Leita í fréttum mbl.is

Jæja loksins að komast hreyfing á hlutina

Þingmönnum hefur tekist að tefja þetta mál um mánuði. Reyndar ýmis öryggisákvæði komin inn sem er gott en einnig eru að aukast lýkur á að við verðum hvort eð er búin að borga þetta andskotans Icesave 2024 án þess að það reyni nokkuð á alla þessa fyrirvara.

Nú er þá kominn grunnur til að endurskoða áætlun sem við gerðum og AGS samþykkti og eins að við fáum þessi lán sem talin eru nauðsynleg til að við getum farið að létta smátt og smátt gjaldeyrishöftum og þar með að koma krónunni á eitthvað skrið og í það minnst að eyða út gengis mun á milli krónunnar erlendis og hér.

Þessi áætlun okkar og AGS er eina áætlunin sem við höfum sem unnin er að sérfræðingum bæði hér og erlendis sem hafa unnið við gerð svona endurreisnar áætlana áður. En hér heima keppist hver álitsgjafinn eftir öðrum að benda okkur á patent lausnir sem engin hefur prófað eða þá að þær eru teknar frá einhverjum stöðum sem búa við allt annað umhverfi en við.

Og gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga sem skv. mörgum áttu að rigna yfir okkur láta á sér standa.

Var að hlusta á fréttir frá Kredit-info í morgun og þar kom fram að um 20 einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum sem er ekki gott. En þar kom líka fram að 2005 til 2006 þegar hér vara allt á fullu voru yfir 16 þúsund einstaklingar í alvarlegum vanskilum. Sem vekur furðu mína að einstaklingum í alvarlegum vanskilum hafi nú aðeins fjölgað um rúm 3 Þúsund í öllu þessu hruni sem og að þegar allt gekk vel hafi 16 þúsund manns verið í alvarlegum vanskilum. Það er því ekki furða að mörg heimili bera sig illa núna. Sér í lagi ef svo margir hafa þegar allt gekk vel verið í svona miklum vandræðum.


mbl.is Efnahagsáætlun Íslands endurskoðuð í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband