Leita í fréttum mbl.is

Ég get ekki stillt mig um að birta þetta aftur

En í viðskiptablaðinu í dag er m.a haft eftir Árna Matthísen:

"Árni segist sömuleiðis hafa orðið óþægilega var við það hversu utanveltu Ísland er í Evrópusamstarfinu. „Síðan sér maður að Norðurlöndin meta sitt samband í Evrópusambandinu öllu öður, norðurlandasamstarfið er bara aukageta. „. Þó að sambandið milli Norðurlandanna skipti vissulega máli þá er ESB þeim bara svo miklu mikilvægara....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“

 

Er það þetta sem fók vill. AÐ við verðum eitthver útkjálki. Áhrifalaus og einangruð Og rökin sem fólk nefndi á móti þessu voru m.a.

"Þeir sem voru andvígir inngöngu nefndu atriði eins og að þá myndu Íslendingar missa sjálfstæði sitt, sjávarútvegsmál, að ísland eigi ekkert erindi í sambandið, landbúnaðarmál og auðlindir"

Þetta segir fólk áður en búið er að semja um eitt né neitt. Og rök eins og sjálfstæði, og að við missum auðlindir er náttúrulega bara eitthvað sem logið hefur verið að fólki. Hvað ef eftirfarandi þjóðum hefur misst sjálfstæði eða auðlindum verið stolið af þeim:

Austurríki
Belgía
Búlgaría
Bretland
Danmörk
Eistland

Finnland
Frakkland
Grikkland
Írland
Ítalia
Kýpur

Lettland
Litháen
Lúxemborg
Malta
Holland
Pólland

Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð

Tékkland
Ungverjaland
Þýskaland

Fólk á ekki að láta ljúga að sér.


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆJÆJ, eru evrusinnar í sárum nú þegar þeir horfa á brostinn draum sinn?

geir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 18:59

2 identicon

Og síðan hvenær hefur þú tekið mark á árna?

geir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Núna tek ég mark á honum þegar hann lýsir stöðunni eins og ég sé hana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 19:07

4 identicon

http://www.dailyexpress.co.uk/posts/view/79059

Veit samt ekkert hvernig framhaldið af þessu var en mér sýnist að þetta sé ekkert mál fyrir ESB leiðtogana..

Anon (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:13

5 identicon

Magnús minn, ég er mikill aðdáandi síðunnar þinnar og les alltaf reglulega hjá þér.  Tek undir að mjög áhugavert innlegg í umræðuna hjá Árna.  En það sem "made my day" var hið hreinskilna svar þitt "Núna tek ég mark á honum þegar hann lýsir stöðunni eins og ég sé hana"

Íslenskara verður það varla :-) 

ASE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú spyrð hvað af eftirfarandi þjóðum hefur misst sjálfstæði sitt?  Svarið er auðvitað allar!  Með inngöngu í ESB afsala þjóðir miklu sjálfræði og sjálfstæði.  Síðan má deila um hvort það sé af hinu góða eða slæma.  Hættu þessum áróðri og talaðu um hlutina eins og þeir eru. 

Björn Heiðdal, 5.11.2009 kl. 19:37

7 identicon

Varðandi Sjálfstæðið þá hef ég þetta að segja um ríki esb.

Tekið úr Lissabon sáttmálanum:

Article 2

1. When the Treaties confer on the Union exclusive competence

in a specific area, only the Union may legislate

and adopt legally binding acts, the Member States

being able to do so themselves only if so empowered

by the Union or for the implementation of

Union acts.

2. When the Treaties confer on the Union a competence

shared with the Member States in a specific area,

the Union and the Member States may legislate and

adopt legally binding acts in that area. The Member

States shall exercise their competence to the extent

that the Union has not exercised its competence. The

Member States shall again exercise their competence

to the extent that the Union has decided to cease

exercising its competence.

3. The Member States shall coordinate their economic

and employment policies within arrangements as

determined by the Treaties, which the Union shall

have competence to provide.

4. The Union shall have competence, in accordance with

the provisions of the Treaty on European Union, to

define and implement a common foreign and security

policy, including the progressive framing of a

common defence policy.

5. In certain areas and under the conditions laid down

in the Treaties, the Union shall have competence to

carry out actions to support, coordinate or supplement

the actions of the Member States, without thereby

superseding their competence in these areas.

Legally binding acts of the Union adopted on the

basis of the provisions of the Treaties relating to

these areas shall not entail harmonisation of Member

States' laws or regulations.

6. The scope of and arrangements for exercising the

Union's competences shall be determined by the provisions

of the Treaties relating to each area.

Article 3

1. The Union shall have exclusive competence in the

following areas:

(a) customs Union;

(b) the establishing of the competition rules necessary

for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose

currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources

under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

2. The Union shall also have exclusive competence for

the conclusion of an international agreement when

its conclusion is provided for in a legislative act of

the Union or is necessary to enable the Union to exercise

its internal competence, or insofar as its conclusion

may affect common rules or alter their scope.

Article 4

1. The Union shall share competence with the Member

States where the Treaties confer on it a competence

which does not relate to the areas referred to

in Articles 3 and 6.

2. Shared competence between the Union and the Member

States applies in the following principal areas:

(a) internal market;

(b) social policy, for the aspects defined in this Treaty;(c) economic, social and territorial cohesion;

(d) agriculture and fisheries, excluding the conservation

of marine biological resources;

(e) environment;

(f) consumer protection;

(g) transport;

(h) trans-European networks;

(i) energy;

(j) area of freedom, security and justice;

(k) common safety concerns in public health matters,

for the aspects defined in this Treaty.

3. In the areas of research, technological development

and space, the Union shall have competence to carry

out activities, in particular to define and implement

programmes; however, the exercise of that competence

shall not result in Member States being prevented

from exercising theirs.

4. In the areas of development cooperation and humanitarian

aid, the Union shall have competence to

carry out activities and conduct a common policy;

however, the exercise of that competence shall not

result in Member States being prevented from exercising

theirs.

Article 5

1. The Member States shall coordinate their economic

policies within the Union. To this end, the Council

shall adopt measures, in particular broad guidelines

for these policies. Specific provisions shall apply to

those Member States whose currency is the euro.

2. The Union shall take measures to ensure coordination

of the employment policies of the Member States,

in particular by defining guidelines for these policies.

3. The Union may take initiatives to ensure coordination

of Member States' social policies.

Article 6

The Union shall have competence to carry out actions

to support, coordinate or supplement the actions of the

Member States. The areas of such action shall, at European

level, be:

(a) protection and improvement of human health;

(b) industry;

(c) culture;

(d) tourism;

(e) education, youth, sport and vocational training;

(f) civil protection;

(g) administrative cooperation.

nokkuð ljóst hver ræður ferðinni og hver ekki.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:40

8 Smámynd: Offari

Ísland er búið að missa sitt sjálfstæði vegna ESB laga.

Offari, 5.11.2009 kl. 19:49

9 identicon

Þá má líka minna á væntanlegan evrópuskatt

Article 311

The Union shall provide itself with the means necessary

to attain its objectives and carry through its policies.

Without prejudice to other revenue, the budget shall be financed

wholly from own resources.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:50

10 identicon

Nei ekki svo Orri:

http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 19:55

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir þessa tilvitnun í Lissabon sáttmálan. En þessi kafli á náttúrulega aðallega við um þau svið sem að ESB þjóðirnar eru sammála um að hafa sameiginlega löggjöf. Það er nú t.d. eins og er í dag þegar að við verðum að taka upp óbreitta löggjöf ESB í gegnum EES. Þannig að í raun eru þetta ekki mikla breytingar. Nema að ekki er lengur miðað við eitt ríki geti lengur tafið mál um einhver ár eða látið útþynna ákvarðanir sem meirihluti vill En bendi þér eins og ég hef svo oft sagt.

Getur þú nefnt mér eina þjóð innan ESB sem hefur reynt að komast úr bandalagninu aftur?

Og eins í dag vill ég spyrja fólk hvort að það telji okkur örugg til frambúðar hér. T.d. fjárhagslega? Er fólk á því að til lengdar að við getum haldið hér upp krónu næstu áratugi? Viljum við ekki hafa áhrif á því hvernig Evrópa og samstarf milli þjóða þróast? Bendi t.d. á að eftir að Lissabon sáttmálinn tekur gildi verður ESB eitt af stórvelum í alþjóðasamskipum? Rödd okkar sem hefur fylgt Norðulöndum hverfur þar sem að Svíar, Finnar og Danir koma til með að fylgja stefnu ESB og Norðmenn og sérstaklega við verðum hjáróma rödd sem engin hlustar á. Því yfir 80% eða meira  af Evrópu tilheyrir eða eða vill tilheyra ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 20:07

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Upphaflega birting Magnúsar er hér. Hann varð að birta þetta aftur því fyrri birtingin var skotin í kaf, í bólakaf. Reyndu aftur . . . tralla lalla la: 

Halló sjálfstæðisflokkur og aðrir ESB andstæðingar! 

Magnús Helgi, eins og Finnar, vill ekki ganga einn í ESB. Það vitum við. Hann vill að allt Ísland gangi í ESB. Hann þorir ekki einn. 

 

Norðurlöndin eru ekki í ESB.

Ísland er ekki í ESB

Noregur er ekki í ESB

Færeyjar eru ekki í ESB

Grænland er ekki í ESB

Svíþjóð er ekki með evru, vilja hana ekki

Danmörk er ekki með evru, vilja hana ekki

Eina Norðurlandið sem er alveg í ESB er Finnland.

 

Mjög margir Svíar vilja helst út úr ESB aftur, en komast ekki

Meirihluti Finna vildu út úr ESB aftur árið 2005, en komast ekki.  

Mjög margir Danir eru andsnúnir ESB. Þola það ekki.

 

En engum af þessum þjóðum er illa við NORÐURLANDA SAMSTARFIÐ. Það er nefnilega samstarf þjóða. Evrópusambandið er ekki samstarf. Það er nýtt ríki í smíðum. Þar eru það dómstólar og heil ný stjórnarskrá sem ráða.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2009 kl. 20:08

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er það þetta sem fók vill. AÐ við verðum eitthver útkjálki. Áhrifalaus og einangruð

Kallast það ekki einangrum þegar maður lokar sig af eins og gerist með ESB innlimun?

Við verðum partur af 8% af plánetunni fólksfjöldalega séð, erum við þá ekki að loka okkur af fyrir restinni þ.e. þessum 92% sem eftir eru!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.11.2009 kl. 20:11

14 identicon

"Þeir sem voru andvígir inngöngu nefndu atriði eins og að þá myndu Íslendingar missa sjálfstæði sitt, sjávarútvegsmál, að ísland eigi ekkert erindi í sambandið, landbúnaðarmál og auðlindir"

Thad er ótrúlegt hve heimskir íslendingar eru.

Vardandi sjávarútvegsmál THÁ ER BÚID AD RAENA AUDLINDINNI FRÁ THJÓDINNI.

Samkvaemt thessum drulluhölum thá telst 99% af íslendingum ekki til thjódarinnar.  Er ekki búid ad afhenda örfáum adilum öll rád yfir audlindinni?  Thad eru thessir adilar sem eru thjódin samkvaemt drulluhölunum.

Geir Haarde sagdi um hrunid:  Thad er audvelt ad vera klókur eftir á. 

Ég segi til íslendinga núna:  EF THETTA KVÓTAKERFI VERDUR EKKI LAGT NIDUR STRAX FER ÍSLENSKA THJÓDIN TIL HELVÍTIS.

Ad afnema kvótakerfid er stóra málid í dag.  Engin er ad gera neitt í thví.  Íslendingar eru svo miklir saudir ad their eiga skilid thá refsingu sem bídur theirra.

Mikil neyd bídur íslendinga.  Ad fólk skuli ekki vera búid ad gera sér grein fyrir ad thetta fáránlega kvótakerfi er orsök hruns thjódarinnar baedi efnahagslega og sidferdislega er vitnisburdur um ómaelanlega heimsku. 

Ég hef nákvaemlega enga trú á íslendingum. 

Grummi (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:36

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Magnús, tvennt:

1) Evrópusambandið er ekki heimurinn, ekki einu sinni Evrópa. Raunar er sambandið aðeins lítið brot af heiminum.

2) Hvort ertu meira sjálfráður um eigin mál ef þú tekur einn ákvarðanir um þau eða ef þú samþykkir að þú ásamt tíu öðrum geri það og aðeins þurfi aukinn meirihluta til? Ekki batnar það þegar allir hinir hafa fleiri atkvæði en þú þegar ákvörðun er tekin. Hver er þá við stjórnvölinn á þínum málum? Þú??

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 20:37

16 identicon

Engin þjóð hefur enn gengið úr ESB (nema reindar Grænlendingar!)... Hinar þjóðirnar hafa ekki fengið möguleika á því. Enginn þjóðarleiðtogi þorir að efna til kosninga um það hvort ganga eigi úr sambandinu, en þeir eru óþreitandi að láta kjósa áður en gengið er í sambandið. Þá er kosið þangað til það kemur JÁ, en eftir það ekki meir.

 Samkvæmt könnunum vilja t.d. meirihluti sænsku þjóðarinar ganga úr ESB. Þeir verða bara ekki spurðir meir.

Daníel (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:43

17 identicon

Já Magnús og öll þau svið sem ESB vill setja lög á. Sambandinu eru veitt nánast ótakmörkuð völd til lagasetningar. Ein spurning til þin, hvað fengu margir evrópubúar að kjósa um lissabonsáttmálan sem færir völd og ákvörðunartöku frá landstjórnum til alríkisins?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:50

18 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Magnús. Skoðaðu málið betur um öll löndin sem þú upptaldir hér hjá þér og komdu með það sem þau hafa þurft að greiða fyrir ESB  þátttöku sína og EVRU tengingu eða upptöku.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 22:03

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttarlegt bull eru andsinnar með hérna.  Það er ekki nema furða að þessir menn séu búnir að rústa íslandi.  Bara ekkert skrítið.  Ekki er greindinni fyrir að fara þarna.

Staðreyndin er með Lisbon sáttmálann að hann breytir nánast engu frá fyrri háttum í ESB.  Það sem hann snýst um er að einafalda, betrumbæta, updeita í rauninni og auka lýðræði og þess háttar.  Allt og sumt.  Var einnig nauðsynlegt vegna fjölgunar aðildarríkja.  Í rauninni ekkert merkilegt.  Bara lífsins gangur.

En sjáum til.  Þegar andsinnar byrja að tjá sig um lisbonsáttmalann - þá er alltaf skemmtiegur leikur að geta uppá hvenær þeir koma með ESB herinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 22:53

20 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ómar mér sýnist að greindin sé í meirihluta í þessari könnun. Sumir vilja bara ekki viðurkenna niðurstöður.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 23:04

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í rökræðum gengur ekki nema að tína allt til,þetta er og verður alrei neinn leikur,heldur dauðans alvara.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2009 kl. 23:08

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og bíddu Eggert! Ert þú að meina að við stöndum svo miklu betur en þau? Höfum við grætt svo rosalaga á að utan ESB. Við tökum í dag upp allar reglur ESB varaðndi öll þau atrið er falla undir EES.

Fólkið í þessum löndum hefur að minnsta kosti ekki þurft að upplifa það að allt vöruverð hafi hækkað um 30% á nokkrum mánuðum. Að kaupmáttur launa hafi hrunið á nokkrum mánuðum. Ekki þurft að lifa við 4 til 20% verðbólgu um ára raðir. Ekki þurft að upplifa að menn geti braskað með gjaldmiðil þeirra! Í flestum þessara landa var og er jú meira atvnnuleysi en hefur verið hér. En í mörgum þeirra var það viðvarandi ástand áður en þeir gengu í ESB.

Þessar þjóðir búa við það að vöruverð hefur fyrir hrun verið 30 til 40% lægra að meðaltali en hér. Þessar þjóðir búa við sterkan Seðlabanka og margar þeirra með evru sem jafnvel er talin taka við að dollar í framtíðinni. Þessar þjóðir búia við að ESB styður við byggð í dreifðum byggðum. Þessar þjóðir búa líka að því að vera við samningaborðið þegar ESB þjóðir móta stefnu Evrópu til framtíðar. Við erum óvirkur aðili í nær öllum samtökum þar sem við höfum ekki lengur stuðning frá USA eða Norðurlöndum. Áður töluðu Norðurlönd nær einum rómi t.d. í SÞ en nú er stefna stærstu Norðulanda mótuð í ESB nema Noregs.

60 til 70% viðskipta okkar er við ESB og því okkar stærstu markaðir. Stefna okkar liggur með Evrópu í höfuð atriðum. Við höfum engan stuðnig lengur varðandi okkar hagsmuni eins og hefur sést nú í vandræðum okkar. Við höfum ekki ráð á að verja okkar gjaldmiðil hann hefur fallið um 2450% miðað við Danska krónu frá 1920. Það er að 1 dönsk króna er sama og 2450 íslenska krónur þ.e. að íslenska krónan hefur fallið um 25 krónur á ári gagnvart danskri krónu að meðaltali síðan þá.

Síðan erum við rétt á barmi gjaldþrots núna. Hvað gerum við Eggert ef við lendum í öðru áfalli vegna smæðar okkar kannski eftir 10 ár. Þetta hefur dunið á okkur á 10 til 20 ára fresti. Er ekki eitthvað vinnandi til að reyna eitthvað nýtt hér?

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 23:10

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eggert með könnunina sérstaklega - þá er það nú þannig að kannanir sýna eitt og annað. 

En auk þess - þá erum við ekkert að fara að greiða atkvæði um aðildarsamninginn núna.  Það er einhver tími í það.

Við skulum bara vera kúl á þessu.  Sjá til  hvernig þetta þróast í rólegheitum.

Málið er í ferli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 23:14

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Síðan er það spurning hvaða aðrar lausnir menn hafa. Þeir sem eru á móti ESB verða kannski að sýna okkur fram á hvaða lausnir þeir hafa til að tryggja okkur stöðugleika hér næstu áratugi. Manni sýnist að því sem maður les hjá þeim að þeim dreymi um Ísland eins og það var á síðustu öld. En þeir verða þá líka að gera sér grein fyrir að fram til 1970 og lengur voru hér höft. Og fram eftir þeirr öld voru hér skömmtunarmiðar. Og seinni hluta síðustu aldar voru hér griðarlegar hömlur. Þá þurfti að sækja um sérstaka heimild til að kaupa t.d. bíla.

EIns minni ég andstæðinga ESB að rök þeirra eru alveg sambærileg og þeir sem börðust á móti EFTA. Þá sögðu menn að útlendingar myndu fylla hér sjóinn við Ísland og kaupa upp öll fyrirtæki hér á landi.  Það var 1970 og ég hef ekki séð það. Þetta var líka sagt þegar við tókum þátt í EES samningnum.  Hef ekki séð það!

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 23:17

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og fyrst að Ómar talar um könnunina þá get ég ekki skilið að spurt sé hvort menn séu mjög fylgjandi, frekar fylgjandi. frekar á móti eða mjög á móti.

Þetta ruglar fólk. Hvað ef þú ert ekki viss en svon heldur á móti. Það þýðir ekki að þú greiðr atkvæði eftir því. Finnst miklu skýrari svör að spyrja: Ert þú: Fylgjandi aðild að ESB?, EKki viss?, Á móti?

Því þegar á hólmin er komið getur fólk verið frekar á móti ESB en síðan greitt atkvæði öfugt þar sem það telur hagmuni þess betur tryggða. Og eins öfugt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 23:21

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, sammála maga með spurninguna.  Að það á etv ekki alveg vel við í þessu dæmi að spyrja svona.  Miklu hreinna að spyja bara ertu fylgjandi aðild að esb - já eða ei.

En það sem er kannski merkilegast við umrædda könnun eða upplýsingar sem fylgja á visi eru ástæðurnar sem gefnar eru fyrir nei svari:

"Þeir sem voru andvígir inngöngu nefndu atriði eins og að þá myndu Íslendingar missa sjálfstæði sitt, sjávarútvegsmál, að ísland eigi ekkert erindi í sambandið, landbúnaðarmál og auðlindir."

Haha missa sjálfstæði, auðlindaparanoja o.s.frv.

Að eins og gefur að skilja náttúrulega eru ástæðurnar fyrir neii byggðar á sandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 23:31

27 identicon

Staðreyndir um ESB eru þessar: Ísland tekur í dag upp innan við 10 prósent af lögum ESB. Við inngöngu í ESB færist vald og ákvörðunartaka frá Íslandi til Brussel í nánast öllum málaflokkum.

- Heimild 3 kafli Lissabonsáttmálans efnisliðir 2-6. Þá má sjá í svari hér að ofan.

Við inngöngu í ESB verður tekinn upp sérstakur skattur til sambandins ofan á annan skatt

- Heimild 311. gr. Lissabonsáttmálans

Fullveldi: skilgreint:

Kristrún:

a) að ríkið gerði samninga við önnur ríki og gæti átt aðild að alþjóðastofnunum

b) að „ekkert yfirríki" eða annað ríki gæti farið með fullveldismál Íslands, þ.e.a.s. þær valdheimildir ríkisins, sem mælt var fyrir um í stjórnarskrá.

c) að Ísland hefði sjálfdæmi: þ.e.a.s. ríkið hefði sjálft valdið til að ákveða vald sitt.

Kristrún Heimisdóttir: Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands, í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 53. árg., apríl 2003, bls. 19 o.áfr., einkum s. 37-8.

"„stjórnskipulegs sjálfstæðis"; þess að æðsta stjórn innri málefna, þ.m.t. mótun utanríkisstefnu, sé að stofni til í höndum innlendra stofnana og aðila sem ekki sækja vald sitt til annarra ríkja eða alþjóðastofnana. Gagnvart borgurunum deili því æðstu yfirvöld ríkisins ekki með öðrum nema þau ákveði það sjálf með lögmætum hætti."

Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor.

ESB og Lisbon-sáttmálinn

Ljóst er að Ísland getur ekki orðið hluti af Evrópusambandinu nema eftir gildistöku Lisbon sáttmálans eða sambærilegs sáttmála. Í ljósi þess er vert að skoða á hvaða sviðum Evrópusambandið setur og ræður löggjöf og á hvaða sviðum aðildarríkin ráða sínum málefnum sjálf.

Í Article 2 til 6 er fjallað um valdsvið sambandsins og aðildarríkja, það má vera ljóst að breytingar á stjórnarskrá eru nauðsynlegar miða við hversu víðtækt framsal á fullveldi yrði við inngöngu.

Sameiginelga sjávarútvegsstefnan sem færir völd og ákvarðanir á fiskveiðum frá Íslandi til Brussel

- Heimild: Articles 32 to 37 of the EC Treaty and Articles 38 to 43 of the Lisbon Treaty

Ísland er með minna atvinnuleysi en lönd ESB þrátt fyrir hrun og væri á topp 10 yfir mesta atvinnu af löndum ESB

-Heimild Vinnumálastofnun og Hagstofa ESB

Meðalhagvöxtur í EU 15 frá 1991 til 2009 er 1,2 prósent

-Heimild Hagstofa ESB

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:53

28 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Magnús. Taktu þér ferð  niður til Frakkland, Ítalíu, Grikklandog ræddu við fólkið sem býr í þessum landssvæðum.  Ræddu við fólkið sem var með aðra mynt en Evru.  Ræddu um atvinnuleysið, ræddu um hrun á versluninni, ræddu um húsnæðismálin, ræddu um bankakerfið, ræddu um VELFERÐARKERFIÐ, ræddu um framtíðarhorfur samfélagsins, ræddu um ESB við fólkið.

Þegar þú hefur rætt þessi mál við fólkið í ofangreindum löndum og því betra ef þú gætir rætt við fólk í fleiri löndum ESB.

Ræddu um framtíðarmöguleika 16 ára og uppúr.

Ræddu um möguleika ellilífeyrisþega í viðkomandi löndum. Ræddu við viðskiptalíf þessara landa.

Þegar þú hefur gefið þér tíma til að ræða við fólkið sem býr í PARADÍS ESB, þá skaltu koma með "komment og pistla" um DÁSEMDINA um lífiðsem þetta fólk lifir.  

Þá skal ég hlusta á röksemdir þínar um ágæti ESB fyrir Íslendinga.

Ísland er eitt dásemdarland að búa í og þrátt fyrir allar athugasemdir þínar um ástandið hérna þá höfum við ekki fallið mikið á mælikvarða lífsgæða. Eða er það svo?   

Farðu gætilega með orð þín og ekki sýna að þú sért með þeim 29% þjóðarinnar.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 23:55

29 Smámynd: Sigurjón

Maggi: Fáðu þér nú einn bjór enn og sjáðu svo til...

Sigurjón, 6.11.2009 kl. 00:28

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Staðreyndir um ESB eru þessar: Ísland tekur í dag upp innan við 10 prósent af lögum ESB"

Geisp.

Alltí lagi Davíð.

Góða nótt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.11.2009 kl. 00:35

31 Smámynd: Sigurjón

Magnþrungin röksemdarfærzla hjá þér Ómar... þú fórst alveg með hann þarna!

Sigurjón, 6.11.2009 kl. 00:56

32 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurjón hafðu ekki áhyggjur af bjórdrykkju minni. Hún er töluvert minni en myndin gefur til kynna. Enda er það ekki mönnum bjóðandi að borga 800 krónur fyrir bjór eins og ég gerði um daginn þegar ég fór út að skemmta mér. Fullvissaði mig enn frekar um að við þyrftum að komast inn í ESB!

En þú villt náttúrulega hafa ástandið eins og það hefur verið hér.

T.d. ástandið sem varð hér þegar síldin hvarf 1968 eða 9. Óðaverðbólguna sem varð milli 1980 til 1990 kreppunna sem varð hér um 2000 og svo hrunið núna.

Menn skildu muna að við vorum ein fátækast þjóð Evrópu og vorum talin með þróunarlöndum fram undir 1970 þegar við gegnum í EFTA. Við vorum að slygast undan skuldum heimilin upp úr 1990. Við lifðum í 7 ár á lánum sem við tókum í útlöndum og héldum upp hér gervi gengi.

Á þessum árum höfðum við þó stuðning varðandi samskipti við önnurlönd bæði frá því að við vorum mikilvæg varðandi Nató og svo USA vegna herstöðvarinnar. En nú höfum við engan stuðning ef eitthvað kemur upp á. Menn vilja helst reka AGS í burtu, ekki ganga í ESB fara í stríð við Breta og Hollendinga. Hvar halda menn að við endum? Við endum sem einhver útkjálki í við heimskautabaug sem hefur einhver vöruskipti við útlönd. Þ.e. við skiptum á fiski og orku fyrir olíu á bílana og skipinn. Og hugsanlega sykur og kaffi ef við höfum einhvern afgang.  Krónan verður rýrnar og verður verðlaus þar sem að engin viðskipti verða með hana. Önnur en kaup á nauðsynjavöru. Þetta væri svona sviptað ástand og var hér fyrir stríð. Og þá yrðu þeir sem nú eru að fyllast af þjóðernisrembu væntanlega glaðir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2009 kl. 00:57

33 identicon

Það er bara línan frá samfylkingunni. Þessi greining þín á hagkerfinu er ansi skrautleg ég legg til að þú farir hið snarasta upp í Seðlabanka og segir þeim frá þessu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 02:17

34 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Svona, svona Maggi minn, er þjóðin vond við ykkur. Því meira sem spunameistarar ykkar kynna herlegheitin fyrir þjóðinni, minnkar stuðningurinn við ESB. Á Visir.is voru 62% á móti aðild. Ekki fá þér bjór í kvöld, fáðu þér túttu.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 06:12

35 Smámynd: Björn Heiðdal

Greining Magga á stöðunni er kostuleg.  Hann segir að ESB þjóðir séu sjálfstæðar og ráði sér sjálfar.  Í næstu setningu fullyrðir hann að engin nenni að tala við okkur vegna þess að við erum ekki í ESB. 

Hvort nenna þjóðir ekki að tala við okkur sökum ESB eða vegna þess að Íslendingar eru glæpamenn upp til hópa?

Björn Heiðdal, 6.11.2009 kl. 08:38

36 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eggert. Magnús og aðrir ESB sinnar hafa engan áhuga á því hvað skítugur pöpullinn hefur það. Þeir einu sem skipta máli eru teknókratarnir og hin pólitíska yfirstétt.

Fannar frá Rifi, 6.11.2009 kl. 23:31

37 Smámynd: Sigurjón

Maggi minn.  Ég hef ekki áhyggjur af bjórdrykkju þinni eða annarra.  Ég drekk sjálfur töluvert meira en myndin af mér gefur til kynna og sýnir hún þó spikfeitan pervert með skallamyndun.

Ekki halda að ESB-aðild muni sjálfkrafa lækka verðið á bjór (eða öðrum matvörum) hér á landi.  Til þess þarf meira til og allt annað en Evrópusambandið...

Sigurjón, 7.11.2009 kl. 02:45

38 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta einhvern vegin passar ekki. Gengur ekki upp.

Enginn getur eða má yfirgefa ESB. Enginn má gera neitt eða semja um neitt við aðrar þjóðir án leyfis ESB.

Þá er rakið dæmi að ganga í ESB. Hirða og þiggja allt sem er í boði en gefa ekkert til baka. Aðildarþjóðir sem óhlýðnast regluverki ESB eru enn í ESB. Við gerum bara þá samninga við aðrar þjóðir sem okkur sýnist og veiðum þann fisk sem okkur sýnist. Seljum hann hvert á land sem okkur hugnast. Það skiptir engu máli, erum í ESB og komumst ekki út.

Þetta er bara bull. Raunveruleikinn er einfaldur. Þjóðir hafa ekki áhuga á að yfirgefa ESB, og ef þ´r vildu væri það lítið máæþ

Páll Geir Bjarnason, 8.11.2009 kl. 13:38

39 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita geta þjóðir sagt sig úr ESB en það er ekki alveg einfallt en verður lagað að stórum hluta með Lissabon sáttmálanum. En hingað til hefðu þjóðir getað það og ýmsir stjórnmálaflokkar eins og Íhaldsflokkurinn minnir mig í Bretlandi hafði það á stefnuskrá sinni þar til að þeir komust í stjórn þá náttúrulega hættu þeir við. Því að hagmunir þjóða að vera í ESB eru svo miklu meiri en gallar. EN ef einhver þjóð hefði kosið að slíta sig frá þá hefði hún væntanlega gert það einhliða með einhverjum undirbúning. Það hefði væntanlega þýtt að hún hefi fengið á sig tolla aftur á allar vörur frá ESB löndum og þurft að leggja landbúnaði, dreifðum byggðum og fleirum málum gríðarlega styrki sjálf. Það er að bæta fyrir þá styrki sem hafa komið frá ESB til að halda upp byggðum í dreifbýli. Og eins þá væri sú þjóð nokkuð ein á báti varðandi málefni Evrópu og sameiginlega hagsmuni ríkja þar. Ef að þjóðin væri komin með Evru þá mundi Seðalbanki ESB hætta að vera banki til þrautarvara þannig að bankakerfi þess lands þyrfti væntanlega að byggja upp á nýtt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2009 kl. 14:08

40 identicon

Agalegt bull er þetta í ykkur Samfylkingarmönnum. Þið gleymið alveg að nefna ástandið í Eystrasaltslöndunum, atvinnuleysi, gjaldmiðlahrun, ósk um aðkomu AGS ofl- þrátt fyrir ESB aðild. Það sjá það allir sem ekki eru með bjálkann í auganu, að ESB reddar engu.

Það kostar líka sitt að vera meðlimur í eðalklíkunni. Bull. En Samfylkingunni er svo sem sama um hvað alþýðunni finnst um þessi mál. Við erum hvort eð er naut heimsk. Svo er minnst á það hvernig VIÐ settum landið á hausinn. Óþolandi málflutningur! Ég veit nú ekki betur en að t.d. Icesave sé að koma í hausinn á okkur vegna ófullkomins regluverks ESB!

Daníel (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:50

41 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Æ plís, ekki koma með samlíkingu um Eystrasaltslöndin og gömlu austurblokkina. Við erum ekki með ónýtt infrastructure eins og þessar þjóðir. Ekki bera að sömu epli og appelsínur.

Páll Geir Bjarnason, 8.11.2009 kl. 17:58

42 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Daníel! Ert þú að halda því fram að við stöndum svo vel! ESB hefur ekki vit fyrir rríkjum. Ríki geta vel komið sér í vandræði innan ESB eins og utan. Sjáððu Íra. En Írar þruftu þó ekki að upplifa að gegnið hrapaði um 100% á nokkrum vikum. Og hafa getað haldið bönkum gangandi og upplifa ekki vandræði vegna eigna útlendinga sem eru að leyta í burtu í gjaldeyrir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2009 kl. 18:09

43 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og heldur þú að Icesave hefði ekki komið í hausinn á okkur með okkar lögum sem voru hér áður fyrr. Hér var ríkð í ábyrgð áður fyrir öllum innistæðum

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2009 kl. 18:13

44 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er það innistæðutryggingarsjóður sem borgar Icesave með eignum Landsbankans og aðeins það sem verður eftir lendir á ríkinu sem gæti veirð lítið sem ekki neitt. Minni á að í sumar var talið að það gæti verið 420 milljarðar en nú er það komið niður í kannski 150 milljarða með vöxtum. Og það verður sennilega að raunvirið 2016 sennileg 70 til 90 milljarar ef tekið er með verðþróun. Þ.e. laun og tekjur eiga eftir að hækka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2009 kl. 18:16

45 Smámynd: Sigurjón

Fáum okkur bjór!

Sigurjón, 8.11.2009 kl. 23:56

46 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi bjór mynd er nú farin að vekja meiri athygli en ég reiknaði með. En bjór er góður hvernig sem á það er litið. Verð að leita í tölvunum hjá mér hvot ég einhverja þar sem ég er að drekka kaffi svona til eiga til skiptana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2009 kl. 00:04

47 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svona til upplýsingar er þessi bjór á myndinni keyptur á Krít 2007 fyrir 1,5 evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2009 kl. 00:09

48 Smámynd: Sigurjón

Var ekki gaman á Krít?  Mig hefur lengi langað þangað...

Sigurjón, 10.11.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband