Leita í fréttum mbl.is

Lilja þarf kannski að svara þessu þá líka!

Finnst það umhugsunarvert fyrir Lilju og fleiri sem hafa tjáð sig um að það þurfi að milda hér niðurskurð og skatta hvernig við ætlum þá að komast af! Ef að þjóðarbúið er rekið í dag með 200 milljarða fjárlagagati, þá þýðir það væntanlega að við þurfum að taka lán til að greiða það. Svo hvernig ætlar Lilja að fjármagna það þegar okkur bjóðast ekki lán umfram það sem AGS og þau ríkis sem eru í þeim pakka skaffa okkur? Og viðvarandi halli á ríkibúskapnum kallar væntanlega á enn hærri lán til að loka hallanum. Og þar með fer enn hærri hluti ríkisútgjalda um lengri tíma í vaxtargreiðslur. Og þá verður væntanlega enn erfiðara að loka þessu gati.

Ég tala nú ekki um ef við eins og hún og fleiri vilja spörkum AGS í burt. Hvernig ætlar hún þá að fá lán til að greiða af skuldum og og um leið að vinna á þessum halla?

Finnst stundum eins og fólk haldi að ríkið geti bara skroppið í næsta banka og það séu allir til að lána okkur á súper kjörum. Minni hana og fleiri á því að menn lánuðu okkur á úrvalskjörum þ.e. bönkunum hér og viti menn þeir sem lánuðu okkur þurfa í dag að upplifa að hafa tapað nær öllu sem hingað var lánað. Eða um 8 til 10. þúsund milljarða.

Enn náttúrulega ber AGS að sýna okkur skilning og viðurkenna að með vanefndum sínum höfum við þurft að bera aukin kostnað og erfiðleika. Og í framhaldi af því að styðja okkur íí samningum við lánadrotna þegar það á við.

En Lilja eins og aðrir vita vel að markmið með AGS eru engar ölmusur. Þeir gera ráð fyrir að fá allt framlag sitt til baka. Og því er þetta ekki eins og hjálpastarf hjá þeim þar sem að ríki fá styrki sem eru ekki endurkræfir.
mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Lánið frá AGS hefur hingað til eingöngu verið talað um sem framlag í  gjaldeyrisvarasjóð. Það á ekki að nota það til að fjármagna halla á fjárlögum.

Haraldur Hansson, 22.10.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Lilja hefur talað fyrir skattlagningu á útstreymi fjármagns sem myndi að einhverju leyti sjá ríkinu fyrir tekjum upp í fjárlagagatið. Einnig er um 100 miljarðar af gatinu vaxtargreiðslur til útlanda sem má einfaldlega neita að greiða vegna kreppu.

Lilja Mósesdóttir er sú manneskja sem hefur haft hvað mest samhangandi hugmyndir um hvernig við komum okkur út úr kreppunni án þess að leggja af samfélagið okkar en hana vanntar átakanlega stuðning.

Héðinn Björnsson, 22.10.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Héðinn telur þú líkur á að erlendir aðilar fari héðan með sína fjármuni ef að þeir eru útgreiðslurnar séu skattlagðar. Held að þeir býði þar sem að ég held að það samræmist a.m.k. ekki reglum EES varðandi þá erlendur aðila sem eru þar. Og þvi kæmust menn annarstaðar hjá þessum skatti með því að seja þessi bréf til fjárfesta á EES svæðinu væntanlega.

Finnst margt gott sem Lilja leggur til en hún gleymir finnst mér alltaf þeim þætti að ólíkt öðrum kreppum síðustu áratugi er þetta almenn kreppa um allan heim og því getum við ekki reiknað með lánum, hvað þá ódýrum lánum eins og þau gátu gert. Þ.e. að í Asíu voru t.d. erlend fyrirtæki og bankar sem voru að springa af penginum og vildu því gjarnan lána og fjárfesta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.10.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Haraldur þú veist alveg að á ákveðnum tímum þurfum við að leita í gjaldeyrisvarasjóð eða þurfum að geta það. Þannig má nefna að bankar og orkufyrirtæki á ákveðnum tímum þurfa að hafa aðgang að háum upphæðum til að greiða út. Þó vonandi ekki af þessum lánum en það gæti þurft að ganga á þau tímabundið.

En Lilja er að tala um eins og það sé ekkert mál að fá vexti lækkaða á þessum lánum. Og ég var ekki að tala um að þau færu beint í fjárlagagatið heldur að við þurfum að hafa traust í heiminum og stöðuga mynt til að geta brúað þetta fjárlagagat næstu 3 árin og til þess þurfum við lán. Lán sem við fáum ekki ef að við höfum ekki traust nema á okurvöxtum. Og minni á að við erum metin með lánshæfi nú upp á BBB sem er næsta fyrir ofan "Ruslflokk"

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.10.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Fjárlagagatið þarf ekki að brúa með erlendum lántökum.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.10.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það er hægt að gera með niðurskurði og sköttum. Eða innlendum lántökum en hvaðan eiga þær að koma.  Og ríkið þarf væntanlega að bora það líka. Ef ríkið fer að prenta peninga þá lækkar verðbólgan ekki í bráð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.10.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Málið er að sérhagsmunir valda því að það er ekki er gert það sem þarf til að við þolum verðbólguna og það er að taka úr sambandi vísitölugengingar lána. Ef það væri gert er alveg fýsilegur kostur að prenta peninga, en það þarf að sjálfsögðu að gera það af skynsemi. Við þurfum að þola halla í einhvern tíma því sá niðurskurður sem við blasir gengur af velferðakerfinu dauðu.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.10.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband