Leita í fréttum mbl.is

Fórnarkostnaður Icesave deilunar

Væri gaman að einhver reiknaði það út fyrir okkur hverju Ísland er búið að tapa á því að þetta Icesave mál hefur dregist ófrágengið nú í kannski tæpt ár.

Það hlýtur að vera hægt að reikna út:

  • Hvað mikið hefur málið dregið viðreisn þjóðarbúsins á langinn. Og hvað það hefur og mun kosta okkur
  • Hversu mikið hefur það skaðað málstað og orðspor okkar til framtíðar?
  • Hversu miklu hefur það skipt varðandi möguleika okkar á viðskiptum við útlönd og erlenda fjárfesta?
  • Hvaða áhrif hefur þetta til framtíðar t.d. varðandi lækkað lánshæfismat okkar?

Og fullt af spurningum sem velta upp. Það sem ég vildi fá svör við er hversu mikill er þess herkostnaður okkar búinn að kosta? Og er hann þess virði? Og ef við höldum þessu snakki hér áfram um mánuði erum við kannski að tapa meiru en við komum til með að greiða að lokum af Icesave sem menn segja í dag að líti út fyrir að vera ekkert upp í 200 milljarða?


mbl.is „Sammála um að vera ósammála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það sem þarf fyrst að reikna út hvað klúðrið sem sendinefndin í Icesavemálinu hefur kostað þjóðina. Að vísu var Svavar ekki sendur með í næstu ferð, en skaðinn er skeður. Ingibjörg Sólrún hefur réttilega bent á þetta.

Sigurður Þorsteinsson, 14.11.2009 kl. 13:43

2 identicon

"Klúðrið" sem sendinefnd Svavars Gestssonar var ekki meira en það þeim tókst að ná vöxtum niður í 5,55% (Hver vill lána Íslendingum í dag á slíkum kjörum?) úr 6,6% sem Árni Matt hafði skrifað undir, lengja frest á fyrstu afborgun úr 3 í 7 ár og lengja afborgunartímann. Það má reikna út hvað það sparaði. Eigi Sigurður Þorsteinsson við að hægt hefði verið að semja sig frá málinu og leggja allt á Hollendinga og Breta, þá býr hann í draumalandi.

Hins vegar mun örugglega verða lagt mat á það síðar, þegar hægt er að gera málin upp, hvað ráðleysi íslensku stjórnmálastéttarinnar hefur kostað þjóðina. Mats Josefsson sagði um daginn að það muni kosta hátt í heila þjóðarframleiðslu.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar klúðrið var svo mikið að ríkisstjórnarflokkarnir áttu engan möguleika á því koma óskapnaðinum í gegnum þingið. Þegar Samfylkingarþingmennirnir voru spurðir um þennan mikla stuðning, þá kom svarið auðvitað studdum við ekki þennan samning, vildum bara taka afstöðu í þingflokknum. Ólgan í því herbergi var víst mikil. Þingmenn VG ákváðu að koma hreint og beint fram og  sögðust fella málið. Í síðari ferlinu var Svavar lokaður inni og fékk ekki að fara með. Það eru bara alhörðustu flokksnúðarnir sem reyna að verja þessa samningavitleysu. Slíkir aðilar myndu samþykkja hvað sem er. Þetta eru flokksauðirnir.

Sigurður Þorsteinsson, 14.11.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband