Leita í fréttum mbl.is

Þeim er náttúrulega alveg sama um hag höfuðborgarbúa!

Menn ættu kannski að kynna sér um hvða þeir eru að álikta áður en þeir senda svona frá sér:

Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvestur­línu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndar­svæði og um leið neysluvatn ef mengunar­slys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana.

Fagaðilar töldu að best væri að fara aðra leið með línuna en yfir vatnsbólin. Sveitarfélögin töldu þá leið hins vegar heppilegasta, enda væri lína þar fyrir og vegur henni tengdur. Hann þyrfti að styrkja, en með því væri komist hjá því að leggja nýjan veg. (www.ruv.is )

Alveg sama hvað kemur fyrir hjá öðrum bara að byggja álver. Fólk getur skoða þessar línur frekar á http://www.sudvesturlinur.is/ Þar sér fólk hvar þessar línur eiga að liggja og lesefni og myndir. Þetta er engin smá framkvæmd og það á náttúrulega að vera krafa um að framkvæmdir sem kalla á aðrar svona stórar framkvæmdir eiga náttúrulega að vera skoðaðar í heild.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er svo sem ekki sama hvað þetta unga stuttbuxnagengi er að blaðra ?

Stefán (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 11:57

2 identicon

Nú ertu komin of langt í bjórglasið.

"Mengunarslys"  út af vírum sem gætu hrunið.  Þetta er svo vitlaust, að meira segja fullir ættu að fullir ættu að skilja. 

Skál 

Jón á skeri (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón þú ert bara náttúrulega ekki í lagi. Hvernig heldur þú að línur séu lagðar. Það eru byggðir vegir sprengt og grafið fyrir stöplum og bílar og vörubílar sem og kranar sem flytja möstrinn. Þegar að vatnsveita Kópavogs var lögð á þessum slóðum ultu 4 vörubílar og úr einum lak mikil olía. Þú veist væntanlega að línur þurfa að vera í mösturm.

Og fyrst þú ert að ræða það þá gleyma menn líka sjónmengun sem þessu fylgir. Þetta eru um 500 möstur sem verður dritað um allt Reykjanes, Hellisheið og við Heiðmörk. Og í Heiðmörk eru talað um að um 200 til 300 þúsund manns komi til að njóta útivistar á ári.

Finnst alveg þess virði að þetta sé skoðað vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

synileikakort-yfirlit

Hér má sjá áhrifasvæði sem verðið er að ræða um. Finnst mönnum bara allt í lagi að rjúka í þetta án þess að málið sé rætt almennilega.

Sjá fyrrii færslu mína um þetta mál  hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband