Leita í fréttum mbl.is

Svona í tengslum við þetta mál!

Ég var í gær að finna stóra villu í röksemdarfærslunni fyrir því að við eigum að framleiða ál hér á landi vegna þess að vinnslan sé umhverfisvænni vegna þess að orkan sé græn.  Skil reyndar ekki af hverju ég hef ekki heyrt þetta áður. Villan að mínu mati er sú að það að framleiða álið hér hefur engin áhrif hnattrænt vegna þess að þó hér væri allt fyllt af álverum þá mundi það ekki koma í veg fyrir að jarðefnaeldsneyti sé notað. Það er bara notað ekki í þessi álver. Tryggvi þór sagði á Alþingi í gær að vegna sameiginlegs umhverfismats fyrir Bakka þá hafi Alcoa byggt álver í Sádi Arabíu þar sem notað er gas til orkuframleiðslu og hafi valdið auka mengun upp á 500 þúsund tonn af co2.

 En Tryggvi Þór hlýtur að vita eins og allir að gasinu er ekki bara sleppt út í loftið. Ef það hefði ekki verið notað í álverið þá hefði því bara brennt í annarri notkun. Og eins er það með annað eldsneyti þó að við mundum fylla allt af álverum hér þá mundu aðrar þjóðir bara nota eldsneytið sitt í eitthvað annað. Því má færa að því sterk rök að það sé kjaftæði að við séum að gera heiminum ómælt gagn með því að fórna hér öllu fyrir álframleiðslu. Það er staðreynd að allt eldsneyti sem unnið er úr jörðu er notað hvort sem er. Þannig að þó þessi kennig  líti vel út á pappír er það ekki pappírsins virði. Á meðan að jarðabúar eru að nýta allt jarðefnaeldsneyti sem er í boði, björgum við ekki heiminum með okkar orku. Þó við fyllum hér alla firði með álverum.


mbl.is Segir Þorleif ekki fara með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segist hafa fundið stóra villu í röksemdarfærslunni fyrir því að við eigum að framleiða ál hér á landi. Rökin sem þú færir fyrir þessari fullyrðingu þinn er rökvilla.

Það sem er framleitt hér með umhverfisvænni orku, verður ekki framleitt með óumhverfisvænni orku.

Ef ALLT sem markaðir heimsins þurfa á að halda, er framleitt með umhverfisvænni orku, hvað myndi þá vera framleitt með orku úr jarðefnaeldsneyti?

Hmmmmm 

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En á meðan að allt eldsneyti sem unnið er úr jörðu gas, olía og kol er nýtt og ekkert dregur úr framleiðslu þess þá erum við bara viðbót. Þ.e. við komum ekki í veg í veg fyrir nýtingu mengandi orkugjafa. Og sér í lagi þegar sífellt finnast nýjar auðlindir jarðefna.

Þannig má segja að ódýr græn orka okkar sé aðeins til þess að hvetja að meira sé framleitt af áli með tilheyrandi mengun. ÁL segja menn svo að dragi úr mengun sem er náttúrulega svona hálfgerð þversögn þegar litið er til þess að það þarf gríðarlega orku til að búa það til með tilheyrandi mengun. Þannig er útblástur úr einu álveri sambærilegt og allur bílafloti Íslands eða meira.

En þessi hugsun kom upp þegar Tryggvin Þór sagði að vegna tafa á umhverfismati hefði Alcoa reist álver í Sádí Arabíu í stað Bakka fyrir 2 árum sem var reyndar ekki rétt. Og þar væri notað gas við raforkuframleiðslu. En það er nokkuð ljóst að þetta gas hefði hvort eð er verið notað þar sem þegar er búið að borga eftir því og það þarf því að nýta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2009 kl. 23:32

3 identicon

Það er staðreynd að þegar ný virkjunn er tekin í notkunn á Íslandi hefur aldrei heyrst af því fréttir að kolanámu hafi verið lokað eða skrúfað fyrir gas framleiðslu nokkursstaðar í veröldinni.

Ég benti á þetta í blaðagrein fyrir par árum síðan og  tel reyndar að öll virkjun á raforku sé hrein viðbót í orkusukki okkar tíma.

þórður guðmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er vitleysa í ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja Gunnar það væri fróðlegt að þú bentir á það fyrirtæki sem vinnur olíu, gas eða kol sem hefur dregið úr framleiðslu af því hér hafi verið reist álver. Bendi á að það er fullt af álverum byggð hvert ár. Öll þurfa rafmagn sama hvernig það er framleitt. Hér fá þau orku sem er er aðallega ódýr. Það er það sem þau horfa helst í. Og þar sem við höfum kannski orku í 3 í viðbót þá held ég að við höfum ekki mikil heildræn áhrif.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2009 kl. 00:34

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo kannski er rétt að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er fyrir þjóð sem ætlar sér væntanlega að vera hér til langframa að klára alla virkjunarkosti sína nú á nokkrum áratugum og skilja enga möguleika eftir til framtíðar. Því að þessi Álver eru komin til að vera næstu hundruð ára og því verður orkan bundin við þau og engir möguleikar eftir fyrir vaxandi þjóð þar með. Athyglisverð færsla hjá Ómari Ragnarssyni í gær þar sem hann segir m.a.

1. Ólafur og Guðni Axelsson upplýsa að jarðvarmaorka sé endurnýjanleg á þeim forsendum að eftir ákveðið árabil komi í ljós hvort of miklu sé pumpað upp og það sé hægt að leiðrétta með því að minnka vinnsluna eins og þurfi.  Á mannamáli: Í upphafi starfsemi jarðvarmavirkjana vita menn ekki hve vel hún endist eða hvort eða hve mikið verði að minnka hana.

Þetta er gerólíkt vatnsaflsvirkjunum þar sem fyrirfram er vitað hver orkan verði og hve lengi hún endist.

2. Þórir Hilmarsson sagði í útvarpsviðtali að fjöldi fyrirtækja hefðu sýnt áhuga á að kaupa íslenska orku en hrykkju frá vegna þess að yfirlýst stefna sé að láta tveimur risaálverum í té svo mikla orku að alls óvíst sé hvað afgangs verði, samanber upplýsingarnar í Morgublaðsgreininni.

3. Guðni Orkumálastjóri dregur af þess þær ályktanir að óráð sé að selja orkuna risastórum kaupendum heldur þvert á móti minni fyrirtækjum á öruggan og markvissan hátt eftir hendinni eftir því sem afköst vinnslusvæðanna koma fram.

Þarna hrekkur maður við t.d. að menn vita ekki um áhrif á virkjunum á jarðvarma. Möguleiki á að við klárum svæðin á nokkrum áratugum. Þetta getur ekki talist umhverfisvæn vinnsla. Og þar sem við erum að binda svo stóran hluta orkunar við samninga við tvö risa álver og fyrirtæki þá vilja aðrir ekki komia hér og kanna möguleika.

Finnst að við séum farin að haga okkur eins og þegar við þurrkuðum upp síld við Ísland á nokkrum árum hér milli 1950 til 1970.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2009 kl. 00:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef kola eða gasorkuver er reist einhversstaðar, þrátt fyrir að við framleiðum ál hér, þýðir það einfaldlega að markaður er fyrir þá orku til að framleiða meira ál eða eitthvað annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samningar til stóriðjunnar eru til 20-30 ára og við getum þá ráðstafað orkunni í "eitthvað annað" að þeim tíma liðnum, ef okkur sýnist svo. En þangað til erum við þó að nýta orkuna til góðra hluta.

En ég er reyndar þeirrar skoðunnar að eftir álver á Bakka og í Helguvík, sé komið nóg af álverum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 00:52

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja heldur þú það! Líftími þessara álvera er kannski 80 til 100 ár í það minnsta. Sjáðu t.d. álverið í Straumsvík það er 45 ára. Við getum ekki ráðstafað orkunni eitt né neitt. Það er beint eða óbein vilyrði fyrir áfamhaldandi samningum. T.d. eru virkjaninar varla fullgreiddar fyrr en eftir 30 ár. Og þessi álver verða bara ekki skilin eftir tóm eftir 30 ár. Ekki vera svona einfaldur. Við erum bundin þeim eins lengi og þau kjósa svo. Þau gætu og gera það með góðum fyrirvara að hóta okkur að þau hætti rekstri nema við framlengjum samninga við þá og geta það tímalega kannski eftir 10 til 15 ár. Heldur þú að einhver loki bara álverinu á Reyðarfirði 2035. Sjáðu t.d. HS orku og samning þeirra um virkjanir. Þ.e. með loforði um framlengingu á réttinum yfir virkjunum þá gildir hann í 120 ár.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2009 kl. 01:30

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði "Samningar til stóriðjunnar eru til 20-30 ára og við getum þá ráðstafað orkunni í "eitthvað annað" að þeim tíma liðnum, ef okkur sýnist svo."  Ég á hins vegar von á því að þessar verksmiðjur verði hér a.m.k. 60-80 ár.

Ef það er miklu hagstæðara fyrir okkur að selja orkuna í annað en til stóriðju, þá er nú lítil hótun í því ef fyrirtækin hóta því að fara. Við myndum opna út fyrir þau og segja "veskú"

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband