Leita í fréttum mbl.is

Flottur hópur! - Ekki hægt að kvarta yfir þessu vali

Mér sýnist svona í fljótu bragði að þarna fari flott yfirssamninganefnd. þarna eru án efa færustu samningamenn okkar :held ég. En upplýsingar um þessa fulltrúa má finna hér

Aðalsamningamaður Íslands og formaður samninganefndar

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel

Varaformenn samninganefndar

Björg Thorarensen, formaður samningahóps um lagamál, deildarforseti lagadeildar HÍ

Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri og sérfræðingur hjá RANNÍS

Fulltrúar í samninganefnd

Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins

Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagnýtum hagvísindum

Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins

Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum

Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur

 EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.

Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Sjávarútvegsmál

Kolbeinn Árnason, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Utanríkis- og öryggismál

María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 

Fjárhagsmálefni

Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu

Myntbandalag

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Byggða- og sveitastjórnarmál

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Dóms- og innanríkismál

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Landbúnaðarmál

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 

 


mbl.is Samninganefnd vegna ESB skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Magnús Helgi !

Ekki minnumst við þess; hér á Suðurlandi, að Þorsteinn Pálsson hafi skilið mikið eftir sig, í sinni þingmanns-og ráðherra tíð, nema sviðna jörð - og gleymdu ekki; hans ''afreki'', að gefa Síldarverksmiðjur Ríkisins, á síðasta áratug 20. aldarinnar.

Þessi ódráttur; ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni, lugu því, upp í opið geðið á landsmönnum, haustið 1988, (sátu; í stjórninni 1988 - 1991) misminni mig ekki, að Bifreiðagjöld þau, sem ENNÞÁ; eru við lýði, yrðu aðeins, til 1 eða 1 1/2 árs, að hámarki, svo annað sé tekið til.

Um Össur Skarphéðinsson; hefi ég, sem fæst orð - enda, vil ég ekki misbjóða gestrisni þinni, hér á síðu, og eyðileggja fagurt síðdegi, á þessum Nóvember degi, Magnús minn.

Með; fremur þungt hugsandi kveðjum, vestur yfir Sýslumörk, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En er ekki rétt munað hjá mér Óskar að Davíð hafi tekið við 2001 og um leið var gerð þjóðarsáttarsamningur. En Þorsteinn var ekki í ríkisstjórn 1988 til 1909 og þá sprakk stjórnin og Ríkisstjón Steingríms tók við til 1991. Síðan er það spurning um að ef þessir skattar á bíla væru ekki innheimtir þá væru þeir væntanlega tekinr annarstaðar.

Ég tel að þú vanmetir Össur. Hann hefur m.a. afrekað á þessu ári að koma á stjórn með Vg, Komið ESB umsókn á koppinn (sem hlýtur að gleðja ykkur fyrir austan). Þannig að þrátt fyrir allt held ég að bak við gassagangin í Össuri þá sé þar klókur maður á ferð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2009 kl. 18:04

3 identicon

Sæll; aftur, Magnús Helgi !

Þú réttlætir ekki; eitt óréttlæti - með öðru, Magnús Helgi, talandi um Bifreiðagjöldin.

Nema; siðblinda sé svo rík, í þínu fari, almennt séð - ekki persónulegt, gagnvart þér. Sýnist mér; sem þú sért ærlegur maður, þó þú hafir látið stjórnast, af krötunum. Það er; meinsemd margra, að hengja sinn klakk, á flokka mynstrið - eins; og um trúar hreyfingar væri að ræða.

Ég vanmet EKKI Össur. Hann er uppskafningur, inn að beini - hver glottir yfir vanda landsmanna, á sama tíma, og hann er að ryðja skrifræðis öflunum æ nýrri brautir, eins og með þessarri nefndar skipan, Magnús.

Hér; austanfjalls, er; mögulega, 1 af hverjum 500 héraðsbúa, hver hefir látið glepjast, til einhverrar glýju - eða ofbirtu mikillar, af gagnsemi Nazista veldis Fjórða ríkisins (ESB), Magnús Helgi, svo fram komi.

Í Þriðja ríkinu voru það byssustingirnir - í Fjórða ríkinu, er það pappíra farganið, sem helztu táknmyndir - hafir þú ekki hugleitt nánar, Magnús minn.

Og munum. Ég kýs; að geta gert milliliðalausa samninga, jafnt við Perú - sem Mongólíu, án þess að eitthvert skrifræðis flón, sunnan frá Brussel völlum, gægjist yfir öxl mína, Kópavogs byggjari góður.

Það er; hin eðlilega framvinda - ekki; að lokast inni í blokk, litla Evrópu skagans, með tilheyrandi niður njörvun.

Það er; kjarni málsins.

Með; enn, þungt hugsandi kveðjum, vestur yfir /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér sýnist þetta nokkuð myndugur hópur og ekki hreint í líkingu við þær hugmyndir sem svartnættis þus hatursmanna Evrópusambandsins gerðu sér fyrirfram af samninganefndinni, þegar þeir að venju máluðu skrattann á veggin í sem dekkstum litum. Nú heyrist vart hljóð úr horni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 20:01

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Minn forni spjallvinur; Axel Jóhann - horski, sem knái Skagstrendingur !

Úr mínu horni jú; mun heyrast, ágæti drengur, meðan ég tóri. Þó; keðju reykingar, sem ofur kaffidrykkja mín, hver myndi fá hvern meðal manninn til að sundla, Axel minn, að þá held ég baráttunni gegn helvízka mont veldinu ESB, til allrar þeirrar streitu, meðan að get staðið, ágæti drengur.

En; hvað dvelur Magnús Helga síðuhafa - sem aðra krata, til þess að taka almennilega á, í umræðu þessarri,. Axel minn ?

Ekki ætlast ég til; svo sem, að þú svarir, fyrir þeirra hönd.

Með; enn, þungt hugsandi kveðjum, vestur yfir Sýslumörk /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gott að þú ætlar að halda uppi vörnum Óskar.  

Ekki er ég neinn talsmaður inngöngu, hef ekki myndað mér skoðun enn, ætla að bíða eftir starfslokum þessarar ágætu samninganefndar.

Verði ég ekki sáttur við þá útkomu, slæst ég í hópinn Óskar og segi klárlega nei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband