Leita í fréttum mbl.is

Niðurstöður úr könnunum á stöðu flokkanna

 

Nú fara skoðanakannanir að verða vikulegt brauð fljótlega. Nú síðustu viku hefur verið talað um 2 kannanir sem sína báðar ákveðnar tilhneigingar.

  • Frjálslyndir eru að fá um 11%
  • Framsókn um 11% eða minna
  • Samfylking er með um 24 til 25%
  • Vinstrigrænir eru með um 21%
  • Og svo Sjálfstæðismenn með þetta frá 33 upp í 38%

Þetta sínir að "Kaffibandalagið mundi í dag ná að mynda stjórn saman. Og að stjórnin er fallin skv. þessu.

En ég er ekki ánægður. Ég sem fylgismaður Samfylkingarinnar finnst að flokkurinn minn sé ekki að standa sig.

Nokkur atriði sem ég tel að þurfi að bæta stórlega ef að flokkurinn ætlar að bæta stöðu sína fyrir kosningar.

  1. Náttúra og umhverfi: Ef að fólk kýs að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna þarf það að standa að baki þeirrar stefnu sem flokkurinn hefur sett fram. Það með öllu ófært að fulltrúar flokksins tali út og suður um þessi mál. Dæmi um þetta eru fulltrúar Samfylkingarinnar í Skagafirði sem bara sí svona settu virkjanir inn á skipulag gjörsamlega án þess að málið hafi verið unnið nokkuð að ráði. Annað dæmi er frambjóðandi í "Kraganum" sem er ákafur stuðningsmaður álversstækkunar í Straumsvík áður en íbúar í Hafnarfirði hafa kosið um það. Fulltrúar flokksins þurfa að vera vel að sér í stefnu flokksins sem sett var fram og heitir "Fagra Ísland" Minnir mig.
  2. Flokkurinn þarf að koma skýrt fram um stefnu flokksins á næstu árum komist þeir til valda varðandi tengsl okkar við Evrópu og Evruna.
  3. Flokkurinn þarf að koma fram með skýra stefnu í málefnum aldraða. Raunhæfa áætlun um hvernig leysa megi úr brýnustu vandamálum með leiðum og hvað það kostar.
  4. Flokkurinn þarf að koma með raunhæfar lausnir fyrir öryrkja. Leiðir sem miða að því að þeir geti lifað með reisn.
  5. Flokkurinn þarf að sýna það í verki nú á Alþingi í vor og í sveitarstjórnum að flokkurinn er jafnaðarmannaflokkur. Allir þeir sem eru í starfi á báðum stjórnsýslustigum þurfa að berjast fyrir hugsjónum sínum og láta fólk í landinu vita hvað þeir eru að gera.
  6. Flokkurinn þarf fyrir kosningar að koma með markmið sín á öllum sviðum og forgangsraða þeim.
  7. Allir fulltrúar flokksins verða að koma fram sem einn maður. Áherslumun verður að jafna þannig að allir sem verða í framboði tali um markmið flokksins af innrisanfæringu.
  8. Flokkurinn þarf að vera vandur að virðingu sinni og setja það inn í áherslur sínar að hann sé ekki "Atvinnumiðlun" eins og Framsókn. Það á að vera tryggt að í hverja stöðu hvort sem er í Ríkisstjórn eða störf á vegum ríkisins séu hæfustu aðilar valdir.
  9. Markmið og stefnur flokksins verða að vera skýrar og augljósar þannig að almenningur skiljai það. Eins þurfa þau að vera aðgengileg.

En fyrst og fremst þarfa flokkurinn að fara að koma fram úr vinnuherbergjum og fara að kynna sig fyrir fólki. Fólki þarf að sýna að þarna fari raunhæfur valkostur fyrir þá sem vilja að farið verði að huga að manneskjulegra Íslandi. Landi þar sem ekki allt snýst um að gera vel við auðmenn, fyrirtæki og góðvini/ættingja  stjórnvalda, heldur hugað að því að þjóðin er fólkið í landinu ekki bara útvalinn hópur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Samfylkingin hefur það fram yfir aðra flokka, að hún hefur jafnan tvær eða fleiri stefnur í hverju máli. Eitthvað fyrir alla!

Hlynur Þór Magnússon, 4.1.2007 kl. 00:19

2 identicon

ég held að þú þurfir að fara að skipta um flokk, eftir þessa upptalningu er greinilegt að hann er sefnulaust rekald á ballarhafi.

ha mega menn innan flokksins ekki hafa sjálfstæðar skoðanir á ákveðnum málum

ehud (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef ekki í annan flokk að fara. Því verð ég að treysta á að flokkurinn mannist og fari að tala einum rómi. Ég er ekki nóg til vinstri til að fara í VG. Hef ekkert álit á Framsókn. Trúi ekki á Frjálslynda og er ekki kapitalisti og get því ekki valið Sjálfstæðisflokkinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.1.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband