Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er ekki allt í lagi.

Þessar spjallrásir eru auðsjáanlega stórhættulegar.

Frétt af mbl.is

  Hengdi sig þegar honum leist ekki á netvinkonuna
Veröld/Fólk | AP | 5.1.2007 | 8:41
Sautján ára gamall kínverskur piltur varð fyrir svo miklum vonbrigðum með útlit konu, sem hann hitti á spjallrás á netinu, að hann hengdi sig eftir að hafa séð hana í fyrsta skipti.


mbl.is Hengdi sig þegar honum leist ekki á netvinkonuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki alveg sammála þér, og þykir mér þetta frekar kjánaleg skoðun hjá þér að segja að spjallrásir séu eitthvað stórhættulegar hvað þetta varðar. Má vel vera að þær séu hættulegar veiku fólki, enda augljóst að þessi ágæti piltur sé eitthvað ekki í lagi.

Ætli það séu ekki einhverjar líkur, miðað við þessar aðgerðir hans, á að hann hefði drepið sig fljótlega eftir að stelpa sem hann hefði byrjað með, segjum bara t.d. í skólanum hans, hefði sagt honum upp aftur meðan hann var þetta veikur - og eigum við þá að fullyrða um að ástarsambönd unglinga séu auðsjáanlega stórhættuleg? Eða að pennavinur hans sem hann komst í samband við í gegnum Æskuna, eða kínverskt blað í svipuðum dúr, hefði ekki líka getað logið til um útlit og aldur og hann tekið því jafn ílla? Og þessvegna að segja að pennavina-dálkur æskunnar sé einnig stórhættulegur?

Eigum við ekki frekar að segja að auðsjáanlega sé fólk þarna úti sem er ekki tilbúið til samskipta gegnum netið og að hinn almenni netnotandi geri sér kanski ekki grein fyrir hversu sérstök þau samskipti séu?

Þessi athugasemd er skrifuð með fyrirvara um að þessi fullyrðing þín sé ekki skrifuð í kaldhæðni. Sem aftur sýnir hvað samskipti og skrif á netinu geta verið stórhættuleg vegna möguleika á misskilningi þar sem fólk skrifar og kemur ekki fram nákvæmlega því sem það meinar.

Ægir (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú eflaust. En það sem sló mig var að þessi frétt er sett svona út. Og hefur væntanlega verið birt út um allan heim. En spjall form eins og Irc og msn og svo spjallrásir hafa samt verið anskoti mikið notaðar af kynferðisafbrotamönnum og allskonar vitleysingum sem eru að ná sér í fórnarlömb. Og einmitt þá eru þeir að ljuga til um aldur jafnvel kyn og stöðu sina. Annars var þetta svna misheppnað grín hjá mér. Þessvegna flokkaði ég þetta undir "Sniðugt" í færslukerfinu hjá mér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.1.2007 kl. 12:00

3 identicon

Aa.. hefði ég komið auga á sniðugt flokkinn hefði ég sjálfsagt ekki sagt orð. Nema í mesta lagi komið orði á hversu einmitt ósniðug og tilgangslaus þessi frétt er. ;)

Ægir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband