ábyrgjast greiðslur til sjóðsins til að lágmarkinu verði náð. Við fall bankanna haustið 2008 má því gera ráð fyrir að heildareign Tryggingarsjóðs innistæðueigenda hafi numið 1% af meðaltali tryggðra innistæðna á árinu 2006 og sjóðurinn því tæplega í stakk búinn til að koma til skjalanna ef innlán yrðu ótiltæk. Heyrst hafa þær röksemdir að það skipti ekki máli að fjárhagur Tryggingasjóðsins hafi verið svo bágborinn sem raun bar vitni, eina skylda ríkisins hafi verið að koma á fót einhvers konar tryggingarkerfi og gildi einu hvort það kerfi hafi verið gjaldfært eður ei.  Orðalag tilskipunarinnar er hins vegar alveg skýrt, innlánatryggingakerfin skulu tryggja innlán allt að um 20 000 evrur að lágmarki. Enginn fyrirvari er um að skylda þessi sé háð því hvort nægilegar eignir séu til staðar hjá viðkomandi tryggingakerfi enda væri lítið hald í ákvæðum tilskipunarinnar ef unnt væri að koma sér hjá skuldbindingum samkvæmt þeim með þessum hætti. Þar sem lög um innistæðutryggingar tryggðu Tryggingarsjóði innistæðueigenda takmarkaðar eignir gat sjóðurinn ekki sinnt hlutverki sínu samkvæmt tilskipuninni síðastliðið haust.  Kemur þá til skoðunar hvort tilskipunin hafi verið innleidd með réttum hætti hvort framkvæmd ríkisins hafi brotið í bága við hana. Báðar þessar aðstæður kunna hins vegar að fela í sér ábyrgð íslenska ríkisins samkvæmt EES rétti, enda hafa bæði EFTA dómstóllinn og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að brot gegn EES samningnum kunni að baka íslenska ríkinu bótaábyrgð.

Og hér kemur annar bútur

Því hefur verið fleygt að innlánatryggingatilskipunin eigi ekki við í tilfelli íslenska bankahrunsins þar sem hér hafi verið um allsherjar kerfishrun að ræða. Í ljósi þess að ríkisstjórnin greip til þeirra aðgerða sem að framan er lýst þegar í október á liðnu ári er þó erfitt að láta á þá kenningu reyna nú enda hefur talsverður hluti tryggðra sparifjáreigenda þegar notið réttar síns. Slík afturvirk röksemdafærsla er til þess fallin að brjóta gróflega gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar og EES samningsins um jafnræði. Þá snýst uppgjör á Icesave reikningum um innistæður í erlendum útibúum eins banka en ekki um bankakerfið í heild þó fjárhæðirnar séu vissulega svimandi. Nú heyrast jafnframt þær raddir að ríkið eigi að hafna því að bera ábyrgð gagnvart afmörkuðum hópi sparifjáreigenda sem kusu að eiga viðskipti við útibú Landsbankans í Lundúnum eða Rotterdam frekar en á Raufarhöfn. Fara eigi með málið fyrir dómstóla.

Bendi þér svo að lesa þessa grein í heild .Höfundur er fyrrum starfsmaður lagadeildar Eftirlitsstofnunar EFTA og hefur lokið meistaraprófi í Evrópurétti

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 00:12

8 identicon

Yfirlýsing forsætisráðherra getur ekki fært ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóð án aðkomu Alþingis og hefur því ekkert gildi í þessu máli. Þá er heldur ekki verið að mismuna fólki eftir þjóðerni. Bretar eða Hollendingar sem áttu reikninga á Íslandi voru tryggðir af ríkinu enda ákvörðun ríkisins að tryggja alla reikninga á Íslandi en Íslendingur með reikning í Bretlandi var ekki tryggður og því ekki mismunun eftir þjóðerni heldur landsvæði. Slík mismunum er viðurkennd af öllum ríkjum, þú þarft ekki að gera annað en kynna þér byggðastefnu Ísland hvað þá ESB til að finna mismunun eftir landsvæðum.

Þetta kerfi var fullgilt af EFTA og fyrir fimm árum síðan fór það í álagspróf frá ESB eins og öll innistæðutryggingakerfi og stóðst það. Við vorum því með fullgilt kerfi og uppfylltum því öll skilyrði laganna. Það er því ekki hægt að færa ábyrgð yfir á íslenska ríkið á þeim forsendum.

Lögin fjalla ekki um kerfishrun og því var gerð á þeim breyting eftir hrunið sem styrkir verulega þann málstað að samkvæmt gömlu lögunum ber íslenska ríkið ekki ábyrgð. Mér þykir þú ansi brattur að ætla að fullyrða það að evrópudómstólinn dæmi bara eftir anda laganna en hér túlki menn eftir orðanna hljóðan. Hvað ætlar evrópudómstólinn að gera? beita lögjöfnun eða gagnályktun á lögin? Ég held ekki enda væri það ekki í „anda laganna“.

Það er pólitísk ákvörðun hjá hverri þjóð að tryggja sína innistæðueigendur við kerfishrun. Bandaríkin tryggðu ekki breska eða hollenska sparifjáreigendur þegar bandarískir bankar féllu t.d. Leman, kröfuhafa Leman þurfa bara að sætta sig við að ganga í þrotabúið.

Neyðalögin eru umdeild það er rétt og ef innistæðueigendur telja þau brjóta á rétti sínum geta þeir farið í mál við íslenska ríkið en eitt er alveg víst við berum ekki ábyrgð á Icesave og eigum ekki að greiða krónu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:14

9 identicon

Þessi ágæti einstaklingur sem hefur lokið mesitarprófi í Evrópurétti byggir allan sinn málflutning á því að hugsanlega hafi tilskipunin ekki verið innleidd rétt. Ef svo væri þá hefði verið gerð athugasemd fyrir fimm árum þegar kerfi innan ESB og EES voru prófuð. Það var ekki gert og því getur þessi hugsanlega ranga innleiðing ekki átt við.

Annars er annar maður sem skrifaði helstu kennslurit um Evrópurétt líka tjáð sig um þetta mál og má finna grein hans hér:

http://pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er nú þreytt tugga. Ef að ekkert er að marka yfirlýsingar forsætiráðherra og yfirlýsingar þeirra þá geta þeir ekki stjórnað! Ekki tekið þátt í alþjóðasamnigum og í raun ekki gert neitt. Og minni þig á að yfirlýsingin var ítrekuð fyrir nokkrum vikum og rætt um að hún væri ekki fallinn úr gildi. Og hingað til hefur ríkisstjórn gert bindandi samninga um t.d. útgjöld sem síðar hafa verið færð inni í fjáraukalög og samþykkt þá eftir á af Alþingi.

Nú er það svo að vegna þess að við samþykktum að Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum innistæður á Icesave þá eiga þessar ríkisstjórnir þessar kröfur. Enda eins gott það væri nú sennilega nokkuð dýrt fyrir okkur að fá á okkur um 500 þúsund málaferli hér. Því að einstaklingarnir þyrftu væntanlega að sækja málin hér. En þau hefðu líka getað kært okkur til EFTA dómstólsins og fengið úrskurð um að við ættum að greiða þeim til baka allar innistæðurnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 00:24

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég talaði um 500 þúsund málaferli því hér er ekki heimilt að fara í hópmál.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 00:24

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að með fullri virðingu fyrir Sigurði Lindal þá hljóti maður að horfa til þess að hann hefur að mestu verið að skoða þessi mál akademiskt en ekki starfað við málarekstur varðandi evrópurétt. Veit að hann er margfróður um margt en sé ekki að hann sér sérfróður um þessi mál.

BA í latínu og mannkynssögu 1957, cand. jur. 1959 og cand. mag. (M.A)-próf í sagnfræði 1968. Lagði stund á réttarsögu við Háskólann í Kaupmannahöfn 1960, við Háskólann í Bonn 1961-62 og við University College í Oxford 1998 og 2001.

Dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík 1959-60 og 1963-64. Hæstaréttarritari 1964-72. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, prófessor 1972-2001. Gistiprófessor við University College í London haustið 1982. Í skattsektanefnd 1965-79. Dómari í Félagsdómi 1974-80. Forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands 1976-2001. Forseti Hins íslenzka bókmenntafélags 1967 og síðan. Í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar 1996-2006 . Ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000. Ritstjóri Sögu Íslands 1972 og síðan. Í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift 1984-99. Ritstjóri Skírnis (ásamt Kristjáni Karlssyni) 1984-86. Prófessor við Háskólann á Bifröst 2007 og síðan. Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.

Höfundur ritsmíða á sviði lögfræði, sagnfræði og stjórnmálafræði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 00:32

13 identicon

Við búum í lýðræðisríki ekki einveldi þar sem forsætisráðherra getur með einhliða yfirlýsingum skuldbundið íslenska ríkið og þar með skattgreiðendur til að greiða hundruði ef ekki þúsund milljarða. Kannski finnst ykkur í samfylkingunni það vera tugga en ég kýs að fylgja stjórnarskránni, þó svo það sé ekki mikið atriðið fyrir ykkur.

Ef innistæðueigendur kjósa að fara í mál við íslenska ríkið þá gera þeir það. Ég get ekki séð að það gagnist þeim á nokkurn hátt en við búum enn í réttarríki þar sem fólk getur farið með ágreinings mál sín fyrir dómstóla.

Ég hef ekki enn fengið haldbær rök frá þér af hverju við eigum að greiða Icesave. Nú viðurkenna Bretar og Hollendingar líka að það sé MIKIL réttaróvissa um þetta mál en heimta samt greiðslu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:33

14 identicon

Er þér alvara með því að gera lítið úr þekkingu Sigurðar Líndal á lögum og reglum? Sú staðreynd að hann hefur ritað kennslubækur og efni í evrópurétti er bara til að stytta tíman í ellinni eða?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:37

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi fara varlega í að rengja orð Jóns Frímanns. Hann hefur kynnt sér málefni ESB MJÖG VEL. Hann hefur líka kynnt sér fjarskipti og allt sem snýr að þeim. Hann fór létt með að reka tæknimenn á sviði fjarskipta á gat á fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra þegar verið var að kynna netvæðingi landsins alls.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2009 kl. 00:51

16 identicon

Frú Hólmfríður það er ekki að sjá á skrifum hans að hann hafi kynnt sér mál ESB vel. Það má vera að hann hafi bitið það í sig að ESB sé eitthvað sniðugt dæmi en það eitt og sér gerir hann ekki sérfræðing í þeim málum, hvað þá Icesave.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:55

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Svo má hlusta á viðtal Arnþrúðar Karlsd. á útvarpi Sögu við ekki ómerkari mann en Gunnar Tómasson.

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2009 kl. 01:06

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekkert að gera lítið úr þekkingu Sigurðar Linda. En bendi á að ég veit ekki til þess að hann hafi rekið neitt mál fyrir ESB dómstól né EFTA dómsstólnum. Það var það sem ég var að segja. Veit að hann hefur víðtæka þekkingu og hefur kennt og skrifað um Evrópurétt. En það gerir orð hans ekki að algildum sannleik. Ef svo væri þyrftum við ekki dómstóla við mundum bara spyrja hann. Það eru nokkur hundruð eða þúsund lögfræðinga bara í Brussel sem eru sérhæfðir í þessum lögum. Held að við getum ekki vanmetið þá. Og bendi þér á að við samþykktum að fara með málið í Gerðardóm þar sem í sátu: Fulltrúar skipaðir af ráðherraráði ESB, Framkvæmdastjórn ESB, Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA (sem væri tilnefndur af Íslandi), en Seðlabanki Evrópu skipaði oddamanninn."

Þessi gerðardómur kom saman og úrskurðaði að við ættum að borga en við sögðum okkur frá honum áður. Eða eins og segir í frétt á mbl.is af þessu

Íslendingar hætta við en gerðardómur segir okkur að borga

Þegar í ljós kom að umboð dómsins til að skilgreina skuldbindingar Íslands væri mjög víðtækt, að dómnum væri ætlaður mjög skammur tími til að komast að niðurstöðu, og að niðurstaðan væri bindandi, var það mat ríkisstjórnarinnar að Ísland gæti ekki fallist á þessa málsmeðferð. í greinargerðinni kemur hins vegar fram að „hinir fulltrúarnir komu engu að síður saman og gáfu samdóma álit eftir sólarhringsskoðun um að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar samkvæmt tilskipuninni dygðu eignir Tryggingasjóðs ekki til. Ísland hefur ekki viðurkennt þessa niðurstöðu sökum framangreindra annmarka á málsmeðferð en hún talar sínu máli.

Íslendingar hætta við en gerðardómur segir okkur að borga

Þegar í ljós kom að umboð dómsins til að skilgreina skuldbindingar Íslands væri mjög víðtækt, að dómnum væri ætlaður mjög skammur tími til að komast að niðurstöðu, og að niðurstaðan væri bindandi, var það mat ríkisstjórnarinnar að Ísland gæti ekki fallist á þessa málsmeðferð. í greinargerðinni kemur hins vegar fram að „hinir fulltrúarnir komu engu að síður saman og gáfu samdóma álit eftir sólarhringsskoðun um að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar samkvæmt tilskipuninni dygðu eignir Tryggingasjóðs ekki til. Ísland hefur ekki viðurkennt þessa niðurstöðu sökum framangreindra annmarka á málsmeðferð en hún talar sínu máli."

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 01:13

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Afsakið þá atti ekki að vera tvítekið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 01:14

20 identicon

Gerirðu þér grein fyrir að þú ert að vitna í gerðardóm þar sem fulltrúar stofnana Evrópuríkisnins(að því gefnu að lissabon verði að veruleika) voru í miklum meirihluta og á þeim forsendum hætti Ísland við að taka þátt og lagði því aldrei til vörn sína í málinu en hana má finna hér: http://www.island.is/media/frettir/29.pdf

Gerðadómurinn gat því ekki tekið afstöðu til varnar Íslands.

Enn hafa ekki komið lagaleg rök fyrir því að Ísland eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga.

Þá vil ég að það komi skýrt fram að ég er ekki að fullyrða það að orð Sigurðar séu lög ég er einungis að benda á að hann er einn af okkar færustu lögspekingum og hans afstöðu er að finna á þeim link sem ég póstaði hér fyrr í kvöld. Það sem þú gerðir var að reyna að draga í efa hæfni hans til að álykta um þetta mál í stað þess að ræða innihald þess sem hann leggur fram í umræðuna.

Landið (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 02:06

21 identicon

Afsakið þetta fór inn á aðgangi kærustunnar en átti auðvitað að vera skrifað af mér. Biðs velvirðingar á því.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 02:09

22 identicon

Eitt áður en ég fer í háttinn sem væri gaman að fá svar við. Af hverju talið þið í Samfylkingunni aldrei um þetta mál af hreinskilni? Það er ljósta að það er í versta falli fyrir Ísland er mikil lagaleg óvissa og það viðurkenna bæði Bretar og Hollendingar en samt látið þið eins og þetta sé bara frágengið mál að öllu leiti og kröfur Breta og Hollendinga eigi 100 prósent rétt á sér.

Sem skattgreiðandi ættirðu að halla á þá hlið að við greiðum þetta ekki, sérstaklega þegar lagaleg hlið málsins er jafn sterk okkur í vil og raun ber.

Ég get skilið þá sem segja að miða við aðstæður sé fátt annað en að semja og ganga frá þessu og þá jafnvel taka upp þráði eftir fjögur, fimm ár þegar við erum ekki upp við vegg. En það gerið þið ekki þið bara viljið borga. Hvað liggur á bakvið hjá ykkur? ESB?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 02:32

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Landid. Allar innistæður í Íslenskum bönkum eru tryggðar skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar. Hvaða lagarök getur þú vísað í sem segja að þetta eigi ekki að gilda fyrir innistæður breskara og hollenskra einstaklinga. Hvernig röksstyður þú að þeirra innistæður njóti ekki sömu kjara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 09:23

24 identicon

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/20/kaupthing_tapadi_mali_gegn_bretum/

Neyðaréttur talin gildur við aðstæður sem upp komu. Eihver ástæða til að ætla að það sama eigi ekki við hér á landi?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:39

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við erum að tala um að bretar eru að fara eftir hryðjuverkalögum. Þeir settu ekki sér lög til að bregðast við þessu. Við aftur settum hér neyðarlög eftir á í raun. En þetta eru Breskir Dómstólar sem ég þekki ekki vel. Og þetta snérist um að breska stjórnin krafðist þess að Kaupþing legið peninga í Seðlabanka Bretlands en geymdi þá ekki hjá sér. Þetta er nú allt annað mál. Enda var Kaupþing Singer & freelander breskur banki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 15:16

26 identicon

Þetta er gert á grundvelli neyðalaga. Það er ekkert sem meinar Íslandi að setja neiðarlög þegar upp kemur ástand líkt og það sem átti sér stað fyrir sirka ári.

Ef Íslensk stjórnvöld vilja tryggja allar innistæður á Íslandi er það pólitísk ákvörðun og þeir setja um það lög. Ábyrgðin er ekki tryggð með yfirlýsingu. Það er mjög algengt að mismunun eigi sér stað á grundvelli landsvæðis og þjóðernis sbr. lög um fjárfestingar í sjávarútvegi, flest lög um byggðastefnu stjórnvalda, kosningalög o.fl.

Það sem skortir í þessa umræðu eru röki fyrir því að við eigum að greiða kröfu Breta og Hollendinga þ.e. á hvaða lagalega grunni er þeirra krafa reist?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 15:39

27 identicon

Varðandi grein samfylkingarkonunnar Dóru Sif Tynes hvet ég ykkur til að lesa þetta svar/gagnályktun á grein hennar:

http://209.85.229.132/search?q=cache:tvmG2X5ooq8J:omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/910891/+D%C3%B3ra+Sif+Tynes&cd=61&hl=is&ct=clnk

Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:15

28 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Soffía og hver er þessi Ómar Geirsson. Las þessa færslu hans en verð að segja að það þýðir ekkert að velja úr þessari tilskipun bara það sem hentar honum. Og eins finnst mér með afbrigðum hvernig hann talar um Dóru. Finnst hann skauta framhjá því að að Íslandi bar að koma upp kerfir einu eða fleirum sem tryggðu innistæður. Og eins og gefur að skila þá er ekki hægt að segja að þetta hafi tryggt innistæður. Sem og að hann talar lítð um það að við höfum lýst þvi yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum eru tryggðar. Og þvi höfum við ekki leyfi til að taka hluta innistæðna og segja þær eingöngu skuldir óreiðumanna sem við ætlum ekki að borga. Því er það þannig að ef við ætlum ekki að borga þessi innlán þá verðum við að stíga til baka fyrir skiptingu bankana nýjubankarnir að skila öllum innlánum sem þeir tóku við hjá einstaklingum hér á landi. Og þar með að gera allar innistæður íslendinga upptækar.

 

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 17:11

29 identicon

Magnús værirðu til í að vitna í þau lög sem þið í samfylkingunni teljið að Ísland hafi brotði og komið með rökstuðning fyrir því að við eigum að greiða þetta.

Það rétt sem þú segir Magnús að lögin segja til um að það eigi að koma upp kerfi sem tryggir innistæður en þau segja líka að ríki eða bærir lögaðilar geta ekki verið ábyrg fyrir slíkum kerfum og loka því fyrir þá túlkun að ef kerfið dugir ekki séu ríkin ábyrg.

Þá má benda á að enginn tryggingasjóður í heiminum gæti greitt út tryggingar til allar við kerfishrun. Finndu þann vátryggingasjóð sem getur greitt út meira en 25% af tryggingum sínum á einu bretti.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:59

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta rétt hjá hollendingnum.  Niðurstað slíks máls hlýtur eðli málsins samkv. alltaf að ráðast fyrir evrópudómstólnum.

Þetta sem vilhjálmur kemur með hérna enn einu sinni eins og páfagaukur er náttúrulega hreinn barnaskapur. Eða öllu heldur hvernig hann les textann.  Hann sleppir aðalatriðinu.  Sér það ekki.

"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur"

Hann sér þetta ekki.  Um þetta eru Rammalögin.  Að innstæðueigendur fái lagmarksbætur.  Ef ekki þá er beinlínis sagt í lögunum að Ríkin verði þá ábyrg !

Það er með hreinum ólíkindum þetta mál.  En Sjallar náttúrulega hafa vanist því á undanförnum árum og áratugum að endurtaka sömu rangfærslurnar aftur og aftur og komist upp með það í krafti einræðisstöðu sinnar í þjóðfélaginu.  Hver man ekki eftir því þegar skattar lækkuðu - þegar í raunveruleikanum þeir hækkuðu !  Allt eftir þessu hjá sjöllum.

Það sem sjallar eru með að fela sig á bak við á tóman sjóð er yfirgengileg þvæla einfaldlega vegna þess að þeir ignora bottomlænið, namely að lágamark sé greitt ef á reynir - sjálfan grunn og bottomlæn Rammalaganna.

En auk þess eins og bent er á hér á þræði, þá á umrætt mál sér fleiri hliðar í þessu tilfelli og þær hliðar falla allar - repeat: ALLAR - íslandi í óhag.  Hver ein og einasta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 18:52

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eftirfarandi hjá vilhjálmi er td. snilld:

"Það sem skortir í þessa umræðu eru röki fyrir því að við eigum að greiða kröfu Breta og Hollendinga þ.e. á hvaða lagalega grunni er þeirra krafa reist?"

Það er bara búið að fara 1000x í öðru veldi yfir þetta með þer.  Laga og regluverk EES samningsins ?  Kveikir það á einhverri peru ??

Lestu bara enska uppleggið fyrir gerðadómi eins og eg er marg búinn að segja þér.  Þegar sjallar sáu það síðasta haust - þá tóku þeir bara á sprett eitthvert útí buskann !

Vilhjálmur minn, þú verður bara að kynna þér mál.   Átakanlegt að sjá fákunnáttu þína málefninu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 19:11

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enska álitið er hérna vilhjálmur

http://www.island.is/media/frettir/28.pdf

Þarna er margt merkilegt að finna.  Og athyglisvert að bera álit Steáns Geirs saman við þetta. 

Sko, það sem hefur verið staglast á hérna í fleiri fleiri mánuði - ma. á háttvirtu alþingi, þ.e. nóg að hafa tóman sjóð og hvort "ríkisábyrgð" hafi verið á margumræddum tómum sjóði - það er hreinlega ótrúlega barnalegt upplegg.  Einsog eg hef sagt áður, hreinn barnaskapur !

Bretarnir leggja málið allt öðruvísi upp.  Þeir byggja ma. á grundvallarprinsippum EES samningsins og geta nánast valið um hvað þeir grípa til í það og það skipti.  Eru með öll trompin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 19:32

33 identicon

Ómar þú ert ekki að segja neitt og eins og venjulega sérðu þér ekki fært að ræða sjálft málið. Ég spurði og spyr enn á hvaða forsendum telur þú eða Magnús að Bretar og Hollendingar geti reist kröfu sína? Ekki lögum um innistæðutryggingar því þau meina ríkjum að ganga í ábyrgð fyrir innistæðutryggingasjóði. Ekki skaðabætur því ESB tók út kerfið fyrir fimm árum og það stóðst þeirra kröfur. Hvaða forsendum þá? Að neyðarlögin hafi verið ólögmæt? Neyðaréttur hefur mörgum sinnum verið staðfestur af Evrópudómstólnum og ef einhvern tíman neyðraréttur á við þá var það fyrir ári síðan þegar greiðslukerfi landsins lá undir.

Reyndu nú einu sinni að bakka upp það sem þú segir og nefndu þessi tromp sem Bretar eru með. Ef þú getur það ekki sýnir það bara brothættan málstað þinn.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:14

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilgjálmur, þú hefur enn ekki skilið boffs í þessu máli.  Eigi boffs.  Það sem þú segir þarna kemur málinu í raun ekkert við.

Sjáðu til, ef þú villt ekki kynna þér mál - þá auðvitað geturðu aldrei skilið neitt í umræddu málum.  Eðlilega.

Þú td. skilur ekki hvað felst í að Ríki verða gerð skaðabótaábyrg.  Þú annað hvort nennir ekki eða ert ekki fær um að kynna þér eitt né neitt í þessu máli heldur bullarðu bara eins og sjöllum einum er svo lagið.

Eða heldurðu kannski að ég ætli að fara að stafa ofan í þig laga og regluverk  EES samingsins ?  Er ekki í lagi.

Afhverju svara td þú  og Hr. Líndal ekki uppleggi Breta sem er hér að ofan ?  Það er bara látið eins og það sé ekki til !  Þið staglist á tómum sjóði eins og geggjaðir páfagaukar.  Það eru einfaldlega engar varnir við þessu !

Minnið einna helst á þarna páfagaukinn sem sat á öxl Oddssonar í Spaugstofunni um árið og sagði alltaf "einkavæðumða, einkavæðumða"

Að lokum Vilhjálmur, afhverju mótmætir þú ekki Bjarna Ben í fyrra þegar hann taldi fráleitt og tilgangslaust að ísland færi með málið fyrir dóm ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 21:42

35 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En gaman! Ég sit bara á hliðarlínunni og fylgist með öðrum rökræða! Enda er ég í flestu sammála Ómari. Bendi mönnum á gleyma ekki að fylgjast með Hruninu á RUV t.d. ef þeir hafa RUV+ þar var einmitt verið að fjalla um þetta mál og þá upprunalegu kröfu Breta að við borguðum allar innistæður á Icesave að fullu. Sem voru minnir mig 6 eða 7 milljarðar punda. Vegna þess að það er ólöglegt skv. EES að mismuna innistæðueigendur eftir þjóðerni. Og eins að skv. EES tilskipun eiga innistæðueigendur að geta gengið að því vísu að fá a.m.k. innistæðutryggingu upp að 20.880 evrum út úr trygginarsjóði. Enda sagði skýrsla Franska seðlabankastjórnas einmitt að innistæðutrygginarsjóði aldrei virkað við kerfishrun heldur þyrftu þá seðlabankar og ríkisstjórnir að koma til og tryggja að fólk fengi þær út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2009 kl. 22:02

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maggi, eg stóðst bara ekki mátið þegar eg sá vilhjálm hérna.  Er nefnilega orðin talsvert þreyttur á þessu endalausa kjaftæði varðandi þetta andsk. mál.  Hvernig ætla menn td. að verjast því sem bretar leggja upp ?  Eg er bara ekki að sjá hvernig það á verða gert - enda föttuðu sjallar það afar vel í fyrra.  Þeir höfnuðu meir að segja gerðadómi.   Vildu ekki dóm og Bjarni Ben taldi þá leið fráleita vegna efnisatriða máls.  (en eg er sammála því að bann við mismunun leiðin er afnvel enn greiðari og breiðari fyrir breta- og er þá mikið sagt.)

En að lokum, svona nálgast Bretar td. málið um hvort "ríkisábyrgð" hafi verið á sjóðinum.  Taka skal eftir hvernig þeir nálgast málið.  Til að ríki verði gerð ábyrg þurfa viss skilyrði að vera til staðar, þau eru öll til staðar í umræddu máli  (þetta bendir Stefán Geir íka á á svipaðan hátt)

59. However, whether or not the 24th recital positively suggests that Member States should be liable in the event of a failure properly to implement the Directive,  the liability of the state for a failure properly to implement the Directive is not  a matter governed by the terms of the Directive itself, but is rather a matter governed by the general principles of Community law (as illustrated in cases like Brasserie duPécheur and Factortame, above) and, accordingly, the law of the EEA


72. State liability for breaches of obligations arising under the EEA Agreement is well-established; see the Sveinbjomsdotttr case (above) and Case E-4/Q1 Karlsson [2002]EFTA Court Report 240. Liability is established on broadly the same principles as those applicable under EU law (the well known "Francovich principles" applied also in cases like Brasserie du Pécheur and Factortame, above),

73. In the present case, the defects noted above in the implementation of Directive  94/19 derive from Act No, 98/1999, for which the Icelandic State is responsible

74. Those defects appear on the face of it to be "sufficiently serious" breaches under the Francovich principles because the Directive does not contain any language justifying the conclusion that any result other than the payment of the minimum amount identified in Article 7(1) of the Directive within the time periods identified in  Article 10 was envisaged by it. The Directive is clear and thus the failure properly to achieve the result intended by it is inexcusable,

75. The Directive is intended to confer rights on individuals - being depositors.

76. The breaches in question also obviously have a direct causal connexion with the losses that depositors would suffer if the DIGF failed to pay their claims as requiredby the Directive,

77. Accordingly, depositors have enforceable rights as against Iceland in the event that the DIGF fails to meet depositors' claims. As noted above, that includes not only retail investors whom Iceland was bound to protect under the scheme but also non-retail investors whom Iceland could have excluded from the scheme, but did not.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 22:33

37 identicon

Þú ætlar m.ö.o. að halda þig við það að saka alla þá sem eru ekki sammála þér um að hafa ekki kynnt sér málin eða ekki færa til þess. Þú gerir ekkert annað en að opinbera vanþekkingu þína á þessum máli með því að neita að ræða um efni þess. Þú vitnar eins og mikill spekingur í EES samninginn en ég stórefa að þú hafir nokkurn tíman lesið hann og hvað þá að þú áttir þig á út hvað hann gengur.

Þá tek ég Sigurð Líndal og hans lögspeki fram yfir þína hvenar sem er. Þá tel ég mig líka hafa góðan skilning á skaðabótarétti enda með próf í því eins og öðrum grunngreinum lögfræðinnar og reynslu af rekstri skaðabótamála. En ef þú segir að ég skilji þetta ekki þá hlýtur það að vera rétt þú hefur nefnilega fært svo góð rök fyrir þínu máli eða hvað?

Magnús það var gaman að ræða við þig þú hélst þig þó við að ræða efnislegu hluti málsins. Ómar ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þig, lífið hefur upp á svo margt betra og skemmtilegra að bjóða en riflildi við menn sem gera ekki annað en að hlaupa á veggi og kenna svo öðrum um.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:34

38 identicon

Magnús ef þú vilt kynna þér drögin að vörn Íslands sem átti að beita í gerðadómnum þá er hana að finna hér: http://www.island.is/media/frettir/29.pdf

Ómar þú loksins vitnar í eitthvað, förum yfir það sem þú vitnar í:

59. Á ekki við þar sem ESB tók út öll innistæðutryggingarkerfi innan ESB og EES og íslenska kerfið stóðst. Ábyrgðin væri þá ESB fyrir að votta kerfið ef það var gallað.

72. sama á við og um 59, ef ESB vottar kerfi þá liggur ábyrgðin hjá sambandinu. ESB taldi innistæðutryggingakerfið í lagi og því á þetta ekki við.

73. Sama og 59. og 72. Bretar eru að fara fram á að gerð sé undantekning á reglunni fyrir sig. Kerfið var tekið út af ESB og þar við situr. Ef það voru gallar í því hefði EFTA eða ESB átt að gera athugasemd við úttektina.

74. Hér láta Bretar eins og Article 9 sé ekki til þar sem ríkjum er óheimilt að gangast í ábyrgð fyrir innistæðutryggingakerfi. Sú grein kemur í veg fyrir túlkun Breta að ríki séu ábyrg ef sjóðirnir duga ekki. Ef ekki væri fyrir 25.gr. (Article 9) þá væri túlkun þeirra samt umdeilanleg.

76 og 77 Hér gildir það sama og í 74 og 59.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:04

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáðu til, það þýðir bara ekki að láta svona Vilhjálmur.  Það er það sem eg er að finna að fyrst og fremst hjá ykkur sjöllum.  Þið eruð eins og unglingar á gelgjuskeiði !

Þessu, þ.e. sem bretar leggja upp hér að ofan, ætlið þið að mæta með því að nóg hafi verið að koma upp sjóði - en að hann stæði við þá skuldbindingu sem honum eru ætluð samkv. lögum - það hafi bara verið aukaatriði !

Sjáðu til, eg held bara að þú sért ekki nógu vel að þér í evrópulögum til að tjá þig um þetta mál.  Og það sem verra er - þú villt ekki kynna laga og reglu hliðina einhverra hluta vegna þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.  Kýst að stinga höfði í sandbing.  Jú jú að er þitt frelsi að fá að gera það.  Vissulega.  En það er ekki líklegt að maður skilji mikið með höfiðið á kafi inni í sandbing.

Það sem ég gerði áður en eg fór að tjá mig um málið var einfaldlega að - eg kynnti mér málin !

Umræðan sem hefur verið hér í sumar um laga og reglugerðahliðina á umræddu máli, hefur bara verið lengst úti á túni.  Málið er miklu miklu flóknara og annars eðlis en menn og konur hafa verið að tala hérna í sumar.

Það eru allir lagamenn evrópu sammála um skilning á viðkomandi máli. 

En nei - auðvitað eru einhverjir 3 lagamenn hér á landi á miklu snjallari en allir lagamenn Evrópu.  Hvaða tal er þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 23:20

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur, hvaða úttekt eða vottun ertu að tala um ?  Hvaðan kemur þetta allt í einu inn.  

En svo eg haldi áfram að leiðbeina þér þá er nr. 75 mikilvægt varðndi ábyrgð ríkja:  "The Directive is intended to confer rights on individuals - being depositors."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 23:37

41 identicon

Ég skil þú ferð bara í sama gamla farið þegar þú hefur ekkert til málanna að leggja. Fyrir utan eina færlsu þar sem þú tekur handahófskennt upp úr áliti Breta þá hefurðu ekki gert annað en að saka mig um að skilja ekki málið, nenna ekki að kynna mér það, hafa ekki færni til að skilja það, ekki næga þekkingu á evrópurétti og þar eftir götunum. Þessar ásakanir kemur þú með án þess að rökstyðja þær á nokkurn hátt. Ég spyr hvar er þín þekking því hún kemur svo sannarlega ekki fram í skrifum þínum. Ég hef þó lesið evrópurétt og þurft að kynna mér hann nokkuð vel til að standast próf í honum.

Já varðandi 75 liðinn þá ertu annað hvort jafn illa læs á ensku og Jóhanna Sigurðardóttir eða þú hefur aldrei kynnt þér túlkun laga og kýst að búa til túlkun á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 00:29

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú!  þabbara sona.

Sjáðu til, eg er nú bara einn íslenskur almúgamaður og eg hef engar doktorsgráður úr háskóla en eg skil þó að það að vísa á tóman sjóð í þessu máli er hrein della og er í besta falli fáfræði og í versta falli skollaleikur.

En núna er eg td. búinn að taka smá forpróf á þér í Evrópulögum - og árangurinn eigi góður !  Eg er samt farinn að hallast að því að þú viljir alls ekki ræða þetta mál af viti helfur kýstu frekar skollaleikinn.  Held það.

Og þá nær það auðvitað ekkert lengra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 00:43

43 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Hvað með þessa "vottun"  hvaðan kemur þetta ?

Annað, að heldur þú að bretarnir setji lagaálit sitt fram bara uppá djókið ?  Eða ertu að segja að þeir séu bara vitleysingar og þú sért miklu snjallari í evrópulögum. 

Það er eftirtektanvert að í umræðunni á íslandi er ekkert verið að tala um eða nálgast málið á þann hátt er bretarnir gera.  Það er enginn lagamaður íslenskur sem leggur í að svara bretunum eða véfengja.  Þessir 2-3 lagamenn hér á landi - þeir eru að tala um allt annað.  Afmarkaðan þrönga einn til tvo punkta - sem bretarnir afgreiða bara með einn handasveiflu sem eigi relevant !

En svo þegar þessum huta sleppir - þá kemur bann við mismunun inní - og ekki batnar málið þá !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 00:52

44 identicon

Það hefur verið almenn venja að fólk þurfi að hafa einhverja vitneskju um hluti áður en það fer að "testa" annað fólk um þá. En þú lifir bara í þínum drauma heimi væninn. Ég er búinn að svara öllu sem þú kemur inn á hér fyrr. Ef þú telur mig fara með rangt mál þá skaltu reyna að ræða þá hluti efnislega og koma fram með gagnrýni og rök, þangað til stendur það sem ég hef sagt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:35

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þú hefur ekkert til umræðunnar að leggja.   

Þú getu ekki einu sinni svarað einföldustu spurningum og þekkir ekkert til umrædds máls.   Hefur ekkert fram að færa nema einfeldingslega frasa.

Þetta minnir auðvitað á þegar þú fékkst það verkefni að finna ákvæðin um sameiginlegy sjávarútvegsstefnuna í Rómarsáttmálanum.

Þú fékkst 0 fyrir það verkefni.

En núna fannst mér td. ég endilega sjá einhversstaðar hér á neti að þú værir orðinn mkill siðfræðingur og farinn að fjalla um viðkomandi fni útfrá þeim grunni.

Meina, það er ekki nema von að landið sé í rúst eftir ykkur sjalla.  Það er bara ekkert skrítið.  Afskaplega eðlilegt.  Orsök - afleiðing lögmálið að verki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 14:06

46 identicon

Já alveg rétt ég var búinn að gleyma því, ég vitnaði í kaflan og lagagreinarnar en þú taldir það samt ekki nóg. Endilega segðu okkur sem vitnum í lagagreinar og komum með rök fyrir máli okkar mera um það hvað þú telur þig yfir alla hafinn þrátt fyrir að hafa aldrei reynta að rökstyðja mál þitt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband