Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nýr punktur í umræðunni um álverið í Straumsvík.

Var að kíkja á síðunna hjá Kristni H Gunnarssyni (Sleggjunar) Margt gott að lesa þar oft. En í færslu sinni í dag segir hann m.a.

Þá bárust fréttir af samkomulagi milli fyrirtækisins og bæjarins og ríkisstjórnarinnar um breytingar á samningi um skattgreiðslur fyrirtækisins sem yrðu lagðar fyrir Alþingi á nýju ári og munu færa bænum um 800 milljónum kr. í auknar tekjur árlega. Það fer ekki milli mála að Alcan hefur náð hagstæðum samningum um raforkukaupin fyrst fyrirtækið er tilbúið til þessara útgjalda. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hefði gerst ef íbúalýðræðið hefi ekki komið til. Kannski en bara kannski.

Athyglisvert þetta með að Hafnarfjörður fái allt að 800 milljónum meira í tekjur af Álverinu og það er kannski ekki vitlaust hjá honum Kristni að álykta sem svo að það sé vegna lágs raforkuverðs í samningum við Landsvirkjun og fleiri.

Einnig segir hann:

Merkilegar fréttir eru í tveimur blöðum í dag sem varða Alcan. Í Fréttablaðinu kemur fram hjá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins að svo geti farið að álverinu verði lokað ef stækkunin í Straumsvík verður ekki samþykkt. Þetta verður ekki skilið öðruvísi sen sem létt hótun, ef ekki verði þegið það sem í boði er þá fáist ekkert.

Í Viðskiptablaðinu í dag er önnur frétt um Alcan þar sem fram kemur að óvissa sé um stækkun álbræðslu félagsins í Kitimat í Bresku Kólumbíu í Kanada í kjölfar þess að yfirvöld þar í landi töldu að samningur milli fyrirtækisins og orkufyrirtækis í fylkinu um orkusölu væri ekki í almannaþágu. Viðskiptablaðið greinir frá því að Alcan hafi hótað því að leggja meiri áherslu á álframleiðslu á Íslandi og Suður Afríku næðist ekki viðunandi samkomulag um stækkunina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband