Föstudagur, 13. nóvember 2009
Þetta fer nú að verða nokkuð þreytandi
Nú veit ég ekki hvaða áherslumunur er hjá stjórnarflokkunum núna. En þetta fer að verða ógurlega þreytt að þessir flokkar geta ekki komið sér saman um neitt stórmálið. Og niðurstaða allara mála verður einhver samsuða, útúrþynnt máls sem sífellt er verið að krukka í og að lokum kemur meingölluð niðurstaða þar sem allir flokkar hafa fengið eitthvað að setja inn á lokamínútum til að koma málum í gegn. Og stundum er það ráðherra Vg sem er að leggja til mál sem þingflokkur Vg klofnar og nokkrir dagar fara í taugatitring sem þyrfti ekki að koma upp. Nú er ljóst að fjármálaráðuneytið þurfti að leggja fram í haust frumvarp um aukna skatta og það hefur legið fyrir síðan í sumar. Höfðu flokkarnir ekki tækifæri á að samræma sig á þeim tíma.
Maður veit náttúrulega um Lilja Mósesdóttur sem er á móti flestum lausnum sem ríkisstjórnin beitir. En það er nú bara staðreynd sem allir vita og kippa sér ekki upp við . Það er verra að þau virðast ekki tala saman nema í fjölmiðlum sem veikir stjórnina. Síðan finnst mér út í hött ef að samfylkingin sem gefur sig út fyrir að vera jafnaðarflokkur hafnar þrepaskiptum skatti ef það verður til að það bitnar á láglaunafólki og þeim sem minna mega sín.
Þá leiðist mér að upplýsingum sé lekið fyrst í fjölmiðla til að koma af stað ofsafenginni umræður og deilur og svo er komið fram með málin opinberlega og þau eru þá allt önnur eða mildari. Þessi leikflétta grefur bara til lengdar undan trú fólks á stjórninni.
Eins minni ég á hugmynd sem ég hef marg oft kastað fram. En það er þáttur í útvarpi eða sjónvarpi þar sem ráðherrar eða upplýsingafulltrúar þeirra færu kannski vikulega yfir helstu atrið sem unnið væri að og skýrðu það á mannamáli fyrir fólki. Þessi upplýsingagjöf sem aðallega er www.island.is er ekki aðgengileg og maður þarf að leita það full mikið.
Ekki skilja orð mín svo að ég sé hættur að styðja þetta stjórnarsamstarf. En þetta samstöðuleysi þingmanna er farið að pirra mig. Tel að þetta sé besta fyrirkomulagið þar til að samningar nást við ESB. Þá þarf að slíta stjórninni. Því að ESB samninginn þarf samhent stjórn að fylgja vel eftir.
Stjórnarflokkarnir ósamstíga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það er að verða fullreynt að ekki er hægt að vinna með Vinstri-grænum.
Steingrímur uppsker eins og hann hefur sáð til með óábyrgri stjórnarandstöðu um langa hríð.
Það kemur honum í koll núna þó hann vilji vinna vel og eigi hrós skilið fyrir það.
Sverrir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:31
Ég er bara alveg sammála þér. Það er ákveðin ábyrgð sem fylgir því að vera þingmaður og samþykkja eitthvað stjórnarsamstarf og stjórnarsáttmála. M.a. að hafa rænu á að vinna að sínum sjónarmiðum innan flokks. En ef fólk er á því að verk stjórnar eru þeim ekki að skapi þá á fólk að koma heiðarlega fram og segja sig frá því samstarfi og vera þá annað hvort einn í flokki á Alþingi eða ganga til liðs við t.d. Sjálfstæðisflokkinn eða framsókn. Þetta á t.d. við Lilju Mósesdóttur sem virðist sammála þeim flokkum í stærstu málunum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.11.2009 kl. 16:37
Maggi minn, þegar þú ert orðinn svona spenntur þarftu að fá þér eina kollu. Málið er að það sem við erum við að glíma við núna er mjög erfið hagfræðileg vandamál. Það er afskaplega fátt fólk á þingi sem hefur faglega þekkingu til þess að koma með raunhæfar lausnir. Lilja Mósesdóttir er sannarlega ein af þeim. Það er ekki nóg að hafa hagfræðina á hreinu við þessar aðstæður heldur að geta hugsað út fyrir ramman og það er bara á færi afburðafólks. Slíkar lausnir hefur ríkisstjórnin ekki verið að koma fram og þess vegna hrynur fylgið t.d. af Jóhönnu og fólk hefur á tilfinningunni að það sé ekki verið að gera neitt.
Sigurður Þorsteinsson, 13.11.2009 kl. 16:58
Ég er líka orðin pirraður á þessum vomugangi. Það er margt til í því sem Sigurður segir að fólk hafi það á tilfinningunni að ekkert sé að gerast.
Finnur Bárðarson, 13.11.2009 kl. 17:01
Sigðurður fékk mér bjór í gær og þessvegna sé þetta skýrar núna. Finnst ömulegt þegar þingmenn eins og Lilja reka mál sín í fjölmiðlum í stað þess að gera það innan síns fólk. Því væntanlega stendur Vg fyrir ákveðna stefnu og móta sér stefnu í þessum málum. Það er ekki bjóðandi að mesta óvissa um framgang mála sé afstaða stjórnarliða. Auðvita má breyta málum en meðferð á Icesave í sumar varð náttúrulega að lokum brandari. Eins og þegar það var sett inn í fyrirvara einhliða að við ákváðum að við myndum hugsanlega borga af þessu til 2034 en þá myndum við bara hætta að greiða. Hélt virkilega einhver að slíkt væri ásættanlegt fyrir viðsemjendur okkar.
Síðan er nokkuð ljóst að allar þessar patent lausnir eins og að við þurfum ekkert á AGS að halda, bara reddum þessu sjálf. Við þurfum engan gjaldeyrir segja sumir. Þó allir viti að við þurfum umtalsvert af honum t.d. til að borga af lánum sem koma á gjalddaga á næsta ári. Og svo þeir sem eru að halda því fram að Norðulönd gætu svo vel lánað okkur án nokkra skilyrða. Sem er náttúrulega galið enda mundum við ekki gera það. Og ég gæti haldið áfram lengi. Og jú þeir sem segja að ekkert þurfi að hækka skatta bara að auka atvinnu með stóriðju. Þó allir þessir menn viti að það er ekki fjármagn á lausu til að afla orku fyrir þessa stóriðju.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.11.2009 kl. 17:42
Það er með hrienum ólíkindum að fólkið sem var tekið mark á í síðustu kosningunum voru flugfreyja og jarðfræðingur en lítið hugsað á langskólaggengið fólk á sviði viðskipta og laga.
Það svo að flugfreyjan láti sér detta það í hug að hún eigi að vera launahæst hjá ríkinu!
Þeir sem kusu Nágrím ætti að vera orðið ljóst að "margur heldur mig sig" gillti um Steingríms skoðanir á Dabba.
Nágrímur hefur nú svikið ÖLL kosningaloforð sín.
Það væri hægt að leysa margann vandann ef að hann yrði bara skipaður formaður Samspillingarinnar.
Þau þrjú í V-G sem hafa dirfst að hugsa sjálfstætt (Lilja, Lesbos von Orloff og Atli) eru í hinum mestu vandræðum þar sem að Hvíta Nornin dró sinn úfna haus út úr görninni á sér til þess eins að koma Nágrími þar fyrir og nú hossar hún sér til að innbirða hann að mestu og fá svo fæturna á honum til að sparka sjálfstætt hugsandi fólki til hliðar.
Hringlandaháttur þeirra Ís-fólksins í ice-save og skattamálum er síðan með ólíkindum. Skrifandi undir til hægri og vinstri með fyrirvörum um samþykki í þingi þar sem að samþykki er nær alltaf bundið því að kaupa einhvern úr stjórnarandstöðunni þar sem að þau hafa ekki hreinann eginn meirihluta.
Það er svo sem týpíst fyrir komma. Alltaf þegar þarf að koma sínu að kúga þeir fyrst þá sem næst sé eru áður en svo gengið er að almenningi dauðum.
Draumur Nágríms um að hækka skattana til að "herma" eftir hinum norðurlöndunum gæti ekki komið á vitlausari tíma þar sem að hin norðurlöndin eru öll að LÆKKA skatta sína til að koma atvinnulífinu og nýsköpuninni á hreyfingu.
Nornin sagði að allt leystist ef hlustað væri á hana og hennar og svo getur hún ekki einu sinni verið sammála sínum egin ráðgjafa og reynir sitt besta til að níða hann þegar hann segir þjóðinni að hún sé að draga rassgatið.
Það er því með einu hægt að segja þá sem kusu þessa óvita.
Ykkur var nær.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 18:14
Magnús ég er með lausn gegn kreppu hérlendis og kíktu bara á nýjustu færslu mína og myndaðu þér skoðun út frá því. Kveðja Addi
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.