Leita í fréttum mbl.is

Endalausar götur í Kópavogi

Nú hefur Gunnar Birgisson tjáð sig um lóðina frægu í Kópavogi. Það sem vekur athygli mín er það sem hann segir um að ekki sé teiknaður endir á göturnar. Mér finnst þetta nú yfirklór. Hér á eftir fer hluti frétta af www.visir.is. Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti letrinu. Hann er bara á því að það væri hægt að halda áfram með götuna yfir í Garðabæ. Enda er þau eflaust í þakkarskuld við Kópavog því að við erum að færa þeim vatn á þessu ári á lægra gjaldi en við borgum sjálf í Kópavogi.

Bæjarstjórinn vísar á bug gagnrýni Lindu Bentsdóttur sem fékk úhlutað endalóðinni í Austurkór 159 sem fjölmargir aðrir sóttu um, þar á meðal Þorsteinn Vihelmsson sem vill að nýja lóðin verði við hlið lóðar Lindu. Hún telur viðbótarlóðina muni rýra verðmæti sinnar lóðar.

„Á kortunum eru ekki teiknaðir neinir endar á götur þannig að það er engin endalóð neins staðar og það er möguleiki að lengja göturnar," segir bæjarstjórinn og útskýrir að þótt Austurkór liggi alveg að bæjarmörkum Garðabæjar sé möguleiki að teygja byggðina þangað yfir ef semst um að breyta lögsögumörkum.

„Ef það verður ein lóð þarna til viðbótar þá hljóta allir að eiga rétt á því að sækja um hana," segir Bjarni Jónsson, sem var meðal þeirra sem sóttu um endalóðina Austurkór 159 í Rjúpnahæð en fengu ekki. Hann segir nýju lóðina í raun vera sambærilega þeirri endalóð sem hann sótti áður um.
„Ég held að almenna reglan ætti að vera sú að menn fylgdu hefðbundnum útboðsreglum í Kópavogsbæ varðandi þessa aukalóð," segir Viðar Þorkelsson, sem sótti einnig um Austurkór 159.

Guðmundur Ingvarsson, sem einnig vildi fá Austurkór 159, segir að aðrir en Þorsteinn eigi að sjálfsögðu að fá tækifæri til þess að sækja um nýju lóðina.

„Þeir sem sóttu um þessa lóð gerðu það út af staðsetningunni í jaðrinum. Það gildir því sama um þessa nýju lóð og hina lóðina. Mér finnst mjög réttlátt að það yrði dregið á milli umsækjanda sem eru taldir hæfir," segir Guðmundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband