Leita í fréttum mbl.is

Og hvað vildir þú Höskuldur gera í staðinn?

Heldur Höskuldur virkilega að Bretar og Hollendingar mundu sætta sig við að við kæmum til þeirra í þriðja eða fjórða skiptið og bæðum um nýjan samning.

Nú er þessi samningur eins og sá gamli nema að það er búið að ganga frá fyrirvörum inn í samningnum og ganga frá lausum endum eins og hvað verði gert við eftirstöðvar lánsins 2024. Og það var einmitt það sem stjórnarandstaðan kvartaði yfir í sumar þ.e. að fyrirvarar væru ekki pappírsins virði ef á þá reyndi því það væri ekki hægt að fara með þá fyrir dóm. Og nú þegar þeir eru komnir inn í samninginn þá eru þeir ómögulegir.

Og hvað vill Höskuldur gera? Lýsa því yfir að við ætlum ekkert að borga? Hvers virði yrði þá ríkisábyrgð okkar í framtíðinni? Lýsa því yfir að við ætlum ekki að borga og fara með þetta fyrir dóm? Hvað dómstól? Þetta mál fer ekki fyrir dóm nema að allir aðilar samþykki það. Og lýkur á að allir Evrópskir dómstólar mundu úrskurða greiðsluskildu á okkur. Neita að borga og segja Hollendingum og Bretum að éta bara það sem úti frýs? Hvað heldur maðurinn að Bretar og Hollendingar mundu gera. Þó að þetta sé upphæð sem er mun stærri á okkar mælikvarða en Breta og Hollendinga þá eru þetta a.m.k. 10 til 15 þúsund á alla íbúa þessara landa. Og menn skildu ekki fara í grafgötur um að þetta yrði þá innheimt með hörku. Þetta er svipuð upphæð fyrir þá og skattahækkunin á laun hér um 350 þúsund þ.e. um 1500 á mánuði á alla vinnandi menn í Bretlandi og Hollandi. 


mbl.is Stærstu mistök Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Málinu lýkur með samþykkt að stjórnin fellur!

Nú er ljósið fyrst að renna upp fyrir bleiku kommunum og V-klofningnum.

Annaðhvort að binda þjóðina í ánauð um áratuga skeið eða að leysa niður um sig og skíta á samkrull sitt um kommúnisma á Íslandi.

Það sem við fáum svo að draga í lærdóm af þessu er að ef hagfræðingar og lögfræðingar geta ekki reiknað sig frá ruglinu með japönskum reiknivélum þíðir lítið að setja dæmið fyrir gagnfræðinga með talnagrind eða menn sem hafa sérhæft sig í að skoða jörðina með því að stinga í hana höfðinu (eins og strútur)

Óskar Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 19:34

2 identicon

ICESAVE er reikningurinn fyrir kúlulána og sukkveislu Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans eiga því að borga reikninginn.
Það á að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem hryðjuverka og glæpasamtök og banna starfsemi hans á Íslandi.
Allar eignir FLokksins verði gerðar upptækar til að borga ICESAVE.
Forystumenn FLokksins verði dæmdir fyrir landráð og settir í fangelsi fyrir lífstíð.

Það ólánsfólk sem hefur verið blekkt til að kjósa FLokkinn verði sett í endurhæfingu og endurmenntun til að verða að nýtum samfélagsþegnum.

Nýr hægriflokkur verði stofnaður með heiðarlegu lýðræðisinnuðu fólki

jónsi (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Höskuldur er bara að auglýsa sig og er kannski að reyna að ganga í augum á þeim reiðu.Framsókn er nefnilega slétt sama hvaðan fylgið kemur og þeir vita vel að þeir eru að skreppa saman sem stjórnmála afl.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.11.2009 kl. 21:52

4 identicon

Mikið er gott að finna hér fólk sem vill borga skuldir útrásarinnar.  Það þjófa hyski sem tjónaði samfélagið með þessum hætti vill hinsvegar ekki kannast við sína ábyrgð á þessu máli.  Komment ykkar eru því eins og hjá réttum og sléttum hálfvitum.  Vonandi mega aðrir landsmenn einnig senda ykkur sínar birðar, verði ykkur skattpíningin að góðu.

Melur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Málið hefur ekkert með hug minn til útrásarvíkinga að gera. Ég er að tala um Icesave sem vegna yfirlýsinga ríkisstjórnar, almennsskilnings allra annarra evrópuþjóða okkur bera að borga innistæðutryggar af. Enda ætlum við að taka eignir Landsbankans og greiða með þeim þessar tryggingar.

Og ég minni þig á "Melur" að þessar þjóðir koma aldrei til með að gefa okkur þessar upphæðir. Þær nema um 15 til 20 þúsundum á alla íbúa Bretlands og Hollands. Eða svipað og skattur hækkar á meðallaun okkar hér til að borga gjaldþrot Seðlabankans.

Og restinn hjá þér er náttúrulega kjaftæði. Enda er ég ekki að semja um þetta mál. Það eru Stjórnvöld og Alþingi. Enda eru þau að koma okkur út úr hættu á því að vera beitt aftur þeim efnahagsþvingunum sem við vorum beitt í október á síðasta ár.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Landfari

Það er mikill misskilningur, ef misskilning er hægt að kalla, Magnús Helgi ef þú heldur að fyrirvararnir sem alþingi setti við ríkisábyrgð á fyrri samningnum séu komnir inn í þennan. Því fer víðsfjarri. Það er búið að útvatna þá svo að þeir gera ekkert gagn lengur. Sigurður Líndal rekur þetta í stuttri grein í Fréttablaðinu ef þú trúir ekki Höskuldi.

Bretar og Hollendingar eiga ekki annan kost en semja um þetta eða stefna íslenska ríkinu. Þeir vilja það síður enda telja þeir litlar líkur á að þeir vinni það mál samanber að þeir krefjast þeir að við greiðum samkvæmt samkomulaginu þó að niðurstaða hugsanlegs dómstóls teldi að íslenska ríkinu bæri ekki að ábyrgjast innistæðusjóðinn.

Landfari, 20.11.2009 kl. 18:59

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Landfari!

Þú er virkilega ekki einn af þeim sem hélst að við gætum bara sett þau skilyrði sem við vildum við samninginn? Eins og  sumir sem héldu að ef lánið væri ekki greitt 2024 þá mundi það bara falla niður. Í samningnum minnir mig að standi að samningurinn falli ekki sjálfkrafa niður ef að dómstóll úrskuði okkur í vil heldur verði þá sest niður við samninga aftur.

En við gátum ekki reiknað með að allt mundi falla okkur í vil. Bendi þér auk þess á að við fáum hagstæðari vexti en á önnur lán sem við erum að taka. Við fáum lengri lánstíma og getum einhliða lengt lánið ef við kjósum svo. Og ýmsilegt sem við fengum í staðinn. Bendi þér á að t.d. Helgi Áss Grétarson sem var í Indefence vann að þessum samningum erlend lögfræðifyrirtæki sem eru sérhæfði í þessu, ýmsir af reyndustu samningamönnum okkar unnu að þessu. Þetta var það besta sem náðist.

Minni þig líka á Landfari að skv. jafnræðisreglu EES hefðu Bretar og Hollendingar getað og gerðu í upphafi krafist þess að við borguðum allar innistæður á Icesave þ.e. bæði einstaklinga og lögaðila. Því að það er bannað að mismuna innistæðueigendum í Íslenskum bönkum eftir því hvar þeir búa eða þjóðerni innan ESB. Þá heðfum við væntanlega skulda um 4000 milljarða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 20:18

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ágæt umfjöllun um icesave deiluna á ensku inn á wikipedia

http://en.wikipedia.org/wiki/Icesave_dispute

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 20:21

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Magnús þú ert ánægður það er gott þá borgar þú sukk útrásarinnar með glöðu geði einn af fáum.

Sigurður Haraldsson, 20.11.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú ert ekki fyrsti sem snýrð út úr orðum mínum! Ég borga ekkert með glöðu geði! Og sér í lagi ekki þetta ógurlega icesave dæmi. Finnst fáránlegt að Fjármáleftirlit og Seðlabanki skildu láta þetta viðgangast! En ég met það svo að við séum betur sett með þessa samninga heldur en að lenda í svipaðir aðstöðu og við vourm fyrir akkúrat ári. Sem og að ég tel að menn geri allt of úr Icesave og gleymi því að gjaldþort seðlabanka kostið okkur 3 til 400 milljarða sem við þurfum að borga á undan Icesave. Og þar eru engar eignir á bakvið. En hugsanlega með Icesave þurfum við ekki að borga nema 10% af skuldinni þegar eignir hafa verið teknar upp í. Ég horfi líka í líkurnar á því að við mundum tapa máli fyrir Evrópudómstól ef við kæmum málinu þanga sem og EFTA. Fulltrúar bæði frá EFTA og ESB voru í gerðadómi sem átti að skera úr um ábyrgð okkar og við þurftum að segja okkur frá honum þar sem þeir komust strax að því að við ættum að bera ábyrgð á þessu. Eins þá þá minni ég þig á að tilskipunin segir að við eigum að koma upp einu eða fleiri kerfum til tryggja innistæður upp að 20.880 evrum. Og skilningur annarra er sá að ef að kerfið tryggði þetta ekki væri það Seðlabanka og Ríkisins að tryggja að innistæðu eigendur fengju sínar tryggingar. Sem og að ríkistjórnin lýsti því yfir að við tryggðum allar innistæður og þá gildir jafnræðisregla EES um að óháð búsetu og landi eigi allir að njóta sömu verndar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Landfari

Magnús, af hverju heldurðu að þessi jafnræðisregla eig bara að gilda fyrir Íslendinga?

Samkvæmt þessari reglu eiga vextir á bretaláninu til innlánstryggingasjóðsins að vera 1,5% en ekki 5,5% okurvextir sem þér finnast samt lágir.

Af hverju greiddu Bretar bara breskum einstakilngum innlánstrygginguna en ekki  Maltverjum?

Alþingi hefur eitt heimild til að veita ríksábyrgðir og getur sett þau skilyrði sem það vill fyrir að veita þær. Það eiga ekki að vera Bretar eða Hollendingar þó það virðist því miður raunin.

Ekki veit ég hvort þú varst í einhverju bjartsýniskasti eða veist bara ekki betur þegar þú talar um að við þurfum að greiða 10% af skuldinni. Fyrir utan að þú gleymir alveg vöxtunum sem er stjarnfræðileg tala þegar upp er staðið þá eru líkurnar á að 90% af höfuðstólnum náist með sölu eigna Landsbankans ekki miklar, jafnvel þó að neyðarlögin standist fyrir dómi. Ef þau falla eum við að tala um lítið sem ekkert upp í höfuðstólinn.

Það eru allt aðrar forsendur í dag en fyrir ári. Þá stóðu menn frami fyrir hruni allra banka í Evrópu ef ekki væri tryggt að Íslendingar tryggðu innistæður í sínum bönkum. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að draga þá ályktun að sú staðreynd gæti haft áhrif á afstöðu manna til stöðu Íslendinga þá.

Samkvæmt þessum efrópureglum sem gerðu bönkunum kleift að stunda þessa starfsemi erlendis komum við upp innlánstryggingakerfi samkvæmt því sem reglur gerðu ráð fyrir. Þær reglur voru ekki samdar af Íslendingum og ekki á þeirra ábyrgð að þær reyndust meingallaðar. Það er því fráleitt að ætla að Íslendingar einir verði látnir bera kostnaðinn af þessum göllum. 

Það má kanski líka minna á að alveg fram að hruni var það skilningur allra að ekki væri ríkisábyrgð á þessum sjóði enda slíkt fráleitt að ríkið bæri ábyrgð á rekstiri einkafyrirtækja. Þetta hefur verið staðfest samkvæmt minnisblöðum sem gerð hafa veriðopinber í samræðum seðlabankastjóra og eftirlitsaðila ríkjanna. Þessi afstaða breyttist á einni nóttu þegar menn gerðu sér grein fyrir áhættunni af áhlaupi á alla banka Evrópu þegar gallinn á efrópureglugerðinni kom í ljós.

Landfari, 28.11.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband