Leita í fréttum mbl.is

Um lóðaúthlutanir í Kópavogi

 

Var að horfa á Kastljós í kvöld þar sem rætt var um lóðaúthlutanir Kópavogi. Þar voru mætt bæði oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Guðríður Arnardóttir sem og Gunnsteinn Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Gunnsteinn er auk þess skólastjóri Lindaskóla sem Þorsteinn Vilhelmsson styrkti myndarlega á sama tíma og hann stakk upp á að Kópavogur úthlutaði honum lóð sem ekki væri á skipulagi. Fannst reyndar merkilegt að BYKO er að styrkja þetta verkefni í Lindaskóla  líka um leið og þeir eru að sækjast eftir stóru athafnasvæði við höfnina í Kópavogi.

Nú í kastljósi voru þau sammála um að þessi viðkomandi lóð yrði að fara í eðlilegt ferli þar sem henni yrði bætt inn á skipulag og síðan kallað eftir athugasemdum þeirra sem málið snertir. Og síðan öllum frjálst að sækja um þessa lóð.

Ekki viss um að þetta hafi verið áætlun Sjálfstæðismanna í upphafi. En þarna sjáum við mátt fjölmiðla og er það vel.

Ég geri ráð fyrir að þeir sem hafa fengið úthlutað lóð þarna hafi horft til þessa auða svæðis og margir sætti sig ekki við að missa það. Sérstakleg þau sem fengu úthlutað lóðinni við hliðin á þessari fyrirhuguðu lóð. Dálítið gaman að sú sem fékk þá lóð var  í 4 sæti á lista framsóknar í bæjarstjórnarkosningum  síðasta vor.

En fyrir þá sem hafa áhuga á kynna sér þetta betur má benda á síðu Guðríðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt samt hve bæjarfulltrúarnir voru sammála.

Þóroddur (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það vakti ahygli mína. Alveg skvakalegt að skipuleggja hverfi og svo bara gleymist ein lóð. Svo fannst mér eins og sumir hefðu ekki hugsað þetta mál í des þegar það var unnið og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fundið lausn með því að segja nú að þetta færi allt eftir reglum og allir gætu sótt um lóðina ef hún raunverulega til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.1.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband