Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn skjóta sig í fótinn.

Kannski er þetta vægt í fyrirsögn hjá mér! Ætti að vera að þessir flokkar eru að skjóta af sér fótinn með því að rjúka upp á Alþingi án þess að vera búnir að kynna sér ræðuna. Eða vera reknir til þess af kvótaeigendum?

Í ræðunni segir Árni Páll:

Við heyrum oft nú að skattahugmyndir og fjandsamleg afstaða stjórnvalda komi í veg fyrir atvinnusköpun. Kvótaeigendur óttast um sinn hag. Erlend stórfyrirtæki kvarta sáran undan töfum í stjórnkerfinu og ýmsir ágætir vinir mínir hér innan dyra taka undir þær áhyggjur. Ekki stendur á mér að hvetja til góðra vinnubragða í stjórnsýslu og þess að gætt sé sanngirni í samningum við erlenda fjárfesta.

Við viljum semja við erlend fyrirtæki en ekki upp á hvaða býti sem er. Við erum til dæmis ekki tilbúin að semja um óendanlega skattaafslætti. Atvinnulíf sem ekki getur lagt af mörkum til samfélagsins er ekki upp á marga fiska. Við getum tekið dæmi af sjávarútveginum sem hefur notið ríkulega ávaxtanna af stórfelldri gengisfellingu, en kveinar samt viðstöðulítið undan hugmyndum um hóflega innköllun aflaheimilda. Afkomubati sjávarútvegsins á síðasta ári hleypur á tugum milljarða. Þessi afkomubati er fenginn með fórnum ykkar og ykkar félagsmanna. Gengisfellingin færði peninga frá íslensku launafólki til sægreifa og stóriðju. Grátkór og kveinstafir útgerðar og álfyrirtækja er háværari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikið þolgæði. Það er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta er spurning hvort við séum yfir höfuð að veðja á réttan hest. Verðum við þá ekki að leita annara kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu?

Þetta er óvart það sem mikill meirihluti þjóðarinnar talar um og er sammála.


mbl.is Gagnrýna Árna fyrir ASÍ-ræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið rétt Magnús Helgi. LÍÚ klíkan kefur grátið frá ómunatíð og flestir löngu hættir að hlusta á þann grát, hvað þá taka mark á honum. Stóriðjukórinn er reyndar nýrri og ekki eins vel æfður, falskar nótur inn á milli. Það er líka afar einkennilegt að hlusta á þessar skælur, á sama tíma og fjöldi fólks hefur áhyggjur af næstu máltíð, fyrir sig og börnin sín. Árni Páll talaði bara hreina íslensku sem almenningur skilur og er sammála honum með innihaldið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.10.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband