Leita í fréttum mbl.is

Halló sjálfstæðisflokkur og aðrir ESB andstæðingar!

Furðulegt hvað ég hef lesið lítið um þetta mál í dag. Ef að í þessari tilvitnun er ekki eitthvað sem menn ættu að skoða þá veit ég ekki hvað. Þarna er sagt berum orðum að við vorum og erum að einangrast hér á þessu útkjálka skeri Evrópu.

En í viðskiptablaðinu í dag er m.a haft eftir Árna Matthísen:

"Árni segist sömuleiðis hafa orðið óþægilega var við það hversu utanveltu Ísland er í Evrópusamstarfinu. „Síðan sér maður að Norðurlöndin meta sitt samband í Evrópusambandinu öllu öður, norðurlandasamstarfið er bara aukageta.  „. Þó að sambandið milli Norðurlandanna skipti vissulega máli þá er ESB þeim bara svo miklu mikilvægara....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“

Þarna talar fyrrverandi ráðherra. Ætli það væri ekki betri staða fyrir okkur að vera með í ákvörðunum sem teknar eru. Því eins og hann segir er ESB farið að móta líka samstarf Norðurlandana og þar með höfum við misst þar áhrif líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hélt ekki að þið Íslandsandstæðingar tækjuð mark á "íhaldinu" eins og þið kallið það sem oftast?

Magnús

Norðurlöndin eru ekki í ESB.

Ísland er ekki í ESB

Noregur er ekki í ESB

Færeyjar eru ekki í ESB

Grænland er ekki í ESB

Svíþjóð er ekki með evru, vilja hana ekki

Danmörk er ekki með evru, vilja hana ekki

Eina landið sem er alveg í ESB er Finnland. Og þar er allt á leiðinni til út um þúfur, því miður. Þeir geta ekki skilað evrunni til baka né komist út úr ESB aftur. Meirihluti Finna studdi ekki ESB-aðild Finnlands árið 2005.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á meðan að Færeyjar og Grænland eru í ríkjasambankdi við Danmörk þá eru þau í ESB að einhverju leiti óbeint. Svíar og Danir eru í Norðulandaráði og fleiri sameiginlegum stofnunum og skv. Árna eru þær þjóðir og auðvita Danir og Finnland eru farin að leggja meiri áherslu á samstarf í ESB og vægi norðulandasamstarfs hefur því minnkað hvað varðar meiriháttar ákvarðanir. Þannig er það bara Gunnar. Og Svíar og Danir eru búnir að tengja sína gjaldmiðla við evru þannig að við erum að tala um svipaða peningastefnu og hjá Evru ríkjum

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er nú ekki allskostar rétt hjá þér Magnús.

1) Sænska krónan er á engan hátt tengd evur eða EMU.

Það er t.d. þess vegna sem Finnar eru að flytja fyrirtæki sín til Svíþjóðar. Myntin evra er að valda efnahag Finnlands miklum erfiðleikum sagði forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen núna í vikunni. Burtséð frá örvunarpakka ríkisins, getur ríkisstjórn Finnlands lítið annað gert til að auka útflutning en að horfa á. Landsframleiðsla Finnlands dróst saman um 9,4% á öðrum fjórðungi ársins og útflutningur var fallinn um 36% í ágúst miðað við í fyrra. Um 50% af hagkerfi Finnlands er búinn til með útflutningi. Finnska fyrirtækið Stora Enso Oyj, sem er stærsti pappírsframleiðandi í Evrópu, segir að fyrirtækið sé að flytja framleiðslu sína frá Finnlandi til Svíþjóðar til þess að geta notið kosta sænsku krónunnar sem er sjálfstæð fljótandi mynt og fallin gagnvart evru. Stora Enso mun loka tveim verksmiðjum í Finnlandi í ágúst því eftirspurn sé minni og rekstrarkostnaður hár.

2) Samvinna

Raunveruleg samvinna fer fram í gegnum samvinnu. Evrópusambandið snýst ekki um samvinnu. Þessvegna notar það dómstóla til að skalka og valka yfir löndum Evrópusambandsins. Það er ekki samvinna. Það er miðstjórn og yfirstjórn.

Norðurlandaráð þarf enga dómstíla til að Norðurlöndin geti unnið saman. Þau vinna bara saman því svoleiðis fer raunveruleg samvinna fram. NATO er líka raunveruleg samvinna. Það er enginn NATO dómstóll til. Hann þarf ekki því NATO er raunveruleg samvinna.

3) ESB snýst ekki um samvinnu.

Það snýst um völd, valdagræðgi, hroka og misnotkun á þjóðum sambandsins og lýðræði þjóðanna. Þetta er svona vegna þess að Evrópusambandið er nýtt stórríki í smíðum. Þú ert sífellt að auglýsa þetta valdríki á Íslandi. ESB er ekki samvinna. Því þá þyrfti engan dómstól eða stjórnarskrá yfir því sem þú svo ranglega kallar samvinnu.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið.

Hvers vegna skyldi það nú vera? Með inngöngu í ESB afsala löndin sér forræði í flestum málum og flytja valdið til yfirþjóðlegrar stjórnar í Brussel. Þar liggur valdið.

Eftir langa veru í klúbbnum venjast menn því að gera ekkert nema með samþykki ömmu Brussu í útlöndum. Hún ræður.

Þetta er nákvæmlega farið sem við viljum ekki lenda í - að geta ekki haft samskipti við aðra þjóð á eigin forsendum. Að þurfa að biðja ömmu Brussu um leyfi fyrst. Að vera eins og hundur í bandi.

Og svo kalla þeir þetta samvinnu!

Haraldur Hansson, 5.11.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband