Leita í fréttum mbl.is

Halló stóriðjusinnar! Svona málflutningur gengur ekki!

Hlustaði í dag aðeins á Alþingi. Þar var utandagskrá umræða um Álverið á Bakka! Þar talaði m.a. Tryggvin Þór sem bar það á fyrrum umhverfisráðherra að Alcoa hefði verið búið að setja peninga til hliðar í Álverið á Bakka en hætt við og farið og byggt álver í Sádi Arabíu í staðinn. Og síðan sagði hann eitthvað á þessa leið: Að vegna hiks umhverfisráðherra hefði komið álver í Sádi Arabíu sem gengi fyrir gasi og útblástu þess væri um 500 þúsund tonn á co2 ofan í annað eins sem Álverið blési út. Hélt að Tryggvi væri hagfræðingur? Er hann að halda því fram að þetta gas hefði ekki verið nýtt ef að Álverið hefði verið byggt á Bakka? Er maðurinn ekki í lagi? Því að fólk sem er að segja að við séum að spara nýtingu á jarðefnum ætti að átta sig á því að þó að við byggðum hér 100 álver þá væri  gas, kol, olía og fleira bara notað í annað. Halda menn að það sé ekki eftirspurn eftir þessum efnum í heiminum. Og þeir sem höndla með þessa orkugjafa koma þeim í notkun hvað sem við gerum.

Þannig að þessi rök um að við séum að gera heiminum svo gott eiga nú ekki við rök að styðjast. Og eins að þegar til þess kemur að olía og gas klárast sem líkur eru á innan þessarar aldar þá situm við uppi með að nær öll okkar orka verður bundin í álverum. Ekki einu sinni víst að við hefðum nóg til að knýja allan bílaflota okkar.

Við getum náttúrulega hreykt okkur af því að eiga græna orku en ef notum hana bara í mengandi stóriðju þá verðum við fræg af einhverju öðru. Við gætum þá eins notað rökin að vegna þess að við eigum meira en aðrir af óspilltri náttúru þá getum við tekð að okkur að taka við eiturefnum og kjarnorkuúrgangi því við getum haft hann langt frá mannabústöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband